Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 15
 FIMMTUDAGUR 5. APRIL 2001 15 Það er spuming??? Ætlarþú að sjá Gauragang í FVA Kolbrdn Ýr Kristjánsdóttir, nemi -Auðvitað. Jóhann Pétur Pétursson, nemi Jón Orri Kristjánsson, nemi -Já, ekki spuming. Sigurður Hauksson, bílstjóri -Nei, e'g má ekki vera að því. Eb'n Klara Svavarsdóttir, verslunareigandi -Já, ég ætla að sjá sýninguna. Ema Haraldsdóttir, verslunarstjóri -Já, að sjálfsögðu. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Birgir Leifur að komast á skrið Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, hefur veriö aö gera góöa hluti á golfvelli und- anfarnar vikur. Nú síðast tók hann þátt í áskorendamóti á Villamart- in-golfvellinum á Spáni um síö- ustu helgi. Birgir lék hringina fjóra á 282 höggum eöa sex undir pari vallarins sem tryggði honum 10- 11 sætið á mótinu. Fyrir þennan árangur fékk hann tæpar 200 þúsund krónur í verðlaunafé. Birgir hefur því samtals fengið rúma hálfa milljón í verðlaunafé á þeim tveimur mótum sem hann hefur tekið þátt í á árinu, en á Madeira-mótinu, sem fram fór um miðjan mars, endaði Birgir í 32-40 sæti, af 144 golfurum sem hófu keppni. Bæði mótin eru hluti af evrópsku mótaröðinni. Ekki er Ijóst á þessari stundu á hvaða móti Birgir slær kúluna næst en honum stendur til boða að taka þátt í næsta móti á evr- ópsku mótaröðinni sem fram fer í Marokkó og hefst á skírdag. Að öðrum kosti mun hann æfa undir handleiðslu Staffans Johanssons landsliðsþjálfara (slands og einka- þjálfara Birgis Leifs er landsliðið kemur til Alicante í æfingabúðir 11.-20. apríl nk. Molar Skagamenn héldu utan til æf- ingaferðar snemma í morgun til Þýskalands þar sem áætlað er að dveljast við æfingar í um vikutíma. Fyrirhugað er að leika tvo æfing- leiki við þýsk félagslið. Alls telur hópurinn 24 menn, 21 leikmann, þjálfara, aðstoðarmann og sjúkra- þjálfara. Skallagrimsmenn geta tryggt sér annað af tveimur efstu sætun- um í sínum riðli með því að sigra Fjölni á iaugardaginn þrátt fyrir að tvær umferðir séu enn eftir. Tvö efstu liðin halda áfram í úrslita- keppni neðrideildarliða deildarbik- arsins. Skallagrimur er sem stend- ur með níu stig í efsta sæti en liðið í þriðja sæti hefur þrjú stig. HFI Uni kemur ekki Samið um bætur fyrir vanefndir Eins og við greindum'frá í síð- ustu viku voru uppi getgátur um það að Uni Arge kæmi ekki til ÍA næsta sumar. Nú er búið að stað- festa þennan orðróm. Stjórn ÍAtel- ur sig ekki hafa bolmagn til að greiða Una þau laun sem samning- ur hans kveður á um fyrir næsta tímabil og buðu honum því nýjan samning þar sem launagreiðslurn- ar til Una eru lækkaðar töluvert. Þetta sætti Uni sig ekki við og þyk- ir Ijóst að hann kemur ekki á Skag- ann næsta sumar, a.m.k. ekki í ÍA búningí. Nú éru’ í gangí viðræður á milli forráðamanna KFÍA og Una um bætur fyrir vanefndir á samning- um og er búist við að niðurstaða fáist af þeim fljótlega eftir páska. Elísa efnilegust Uppskeruhátíð Sundfélags Akraness var haldin síðastliðinn föstudag í Brekkubæjarskóla og voru þar mættir um 200 sund- menn ásamt aðstandendum sín- um. Veislustjóri var Gísli Jens Guðmundsson, fráfarandi for- maður sundfélagsins og las hann pistil um það helsta sem gerðist á liðnu ári og fyrstu mán- uðum þessa árs. Hefð er fyrir því að velja efnilegasta sundmann Akranes á uppskeruhátíðinni og fyrir valinu varð að þessu sinni Elísa Guðrún Elísdóttir. Einnig var sundmaður Akraness kallað- ur upp, en þá nafnbót fékk Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir um síð- ustu áramót. SÓK Sundmót fyrir yngra fólkiö Fyrir skömmu var haldið nýtt sundmót í Bjarnalaug áAkranesi