Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. APRIL 2001 JilSKÍunu^ Ferðasaga frá Jaðarsbakkabræður er merkilegur félagsskapur eldri knattspyrnu- manna á Akranesi. Þar ræður nú ríkjum Ellert kapteinn Ingvarson. Ráðgjafar hans, Gilli bæjó og Gunnar „beiker“ Sigurðsson lögðu það til í janúar s.l. að farin yrði hvatningarferð til Stoke í því skyni að snúa við misjöfnu gengi Stók- verja og heilsa upp á Jaðarsbakka- bróðurinn Guðjón Þórðarson. Á- kveðið var að fara í lok marsmánað- ar og sjá Stoke City berja á liði Bristol Rovers. Eftir nákvæman og ítarlegan undirbúning fengu 30 Jaðarsbakka- bræður og velunnarar Skagaliðsins sæti í þessari miklu ferð. Ferðaá- ætlunin var einföld: Flogið skyldi til Glasgow þann 30. mars, aka til Stoke og sjá liðið spila, en halda síðan þann 1. apríl til London og fljúga heim. Með þessu fyrirkomu- lagi var Bretland skoðað endilangt á einni helgi um leið og litið var á Guðjón og lærisveina hans. Á undirbúningsfundi fyrir ferð- ina mátti sjá að ferðalangarnir tóku hlutverk sitt alvarlega og mátti ætla að sumir væru á leiðinni í keppnis- ferð eins og forðum. Leiðsögu- menn komu á framfæri áhyggjum yfirdýralæknis og vöruðu við gin- drykkju, enda margsannað að of mikið gin leiddi til riðu og síðan klaufaveiki. Kom síðar á daginn að allir fylgdu leiðbeiningum yfirdýra- læknis. Á slaginu 05, föstudaginn 30. mars rann rúta frá Reyni Jóhanns- syni úr hlaði á Jaðarsbökkum áleið- is til Keflavíkur. Spennan magnað- ist og Matthías Hallgrímsson sagð- ist vera með „skóna“ með sér ef á þyrfti að halda - enda hefur maður- inn engu gleymt frá fyrri tíð. Björn Lárusson hafði einhverjar áhyggjur af því að sjoppan yrði opnuð á rétt- um tíma meðan hann væri í burtu, en Jón Gunnlaugsson var rólegur, enda hafði maðurinn aðeins verið á Islandi í tæpa viku frá áramótum. A þessari ögurstundu var öllum hugg- un að hafa með í ferðinni forstjóra Landmælinga Islands, sem rýndi haukfránum augu á landakort og færði inn jafn óðum staðsetningu og stefnu. Kom á daginn að hópur- inn komst til Keflavíkur og þaðan með þægilegu flugi til Glasgow, en þar mætti hópnum 11 stiga hita- svækja. Ekki reyndist erfitt að finna rútuna, sem pöntuð hafði verið - hún var vel merkt Akranesi og hin rennilegasta og var nú lagt af stað á- leiðis til Stoke, en þangað var áætl- að að tæki um fjórar klukkustundir að aka. Ferðin sóttist vel. Ut um gluggana mátti líta græna haga og reykjabólstra sem minntu á hremmingar heimamanna, en um borð í vagninum var spilað á spil og gítar auk þess sem rifjðaðar voru upp afrekssögur knattspyrnumanna af Akranesi. Einhver hafði smyglað áfengi um borð, en þar sem flestir í hópnum voru bindindismenn og þetta var íþróttaferð þá var varning- urinn gerður upptækur og tók hver sinn skerf í hófi. Til fyrirheitnuborgarinnar - Stoke - var komið um kaffileytið og bar þar brátt að hinn eina sanna Guðjón Þórðarson. Ekki var til set- unnar boðið því hann bauð liðinu á heimili sitt þar sem hann og Hrönn kona hans héldu ferðalöngunum samsæti. Þangað kom einnig Stoke hryggurinn í Stoke-liðinu þeir Brynjar, Bjarni Guðjóns., Stefán Þórðar., Birkir og Rikki Daða. og urðu miklir fagnaðarfundir eins og nærri má geta. Hófst þar verkefni Jaðarsbakkabræðra við að segja pilt- unum aðeins til varðandi leikinn daginn eftir og virtust drengirnir taka vel eftir og var upphitun þess- ari lokið með því að syngja Kátir voru karlar. Við góðan málsverð á veitingastað í borginni flutti Guð- jón Þórðarson magnþrungna ræðu. Hann rifjaði m.a. upp atvik í leik Skagamanna gegn Dynamo Kiev þegar Björn Lárusson brenndi af vítaspyrnu á síðustu mínútum leiks- ins, sem hefði sent þetta magnaða lið úr keppni. En Björn mun hafa litið í augun á markverðinum, gert sér grein fyrir eymd hans í Síberíu ef hann skoraði, svo hann tók þá á- kvörðun að spyrna framhjá. Verð- ur mannúð Björns og háttvísi seint metin að verðleikum. Upp rann laugardagur skýr og fagur. Nú leið