Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 2
1 FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2001 Skemmdi bíl Aðfaranótt síðastliðins laugar- dags, um klukkan hálfsex, varð ör- yggisvörður Oryggisþjónustu Vest- urlands var við áflog við umferðar- ljósin á Akranesi. Þar hafði maður, sem augljóslega var undir áhrifum áfengis, ráðist á hóp ungra manna sem voru á heimleið. Aður hafði maðurinn verið með mikil læti fyr- ir utan heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands og verslunina Skagaver og vöknuðu margir í húsunum í kring við ólætin. Mennirnir leituðu aðstoðar öryggisvarðarins og kall- aði hann til Lögregluna á Akranesi. Maðurinn komst hins vegar undan, hljóp sem fætur toguðu inn í ná- lægan garð við Vogabraut og létti á sér á grilli sem þar var staðsett. Eft- ir það klifraði hann upp á þak bíl- skúrs í næsta húsi og stökk niður á bifreið sem var lagt fyrir neðan. Bifreiðin var nýleg og skemmdist hún talsvert. Kalla varð til lögreglu á bakvakt til að leita að manninum auk þess sem áðumefndur öryggis- vörður aðstoðaði við leitina. Er hann loksins fannst á Vallholti veitti hann harða mótspyrnu og reif meðal annars einkennisbúning eins lögregluþjóns. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns þurfti að beita gasi á manninn og var hann færður á lögreglustöðina eftir það. SÓK Fótboltamenn á Skagatorgi? Drög að samningi um kaup á listaverkinu Fótboltamenn eftir Sigurjón Olafsson liggja nú fyrir og að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra Akraness, er vonast til að gengið verði frá samningum innan tíðar þannig að verkið verði komið til bæjarins til uppsetningar í haust. „Verkið á sér merkilega sögu og það „týndist" m.a. í Danmörku í mörg ár en fannst aftur fyrir nokkrum árum síðan. Þá var það selt á uppboði til velunnara Lista- safns Sigurjóns Olafssonar sem gáfu saíhinu það.“ Gísli segir að ætlunin sé að láta steypa verkið í brons og verður það 2,5 metrar á hæð. „Eins og vitað er þá eru 50 ár liðin frá því að Skagamenn urðu fyrst Islandsmeistarar í knattspyrnu í meistaraflokki karla og það er m.a. í tilefhi þess sem áhugaefhi er að koma verkinu upp.“ Gert er ráð fyrir að staðsetja verkið á hring- torginu við Garðabraut (Skaga- torg). Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir en nú þegar eru til um 3 milljónir króna upp í kostnað. Landsbankinn, VIS og Landsbréf hafa stutt dyggilega við verkefhið auk þess sem menningarsjóður sem lagður var niður á síðasta ári verð- ur lagður í verkefnið. „Við vonumst til þess að fleiri aðilar verði okkur innan handar með að ljúka fjár- mögnun, en verkið verður án nokk- urs vafa veruleg bæjarprýði þegar það verður sett upp,“ segir Gísli Gíslason. SÓK Nýsköpunardagur á Bifröst Síðastliðinn mánudag kynntu nemendur Vðskiptaháskólans að Bifröst vikulangt starf sitt að mótun viðskiptahugmyndar. AJls komu fram 26 hugmyndir sem á- ætlanir hafa verið unnar um. Gerð viðskiptaáætlana var að þessu sinni viðfangsefni samþætt- ingarverkefnis sem stendur yfxr í eina viku á hverju misseri hjá 1. og 2. árs nemum. Þar er hinum ýmsu námsgreinum blandað saman á þverfaglegan hátt og verkefnið jafnan unnið í hóp- vinnu. Þetta vikulanga verkefni nem- enda var unnið í samvinnu við Nýsköpunarsjóð og verða bestu verkefnin send í keppnina Ný- sköpun 2001. GE Einn vinnuhópanna setur sig tstellingar til aS kynna viðskiptahugrnynd sínafyrir dómnefnd. Mynd: GE Óeðlilegt að ríkisvaldið dragi lappimar segir Tón Valgarðsson, oddviti Hvalfjarðarstrandahrepps Stækkun álversins á Grundar- tanga úr 90 þúsund tonna ársfram- leiðslu í 180 þúsund tonn hefur verið mikið í umræðunni undanfar- ið og Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, hefur verið ásökuð um að tefja málið. Jón Valgarðsson, oddviti Hvalfjarðarstrandahrepps, sagði í samtali við Skessuhorn að hann væri því sammála. „A sínum tíma var gert ráð fyrir því að álver- ið yrði stækkað upp í 180 þúsund tonn og umhverfismat og starfsleyfi fyrirtækisins gerðu ráð fyrir því frá upphafi og þess vegna ætti álverið að vera stækkað upp í þetta sem fyrst. Eg er mjög jákvæður fyrir því og mér finnst óeðlilegt af ríkisvald- inu að draga lappirnar í þessu máli og tefja fyrir stækkuninni. Við eig- um hins vegar eftir að taka afstöðu til stækkunar umfram þessi 180 þúsund tonn, hvort sem það er í 200 eða 240 þúsund tonn, og mörgu er ósvarað í því sambandi. Þessa stækkun erum við hins vegar búnir að samþykkja og við ætlum að standa við þá ákvörðun." Jón segir mikla hagsmuni vera í húfi fyrir svæðið og Vesturland í heild. „Þetta er varanlegasta upp- bygging á atvinnufyrirtæki sem er á svæðinu, það hefur sýnt sig. Burt- séð frá gerð Hvalfjarðarganganna er bygging álversins og stækkun járnblendisins ótvírætt það sem skipti sköpum varðandi uppbygg- ingu á svæðinu. Atvinnutækifærum hefur fjölgað til muna, íbúum og byggingum á Akranesi einnig. Ibú- um í hreppunum hér í kring hefur einnig fjölgað og veruleg upplyft- ing hefur orðið í Borgarnesi. Málið nær töluvert lengra og ég myndi segja að þetta hafi ótvírætt þýtt uppbyggingu fyrir Vesturland í heild.