Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 26.04.2001, Qupperneq 1

Skessuhorn - 26.04.2001, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI -17. tbl. 4. árg. 26. apríl 2001 Kr. 250 í lausasölu ^AÍslensk V 1UPH V SINGAIAKNI t>i mw' ró'JÖ Tölvuviðgerðir ffifermingargjafir r [Hyrnutorgi - 430 2200 - verslun@islensk.is Strandaði á malar- bing Trillan Kló RE 3 3 strandaði í Grundarfjarðarhöfn laust fyrir hádegið á þriðjudag. Báturinn steytti á malarpúða sem verið er að byggja upp fyrir lengingu bryggjunnar. Skipstjórinn mun ekki hafa veitt athygli merking- um vegna hafnarframkvæmd- anna og keyrði því í malarbing- inn sem maraði í hálfu kafi. Þegar fjaraði út var báturinn nánast á þurru en hann náðist á flot um þrjúleytið þegar flæddi að á nýjan leik. Báturinn er nánast óskemmd- ur eftir strandið, aðeins lítils- háttar skemmdir á skrúfu. GE Fjöliðjan í rekstrar- erfiðleikum Hringveginn burt? Fjöliðjan á Akranesi hefur sent bæjarráði bréf varðandi rekstrar- erfiðleika vinnustaðarins og hef- ur bæjarráð í framhaldi af því beint þeirri eindregnu áskorun til félagsmálaráðherra og þing- manna Vesturlands að fjárhags- vandi vinnustaðarins verði leyst- ur. Fjöliðjan er eins og menn vita verndaður vinnustaður fyrir fatlaða á Akranesi auk þess sem starfsemi er einnig í Borgar- byggð. Gísli Gíslason, bæjar- stjóri, segir að vandi staðarins sé meðal annars til kominn vegna þess hve sú stefna sem stjórnvöld hafa varðandi starfsemina sé ó- ljós. „Vernduðum vinnustöðum er ætlað að afla ákveðinna sér- tekna og annast 'iendurhæfingu, en vegna skertrar starfsorku þeirra sem þar vinna er vand- meðfarið hvort lagt er kapp á sértekjurnar eða endurhæfing- una.“ Akraneskaupstaður kom Fjöliðjunni á laggirnar ásamt fleiri aðilum svo sem Sjálfs- björgu og SSV og að sögn Gísla hefur ætíð verið kapp lagt á að starsemin hentaði sem best því fólki sem þangað hefur þurft að leita. „Það hefur í gegnum árin gengið vel en því miður hefur fjárhagshliðin alltaf verið erfið. Þar hefur hins vegar verið unnið frábært starf í gegnum tíðina þótt stakkurinn hafi verið þröngt skorinn.“ SÓK Síðastliðið þriðjudagskvöld var haldinn kynningarfundur á Hótel Borgarnesi þar sem fjallað var um skýrslu sem ber heitið Þjóðvegur 1 um Borgarnes - samanburður valkosta. Skýrslan var unnin af Borgarnesnefnd sem er samstarfsnefnd bæjar- stjórnar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um athugun helstu valkosta á framtíðarlegu Þjóðvegar eitt um Borgarnes. Fundurinn var mjög vel sóttur og áhugi bæjarbúa á málefninu auðsjáanlegur. Fjallað var um helstu kosti og galla þess að hafa veginn þar sem hann er annars vegar og að flytja hann út úr bænum og niður að sjó hins veg- ar. Sjá allt um fundinn og það helsta sem þar kom fram á blað- síðu 5. SÓK Afimelis- blað Stangaveiðifélag Akraness er 60 ára þann 1. maí næst- komandi. Af því tilefni hefur félagið gefið út afmælisrit sem fylgir Skessuhorni í dag.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.