Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI -16. tbl. 4. árg. 27. apríl 2001 Kr. 250 í lausasðlu ^Vslensk Tölvur uviðgerðir Símar ermingargjafir ^rnutofgi - 430 2200 - vefslun@islensk.is Masters- nám á Hvanneyri Fyrirhugað er að bjóða upp á svokallað mastersnám við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri frá haustinu 2003. Mastersnám er einstaklingsbundið fram- haldsnám á háskólastigi en hing- að til hafa nemendur í landbún- aðarfræðum orðið að stunda slíkt nám við erlenda háskóla. Að sögn Magnúsar B. Jóns- sonar rektors Landbúnaðarhá- skólans hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um masters- námið en hann segir menn vera farna að ræða um það í fullri al- vöru og allar líkur séu á að af því verði. GE Skessuhom á nýjum stað Skrifstofur Tíðindamanna í Borgarnesi hafa verið fluttar í nýtt og glæsilegt húsnæði að Borgar- braut 23 þar sem Borgarness apó- tek var áður til húsa. Þar verða að- alskrifstofur Skessuhorns og einnig fréttaþjónusta fyrir Ríkisútvarpið og -sjónvarpið og útgáfuþjónusta Tíðindamanna. I hinu nýja húsnæði Skessuhorns verður komið upp sérstöku hljóð- veri fyrir Ríkisútvarpið sem skapar fjölbreyttari möguleika í frétta- flutningi og dagskrárgerð. Við flutninginn hefur Skessu- horn í Borgarnesi fengið nýtt síma- númer: 431 5040, fax: 431 5041. Símanúmer Skessuhorns á Akra- nesi er hinsvegar óbreytt: 431 4222. Starfsfólk Skessuhorns býður lesendum blaðsins að líta við á nýju skrifstofunni að Borgarbraut 23 en umtalsverðar líkur eru á að heitt verði á könnunni. GE Skrifitofa Skessuhoms að Borgarbraut Fjármál Knattspymufélags IA: Klippt á skuldahalann Bjargráðanefndin, svokallaða, sem skipuð var á síðasta ári til að rétta við fjárhag knattspyrnufélgags IA skilar væntanlega af sér í lok þessa mánaðar. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra á Akranesi, eins nefhdarmannanna er félagið orðið nánast skuldlaust eftir þær aðgerðir sem átt hafa sér stað á síð- ustu mánuðum. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni skuldaði Knattspyrnufélag IA um 70 millj- ónir í lok síðasta árs en að sögn Gísla eru innan við tvær milljónir eftir af skuldahalanum í dag og vonir standa til að félagið standi á núlli um næstu mánaðamót. Stór hluti af kröfum lánadrottna hefur fengist niðurfelldur og einnig hefur félagið selt eignir til að greiða niður skuldir. Meðal annars keypti Akranesbær æfingasvæði félagsins ásamt ýmsum lausafjármunum í tengslum við vallarsvæðið á fimmt- án milljónir og einnig seldi félagið íbúð sem það átti á Akranesi. „Við- tökur hafa verið góðar hjá þeim sem við höfum þurft að leita til og megnið af smærri kröfum hafa fengist niðurfelldar með öllu og aðrir hafa lækkað sínar kröfur veru- lega. Þetta hefur því gengið bæði hraðar og betur en við höfðum vonast eftir og við erum þakklátir fyrir viðbrögðin," segir Gísli. Hann ítrekaði hinsvegar að rekstur félags- ins yrði áffam í járnum þrátt fyrir að skuldahalinn væri að hverfa. Nýju rekstrarfélögin þrjú fara hins- vegar vel af stað sýnist mér og gefa ástæðu til bjartsýni en það er ljóst að beita verður aðhaldi í rekstri og menn fara ekki í stórfjárfestingar í leikmönnum á næstunni. Við vitum hinsvegar að við erum með gott lið og gott baldand við getum náð ár- angri þótt við sníðum okkur stakk eftir vexti,“ segir Gísli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.