“ Jón segir mikilvægt að halda þessari uppbyggingu áfram, ekki hvað síst til þess að aðstandendur álversins komist til að byggja upp í þær stærðir sem þeim er hagkvæmt að reka. „Eg tel að með stækkun at- vinnusvæðisins séum við alveg til- búin að mæta stækkun upp í 180 þúsund tonna ársframleiðslu til að fjölga atvinnutækifærum. Þetta var okkar skoðun á sínum tíma og hún er óbreytt.“ Jón segir mikilvægt að grænt ljós verði gefið á stækkunina sem fyrst. „Alversmenn hafa sagt okkur frá því að þeir hafi milli handanna á- kveðið fjármagn sem þeir ætli að fjárfesta fyrir. Ef þeir fá ekki að gera það hér, gera þeir það annars staðar. Mér finnst mikilvægt að þeir geti þá nýtt það fjármagn í Grundartanga sem þeir þurfa að koma í lóg.“ SÓK Settar verði reglur um brot á vmveitingalögum Bæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum að fela bæjar- ritara að leggja fram tillögu að starfsreglum um viðbrögð við brotum gegn reglum um vínveit- ingaleyfi. Gísli Gíslason, bæjar- stjóri, segir að eins og standi séu ekki til sérstakar reglur um hvernig skuli fara með mál þegar reglur um vínveitingaleyfi séu brotin. „Hingað til hefur ekki komið til þess að grípa þurfi á málum, en af gefnu tilefni er ljóst að þessara reglna er þörf. Kemur þá annars vegar til álita að á- minna þá sem brjóta gegn regl- unum og beita sviptingu leyfis ef brot eru ítrekuð.“ Gísli segir að almennt hafi ekki borið á því að vínveitingareglur séu brotnar, én að bæjaryfirvöldum hafi borist skýrsla frá lögreglu þar sem útlit sé fýrir að reglurnar kunni að hafa verið brotnar. „Ef svo er þá er ljóst að bregðast verður við því.“ SÓK Deildarstjórar í gnmnskólana? Skólastjórar og aðstoðarskóla- stjórar Brekkubæjar- og Grunda- skóla sendu bæjarráði Akraness bréf á dögunum varðandi ráðn- ingu deildarstjóra fyrir grunn- skólana í bænum. Bæjarráð hefur samþykkt að fela Helgu Gunnars- dóttur, menningar- og skólafúll- trúa að skoða málið en bæjarráð ætlar í framhaldi af því að kalla viðkomandi aðila til viðræðna. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að á þessu stigi sé verið að skoða uppsetningu á skipuriti grunn- skólanna og rökstuðning skóla- stjóranna fyrir ráðningu deildar- stjóra. „I nýgerðum kjarasamn- ingum kennara er meðal annars raðað inn í samninginn starfsheit- um deildarstjóra, en á höfúðborg- arsvæðinu hefur verið ráðist í ráðningu slíkra starfsmanna. Nú liggur ekki fyrir hvernig að þessu verður staðið, en það ætti að skýr- ast fljótlega." SÓK Grundaskóli Vilja aðstöðu fyrir hjúkrunarfiræðing Guðbjartur Hannesson, skóla- stjóri Grundaskóla, sendi bæjar- ráði bréf fyrr í mánuðinum þar sem hann óskaði heimildar til að innrétta aðstöðu fyrir skólahjúkr- unarfræðing og skólasálfræðing á fyrstu hæð skólans. Bæjarráð óskaði eftir umsögn fram- kvæmdanefndar um einsetningu grunnskólanna ásamt upplýsing- um um áætlaðan kostnað. Núver- andi aðstaða þarfnast lagfæringar og ætlunin hefur verið að ráða þar bót á í tengslum við einsetningu skólans og þær framkvæmdir sem af henni leiða. I sumar verður svo hafist handa við framkvæmdir við viðbyggingar við skólann og eru ýmis verk sem tilheyra þeirri framkvæmd sem vinna þarf, þar með talið lagfæring á starfsað- stöðu hjúkrunarfræðingsins og skólasálfræðingsins. SÓK Bflívelta Jeppabifreið valt á vegamótum Borgarfjarðarbrautar og Uxa- hryggjavegar í minni Lundar- reykjadals að morgni sumardags- ins fyrsta. Ökumaður og tveir farþegar sem voru f bílnum voru fluttir á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til aðhlynningar en meiðsfi þeirra reyndust ekki al- varleg. GE lokuð Hvalþarðargöngin hafa verið lokuð undanfarnar þrjár nætur og verða einnig lokuð í nótt vegna framkvæmda sem þar eiga sér stað. Settir hafa verið upp stálbitar við báða enda ganganna til að koma í veg fyrir að flutn- ingabílar með of háan farm kom- ist þar í gegn, en nokkuð hefur borið á því að það hafi gerst og hafa þá viðvörunarskilti verið brotin og göngin sjálf skemmd. Tækifærið hefur einnig verið nýtt til að þrífa göngin, hreinsa ljós og endurnýja yfirborðsmerk- ingar. Göngin hafa verið lokuð frá miðnætti til klukkan sex að morgni og verður svo einnig í nótt. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.