að leik og haldið var á Britania-stadium. Fyrir leik var leikvangurinn skoðaður í fylgd heimamanna og sest að snæðingi í hópi aðdáenda Stoke. Þar hélt und- irritaður magnaða tímamótaræðu, sem heimamenn gerðu að góðan róm, stóðu úr sætum og klöppuðu lengi, vel og innilega. Og loks hófst leikurinn. Frá fyrstu mínútu var ljóst að nálægð Jaðarsbakkabræðra hafði áhrif. Stókverjar voru frískir, en aðkomumenn frá Bristol áttu í vök að verjast. Aðeins voru liðnar nokkrar mínútur þegar heimamenn voru komnir marki yfir og þrjú til viðbótar fylgdu áður en Bristol- menn náðu að klóra í bakkann með ólánsmarki. Matt taldi reyndar að hann hefði átt erindi inná og senni- lega hefði Karl Þórðarson einnig getað gert góða hluti á kantinum, en sá hluti vallarins virtist mönnum fremur lítt notaður. Töldu menn að fjarlægja ætti skilti við hliðarlín- urnar þar sem á stóð: „Gangið ekki á grasinu.“ en leikmenn virmst fara í einu og öllu eftir þeim leiðbein- ingum og héldu sig miðsvæðis í einn og hálfan tíma. Guðjón Guð- mundsson læknir hafði mikinn á- huga á leiknum og taldi á köflum að hann ætti erindi inná - sérstaklega þegar brast og glumdi í leggjum eftir harðan atgang. En ætlunar- verkið tókst - Stoke City var komið á sigurbraut. Svá var kveðit: Glotti hann og girti brók, GuSjón okkar maöitr, dýrmœt vann þar stigin Stoke, stuöningher var glaður. Að leik loknum var haldin mikil sigurhátíð við góðan málsverð þar sem Guðjón Þórðarson flutti enn og aftur magnþrungna ræðu og Þórður Guðjónsson, sem hafði nærri skorað gegn Liverpool fyrr um daginn, heiðraði samkomuna með nærveru sinni. Sigurður O- lafsson, sem loksins var að hætta sem framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Akraness eftir 36 ára starf, stóð fyr- ir fjöldasöng ásamt undirrituðum - innfæddum og ferðalöngum til ó- mældrar ánægju. Var því næst gengið til náða og kröftum safnað fyrir Lundúnaferð. Árla morguns var Guðjón Þórð- arson kvaddur og honum lagðar nokkrar lífsreglur um hvemig ætti að standa að verki í næstu leikjum liðsins, en því næst ekið til London. Þar var dvalið í Covent Garden daglangt, hlýtt á söng og fylgst með götulistamönnum, sem mættu á staðinn í tilefni dagsins. „Og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó....“ því eftir notalegt flug til Is- lands skilaði hópurinn sér á Jaðars- bakka kátur og reifur. Stoke-ævin- týri Jaðarsbakkabræðra var lokið en menn að sjálfsögðu reiðubúnir að skreppa aftur til Guðjóns ef á þyrfti að halda. Verra var að í fjarveru hópsins hafði Skaginn steinlegið fyrir Stjörnunni 4-1 - en það er ekki hægt að vera alls staðar. Gísli Gíslason, bæjarstjóri. ^Písncihornið Loksins var það lús og skítiir held aS þaS se' Drottins verk aS dætna Um svipað leyti komþað fram í fréttum að Eg held aS þaS se' Drottins verk aS dænta um dyggSir fólks og þaS sem miSurfer. En þjóS sem lætur þessa athöfii sæma þarf aS biSja GuS aS hjálpa sér. Mér hefur verið bent á að líklega hafi ég farið rangt með aðra hendinguna í vísu Rós- bergs Snædal í síðasta þætti og rétt muni hún vera á þessa leið: Ekki varS hans Itkfylgd löng, liSnum margur brigslar, hér ogþar í hálfa stöng hanga fallnir víxlar. Eg þakka tryggum lesara fyrir ábending- una og lít svo á að hér sé um að ræða lið í al- tækri gæðastjórnun sem nú tröllríður öllu og þá væntanlega vísnaþáttum líka. Að undan- förnu hefur staðið yfir námskeiðahald í gæðastýringu í sauðfjárrækt og eins og geng- ur hafa menn misjafnar og margbreytilegar skoðanir bæði á gæðastýringu og fram- kvæmd hennar. Böðvar Þorsteinsson stakk eftirfarandi að Lárasi Birgissyni á einu nám- skeiðinu: Hræri ég í galdra graut í gæSa potti, bara aS ekki brenni viS, botninn er af nýjum siS Tölvan hefur tekiö viö og tölum raöar, þú skalt ekki þræta góði þaö er ekki nokkur gróði. Bráðum vænkast bænda hagur meS bókarlestri, gæSastjómun geðið léttir, glaSur bóndinn seðlum flettir. Á námskeiði vestur í Dölum komu eftir- farandi