sem er sérstaklega hugsað fyrir yngra sundfólkið. Mótið er af- rakstur samstarfs þriggja sund- félaga; ÍA, KR og Ægis. Það sýndi sig enn og aftur á mótinu hversu mikill efniviður leynist á Skaganum þar sem krakkar frá ÍA sigruðu í 15 greinum af 21. Keppt var um tvo bikara í boð- sundum, en um er að ræða far- andsbikara sem Runólfur Hall- freðsson og Ragnheiður Gísla- dóttir gáfu til minningar um Bjarna Ólafsson, skipstjóra. Krakkar frá Akranesi sigruðu í yngri flokknum en liðsmenn Ægis í þeim eldri. SÓK Flmm íslandsmeistaratitlar Eins og fram kom í Skessu- horni fyrir skömmu setti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir íslandsmet á íslandsmeistaramótinu í sundi sem fram fór í Reykjavík nýverið. Hún var hins vegar ekki sú eina af keppendum ÍA sem stóð sig vel á mótinu því árangur Skaga- manna var frábær. Auk íslands- metsins féllu þrjú Akranesmet og fimm íslandsmeistaratitlar fengu að fljóta með heim á Akranes. Kolbrún setti tvö Akranesmet- anna en hún keppti í fimm ein- staklingsgreinum á mótinu og sigraði í þeim öllum. Guðgeir Guðmundsson setti einnig frá- bært Akranesmet í 200 m flugsundi þegar hann synti á tfm- anum 2:08:31, en gamla metið setti Ingi Þór Jónsson árið 1984. Þau Kolbrún Ýr og Guðgeir voru bæði valin í liðið sem kepp- ir fyrir íslandshönd á smáþjóða- leikunum í San Marínó í sumar. SÓK IA- Stjarnan Annar tap- leikurinn í röð Skagamenn töpuðu öðrum leik sínum f röð í deildarbikarnum þegar þeir steinlágu fyrir Stjörn- unni 1-4. Það er skemmst frá því að segja að Skagamenn sáu aldrei til sólar í þessum leik og mega teljast heppnir að ósigur- inn var ekki stærri. Stjarnan skoraði fyrsa mark leiksins en Ellert Björnsson jafnaði fyrir Skagamenn um miðjan hálfleik- inn. Stjarnan komst svo aftur yfir fyrir leikhlé og bættu svo tveimur mörkum við eftir hlé. Ólafi Þórð- arsyni var vikið af leikvelli þegar um tíu mínútur Iifðu leiks. Þessi úrslit þýða að ÍA er núna í þriðja sæti síns riðils með 12 stig á eftir Grindavík og Fram sem eru með 13 stig. Skaga- menn eiga einn leik eftir í riðlin- um, gegn Tindastól þann 19.apr- íl. Örlög Skagamanna í riðlinum eru þó enn í þeirra höndum því sigur í síðasta leiknum dugir þeim til að komast í átta liða úr- slitin þar sem að Grindavík og Fram mætast í síðustu umferð- inni. HH Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Háskólanám í búvísindum (B.Sc.) Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri býður nám á þremur brautum á háskólastigi Háskólanám í búfræði: Meginsvið námsins eru auk grunngreina, búfjárrækt, jarðrækt, bútækni og hagfræði. Háskólanám í landnýtingu: Megináhersla er lögð á skipulag landnýtingar í dreifbýli, með áherslu á aðferðir við nýtingu og umhirðu úthaga, s.s. landgræðslu og skógrækt. Háskólanám í umhverfisskipulagi: Aðaláhersla er lögð á skipulag og grunnatriði landslagsskipulags og miðað að því að nemendur fái þekkingu á tengslum samfélags og náttúru. Eftir tveggja ára framhaldsnám í Noregi geta nemendur útskrifast með próf í landslagsarkitektúr. Námstími er 3 ár til B.Sc.-90 prófs eða 4 ár til kandidatsprófs (B.Se.-120) Á Hvanneyri hafa nemendur einstakt tækifæri til að iðka háskólanám í beinum tengslum við lifandi rannsóknastarf á ýmsum sviðum búvísinda með góðum tengslum við ýmsar stofnanir landbúnaðarins. Einnig eru á Hvanneyri nemendagarðar fyrir stúdenta, gott bókasafn, grunnskóli og leikskóli. Umsóknir um innritun á haustönn 2001 berist rektor fyrir 5. júní n.k. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri • s: 437 0000 311 Borgarnes • //www.hvanneyri.is Rektor i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.