Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.04.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.04.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI -15. tbl. 4. árg. 11. apríl 2001 Kr. 250 í lausasölu /Xlslmsk W 1 UPIM.YSINGArA. Tölvur uviðgerðir Símar ermingargjafir Hyrnuiorgi - 430 2200 - verslun@islensk.is Brotin rúðaí lögreglubíl Þó nokkuð var um skemmd- arverk á Akranesi um helgina. Að sögn lögreglu voru til dæmis skemmdir bílar og brotnar rúður víða um bæinn. Engu er hlíft og sem dæmi um það má nefna að framrúðan í lögreglubifreiðinni var möl- brotin þar sem hún stóð beint fyrir utan lögreglustöðina. Svanur Geirdal, yfirlögreglu- þjónn, segir það ekkert gam- anmál þar sem ómögulegt hefði verið að aka bílnum hefði verið slæmt veður sem var þó sem betur fer ekki. Einnig hefur verið mikið um það undanfarið að hljómtækj- um sé stolið úr bílum og gild- ir þá einu hvort um er að ræða fólksbíla eða vinnuvélar. Brot- ist er inn í bíla hvort sem þeir standa á bílasölum eða beint fyrir utan heimili fólks en að sögn lögreglu láta þjófarnir síður til skarar skríða þegar bílarnir eru læstir. Því er um að gera að hafa augun hjá sér og muna að læsa bílunum. Goði á Vesturlandi Aftur í biðstöðu í síðustu viku var tilkynnt að sameiningarviðræður væru hafhar milli kjötiðnaðarfyrir- tækjanna Goða og Norð- lenska en hið síðarnefnda er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga. Ef þær viðræður skila árangri er ljóst að ekkert verður af flutningi kjötvinnslu Goða í Borgarnes eins og líkur voru á um tíma. Hinsvegar liggur ekki fyrir hvað verður um þá starfsemi sem þegar er á veg- um Goða í Borgarnesi og Búðardal ef kjötvinnslan flyst á Norðurland. Kristinn Geirsson framkvæmdastjóri Goða kvaðst í samtali við Skessuhorn síðastliðinn mánudag ekki tilbúinn til að tjá sig um framtíð einstakra starfsstöðva fyrirtækisns á þessu stigi enda væri ekki búið að teikna upp rekstrarmódel hins nýja fyrirtækis. GE Skipulagsbrevtingar á Grundartanga Boðnir afarkostir segir trúnaðarmaður starfsmanna Samkvæmt heimildum Skessu- horns stendur nú til að gera skipulagsbreytingar í járnblend- inu á Grundartanga sem fela í sér að verkstjórastarfið verður lagt niður. I staðinn munu verða ráðnir nokkurs konar flokkstjórar sem munu vinna sömu vinnu og undirmenn þeirra. Þegar blaðamaður hafði sam- band við Olaf Guðmundsson, trúnaðarmann starfsmanna á Grundartanga, á mánudagskvöld- ið sagðist hann lítið geta tjáð sig um málið að sinni. „Okkur er stillt svolítið upp við vegg og eig- um að svara tilboði á morgun. Við erum ekki búnir að afgreiða þetta okkar á milli en það er margt að gerast og þetta bimar á mannskapnum.“ Ólafur segir að verkstjórar séu afar ósáttir við breytingarnar og að mikil læti og kurr séu í kringum þetta mál. „Við trúum ekki á þessar breyt- ingar og okkur hafa verið boðnir afarkostir. Málið er umfangsmik- ið en það getur orðið erfitt að setja í stað verkstjóra verkamann sem á að bera ábyrgð á hinu og þessu. I landslögum ber verk- stjórinn ábyrgðina en það gengur ekki að hafa venjulegan mann á vaktinni með sömu ábyrgð en önnur laun.“ SÓK 3 nunartími Miðvikudag Skírdag Föstuá. langa Laugardag Páskadag Annan í páskum páska 9- 21 Lokað Lokað 10- 19 Lokað Lokað er opin alla daga!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.