hugleiðingar ffá Sigurði Þórólfssyni: Sauðfjárbændur fierðu fórn, fyllast gleði á nýju vori. Því gæðastýring, gæðastjóm, gerir okkur létta í spori. AlagsgreiSslur efþúfærð eftir gæSastýringunni lífskjömm þií næstum nærS sem nálgastþá í „menningunni“: Raunar hef ég aldrei skilið almennilega þetta merkilega orð „menning“ og hef helst hallast að þeirri skýringu sem Steinn Stein- arr fékk í æsku hjá fóstru sinni að þetta væri rímorð sem þeir fyrir sunnan notuðu til að ríma á móti „þrenning“. En hvað sem allri menningu líður þarf að halda áfram með gæðastýringuna og Guðjón Torfi, sonur Sig- urðar gaukaði þessari vísu að „boðendum orðsins“: Lárus ogjói úr himnahæöum heimsækja okkur í Dölum. Sýna oss hvemig við sjálfstýmm gæðum sauðfjár er liföi í kvöhmt. Ekki er þó öruggt að allir séu sammála því að það eitt sé skilyrði til þess að framleiða gott lambakjöt að allt sé skrifað á blað og aldraður fjárbóndi sem hingað til hefur get- að náð ágætum árangri án mikillar ritfanga- eyðslu setti saman eftirfarandi hugleiðingu um gæðastýringuna og síðasta búvörusamn- ing: Langt er síðan lamb hitts stnáa og snauSa var lagt á borð í veislu hójðingjans. Margir gimast gullið fagurrauða oggleyma alveg skyldum kristins matms. Þófinnst sumum þessi Ijóta saga þéna vel til gæðastýringar, ef siðalögmál lítt eða ekki baga en laða fram hið rétta hugarfar. Utiýmingarherferð á að hefia og hýrudraga smælingjana mest I skuldafiötra skal þá hiklaust vefia, það skilar góða árangrinum best. Ég ætla ekki að hætta mér mikið lengra út í hugleiðingar um landbúnaðarkerfið enda á þetta að vera vísnaþáttur en ekki eingöngu þjóðfélagsgagnrýni og ýmsar skoðanir í gangi. Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti lagði ffam eftirfarandi fyrripart: Gæðastýrðir gerast menn ntí. Mun gróðinn aukast í buddunnii Ólafur Jóhannesson á Hóli botnaði: Efbændur reyna að reka sín bú eftir rugli sem stendur í skniddunni. En tökum nú upp léttara hjal. Kornungur lærði ég vísu um Halldór Laxness sem mér fannst aldrei geta verið alveg rétt en nú fyrir smttu heyrði ég hana í gömlum útvarpsþætti eins og mér þykir líklegt að hún hafi verið ort í upphafi: Launin Nóbels Laxness hlýtur, lof óspart og krónur margar. Loksins varþað lús og skítur landitiu sem varð til bjargar! Höfundur mun vera séra Helgi Konráðs- son á Sauðárkróki. Eitt af því sem hefur verið töluvert til umræðu manna á meðal að undan- förnu er vændi á Islandi og skilgreining þess. I fréttum um daginn heyrðist það nefht að konur allt að sjötugu stunduðu vændi og veit ég ekki hvemig það fellur undir gæðastýr- ingu. I tdlefni þessarar fféttar orti Hreiðar Karlsson: Margur fetar myrkan villustig, mannsins eðli verSur trauðla breytt. Gamlar konur þurfa að selja sig og sutttar fyrir minna en ekki neitt. vændi væri því aðeins ólöglegt að það væri stundað sem aðalatvinna og varð það Vigfúsi Péturssyni tilefni efrirfarandi hugleiðingar: Stelpum sem að stífni lina og strætin mæla oft í býtið má borgafyrir hrúkunina - bara efþað er nógu lítið! Þegar þetta blað kemur út verður komið sumar samkvæmt almanakinu enda streyma nú farfuglarnir sem óðast til landsins. Reynold Richter sá í fögru kvöldveðri á dög- unum nokkra þreytulega sendlinga spóka sig í fjörunni nærri Straumsvík og varð að orði: Logagyllt um loftin blá líður sólin vestur. Fjönigrjótið fegitin á fæti tyllir gestur. Að endingu langar mig að spyrja lesendur mína hvort þeir kannist eitthvað við eftírfar- andi klásúlu sem rak á fjörur mínar fyrir stutm og getí frætt mig á því hvort hér er um að ræða vísuhelming eða aðeins staðbundið málfar, jafnvel eins manns, sem hefur þá ver- ið raðað saman: Hoppitrítill (Snúningastrákur) kom svo seitit með Halaterrumar (kýniar) að hljóðagestur (presturinn) stiginn var í orðapont- una (predikunarstólitm). Með þökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðtim 320 Reykholt S435 1367

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.