Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 11
^ttCssunuK. FIMMTUDAGUR 27. APRIL 2001 11 Það er spuming??? Hvaða málshdttur var í páskaegginu þínu? (Spurt í Grunmkólanum í Borgamesi) Helga Björk Pedersen, - Eg man það ekki Hjálmar Guðjónsson, -Margur er klár þótt hann se' smár Rakel Ósk Þorgeirsdóttir, -Þögn er betri en þaijlaus neða Margrét Brynjarsdóttir -Hollust er móðwhöndin Oddný Björk Bjömsdóttir, -Ég rnan það ekki Ami Gunnarsson -Hver er sinnar gæfu smiður ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Vel heppnuð æfingaferð Meistaraflokkur ÍA í knattspyrnu kom heim á skírdag eftir vei- heppnaöa æfingaferð ( Þýska- landi. Leikmennirnir dvöldu í viku við æfingar auk þess að leika tvo æfingaleiki. Æft var að jafnaði tvisvar á dag alla dagana við mjög góðar aðstæður á æfingasvæði bæjarliðsins. Ekki voru veðurguð-. irnir þó fylgjandi því að láta sólina skína á föla íslendingana ( Þýska- landi þessa vikuna. Það rigndi eitthvað flesta dagana og hitastig- ið var á bilinu 8-12 gráður. Ekki kvörtuðu menn þó í neinu mæli enda ýmsu vanir, gleðin við það að komast á gras í fyrsta skipti síðan á síðustu öld var hryggðinni yfir veðrinu sterkari. Hópurinn dvaldi í smábænum Stralen sem er um 40 km frá Krefeld, heimaborg knattspyrnu- liðs Gunnlaugs Jónssonar þessa stundina, KFC Uerding. Leikirnir tveir voru spilaðir á æf- ingasvæði þeirra Stralverja á þriðja og fimmta degi ferðarinnar. Fyrri leikurinn var gegn aðalliði Stralen ,sem er hálfatvinnu- mannalið í fjórðu deiidinni, og vannst sá leikur nokkuð örugg- lega 3-0 eftir að staðan hafði ver- ið 0-0 í hálfleik. Hálfdán Gislason náði að enda markaþurrð sína að undanförnu og setti tvö fyrstu mörkin, Garðar Gunnlaugsson skoraði síðan þriðja markið, en mark Garðars var það fyrsta sem hann gerir fyrir mfl. ÍA. Síðari leikurinn var gegn at- vinnumannaliðinu KFC Uerding. KFC Uerding var stórlið á þýskan mælikvarða þar til fyrir nokkrum árum að liðið missti stærsta styrktaraðila sinn sem leiddi til þess að liðið féll um tvær deildir á fáum árum, úr þeirri efstu í þá þriðju þar sem að liðið er sem stendur í sjöunda sæti. Þar sem að Uerding hafði spilað leik tveim- ur dögum áður og átti annan leik tveimur dögum síðar stilltu þeir upp hálfgerðu varaliði, þó tóku sjö fastamenn þátt í leiknum gegn ÍA. Skagamenn spiluðu leikinn mjög vel og áttu ekki í miklum vand- ræðum með að tryggja sömu markatöiu og í leiknum á undan, 3-0. Guðjón Sveinsson skoraði í fyrri hálfleik og Hálfdán og Harald- ur Hinriksson bættu við tveimur mörkum í þeim síðari. Eins og áður segir voru allar að- stæður til fyrirmyndar, æfinga- svæðið gott, hótelið fínt og matur- inn afbragð. Þessi ferð ætti því að vera góðu grunnur til að byggja lokaundirbúningin fyrir mót á, en það er aðeins rétt tæpur mánuður í fyrsta leik íslandsmótsins. Synt fyrir páskaegg Þann 11. apríl síðastliðinn fór fram hið árlega sundmót í Bjarna- laug á Akranesi þar sem allir þátt- takendur hljóta páskaegg að launum fyrir þátttökuna. Um 140 krakkar á öllum aldri tóku þátt en nú er svo komið að iðkendur hjá Sundfélagi Akraness eru 180 tals- ins ef sundskólinn er með talinn. Að sögn Eyleifs Jóhannessonar, þjálfara krakkanna, hefur iðk- endafjöldi aukist um 25-30% á þessum vetri. Mótið í Bjarnalaug er hugsað sem nokkurs konar sýning fyrir foreldra yngri barn- anna og eldri krakkarnir mæta og synda fyrir yngri börnin. Mótið hefur frá upphafi verið keppni um tíma en nú var ákveðið að allir sætu við sama borð. Þannig voru nöfn þeirra keppenda sem luku sundinu löglega sett í pott og þeir keppendur sem fengu stærra páskaegg dregnir úr honum. Áður voru það þeir keppendur sem lentu í þremur efstu sætunum sem fengu