Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.04.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 11.04.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 2001 7 jníssunui.. Margir minnast sveitasím- ans forvera þess sjálfvirka með nokkrum söknuði. Þó það væri á yfírborðinu talið siðferðislega rangt að hlera samtöl annarra þá var athæf- ið ekki álitið svo stór synd að það tæki því að biðja Guð sérstaklega fyrirgefningar á þessu njósnastarfi þegar far- ið var með bænirnar á kvöldin. En svo fleygði tækninni fram og fólk hætti að hringja eftir kerfi kennt við Morse milli bæja, hætti að geta hlerað samtöl og í stað sveifarinnar kom skífa með tölustöfum og í kjölfarið takkasími. Og nú kom stutt- ur hamingjutími íyir þá sem eiga allt sitt undir veðri. Þegar menn jafnt inn til dala sem út við sjó misstu af veðurspánni í útvarpinu var hægt að hringja eftir spánni á Veðurstofuna gegnum Símatorg. Fiskur var dreg- inn úr sjó og taða þornaði á túnum alveg fram að næsta símareikningi. Þá gat það komið íyrir að einstaka kona benti með vísifingri á lín- una Símatorg á reikningum, horfði stingandi augum á mann sinn og spurði með þungri ásökun í rómi hvern andskotann það eigi að þýða að liggja í símanum um há- bjargræðistímann hlustandi á einhverjar dræsur fyrir sunnan rymja og stynja í símann fyrir stórfé. Dugði þá fæstum mönnum að bera því við að fyrir sextán krón- ur og sextíu aura per mínútu á Símatorgi fengist hvorki hósti né stuna, bara horfur næstu daga. Mönnum var einfaldlega ekki trúað svo sjómenn héngu aðgerðar- lausir í landi og bændur létu hey hrekjast á túnum frekar en að lenda í fyrirfram tap- aðri styrjöld við sína betri helminga og bera svo ævi- langt stimpilinn klámhund- ur og/eða dóni. Einn hvimleiðasti fylgifisk- ur símans er símasölufólk. Varla líður sú vika og stund- um varla sá dagur að ekki sé hringt og eitt og annað boð- ið til kaups, aðallega þó bækur og geisladiskar. Oft þegar bækur og bókaflokkar eiga í hlut bendir sölufólkið á að viðkomandi bók verði að vera til á hverju menn- ingarheimili, þá fer nú að togast á í manni hvort mað- ur eigi ekki að kaupa bókina á hagstæðu tilboði heldur en að allir haldi að á viðkom- andi heimili búi bara fáráð- lingar. Aftur er afskaplega auðvelt að segja nei ef manni eru boðin tuttugu bindi af Isfólkinu á tvö þús- und og fimmhundruð pakk- inn og í kaupbæti fylgi geisladiskur með Arna Johnsen. Svo er sölufólk misvel meðvitandi um það sem þeir eru að selja. Eg hef heyrt um sölumann sem bauð hátíðarútgáfu höfuð- skáldanna Gríms Ben og Einars Thomsen í skinn- bandi. Það er spurning hvort ekki eigi að prjóna við kvöldbænirnar eftirfarandi; hlíf oss við ágangi símasölu- fólks. Bjartmar Hannesson 10-11 Borgarnesi s. 437 1186 Starfskraftur óskast 10-11 óskar eftir starfskrafti í framtíðarstarf Um er að ræða vaktavinnu Einnig vantar fólk til sumarafleysinga t.d. skólafólk Nánari upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðnum Föstudagurinn langi: Hvammi kl. 14.00 Páskadagur: Stafholti kl. 14.00 Norðstungu kl. 16.00 Sóknarprestur JpflKpl Efnalaug ) Þvottahús • Hreinsum og þvoum allan almennan fatnað • 10% afsláttur af sængum, koddum og yfirdýnum í apríl • Leigjum út veisludúka • Gerum tilboð í stærri verk j Borgarbraut 55 9 Borgarnesi & 437 1930

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.