stóru eggin. SÓK Happasælir kappar stappa á Hnappadal Halifaxhreppur 3 - Miklaholtshreppur O lllt er að falla úr öftustu deild segir máltækið en ár hvert fellur eitt lið úr þriðju deildinni ensku. Bíða þeirra er þar hafna þau öm- urlegu örlög að spila við hin verstu lið í utandeildakeppni hinna gleymdu, forsmáðu og yfir- gefnu ógæfuliða. Með glæstum 3-0 sigri á Mikla- holtshreppi (Macclesfield) á laug- ardag náðu Faxar að skjótast upp úr botnsætinu illræmda en Pétur var ekki lengi í Pelican, þvf tveim- ur klukkustundum síðar unnu hin botnliðin einnig frækna sigra og aftur verma Faxar því sætið vonda. Enn eru þó nokkrir leikir til stefnu og sigurinn góði í ati helg- arinnar sýnir að Föxum eru allir vegir færir. Krákur frá Mið-Fossum (Craig Middleton) gaf tóninn á 15. stund- arkorni þegar hann framsendi fyr- irgjöf Almars Reynissonar (Alan Reilly) rakleiðis í markið með fögru fleigbogasniði. Faxar gáfu enn í og skömmu fyrir kaffi skoraði markahrókurinn ógurlegi, Stefán Vagnsson (Steve Kerrigan), 18. mark sitt í vetur eft- ir sérdeilis þokkafullan samleik við þá Mikjál Dragþóruson (Michael Proctor) og Njál Rauð- grana (Neil Redfearn). í leikhléi gæddu Faxar sér á huggulegum kaffi- veitingum í boði Kvenfé- lags Halifaxhrepps og ræddu um fjárkláðann. Mettir á líkama og sál ruddust þeir inn á völlinn og skoruðu þriðja markið aðeins 9 stundarkornum eftir að dómarinn þeytti lúður sinn til merkis um að kaffisamsætinu væri lokið. Þar var Stefán Vagnsson aftur á ferðinni en ekki skyldu menn gleyma framlagi Péturs Más Finnssonar (Peter Murphy) til marks þessa því hann þrumaði í markstöngina beint úr aukaspyrnu úr ógurlegri fjarlægð. Af stönginni hrökk sá hnöttótti fyr- ir fés Stefáns og mættust þar stál- in stinn, kollurinn og knötturinn. Faxar voru að vonum kátir að kveldi dags og fjölmenntu á Dússabar (Dusty's Bar). Enskur Stefán Vagnsson Ingimar þandi nikkuna og Faxar sungu við raust: Ekki er aö spauga með hali í Halifax halir þessir halda velii Halifax til hags! Hefur veriö sagtþaö um Halifaxamenn aö hart þeir sóttu sigra - og sækja þá enn BMK/JF Molar Skallagrímsmenn léku tvo æfingaleiki í síðustu viku, báða á Akranesi. Fyrri leikur- inn var gegn 2.flokki Skaga- manna og vannst sá leikur 3-2. Leikurinn þótti nokkuð harður af æfingaleik að vera en þrem- ur leikmönnum var vikið af leikvelli, tveimur Skallgríms- mönnum og einum Skaga- manni. Skallarnir sigruðu svo 3.deildarlið Bruna 5-1 á laug- ardaglnn síðasta. Markaskor- arar voru Valdimar (2), Hilmar Hákonarson, Guðlaugur Rafnsson og Lúðvík Gunnars- son sem skoraði með þrumu- skoti beint úr aukaspyrnu. Síðustu tveir leikir Skalla- gríms í riðlakeppni Deildarbik- arsins eru um næstu helgi. Á föstudaginn mæta þeir HK og sunnudaginn leika þeir gegn Fjölnismönnum. Skallagríms- menn þurfa að ná fjórum stig- um úr þessum tveimur leikjum til að komast áfram úr riðlinum, þó er hugsanlegt að sigur gegn HK dugi en það fer eftir úrslitum annarra leikja. Skagamaðurinn Aðalsteinn Víglundsson hefur verið ráð- inn aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar með knattspyrnu- lið ÍA næsta sumar. Aðalsteinn, sem er búsettur í Reykjavík, þekkir knattspyrnuna á Akra- nesi mætavel en hann lék með liði ÍA um árabil. Aðalsteinn kemur til með að stjórna Skagaliðinu frá hliðarlínunni þegar Ólafur er sjálfur að spila. Ólafur hafði Aðalstein sér við hlið þau tvö ár sem hann þjálf- aði Fylki og bar það samstarf, eins og flestum ætti að vera kunnugt, ríkulegan ávöxt. Áki Jónsson hefur hafið störf sem vallarstjóri á Akranesvelli. Áki tekur við starfi Alexanders Högnasonar en hann gegndi þessu starfi síðasta sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.