Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 3
SSESSIÍHÖ2I3 FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2001 3 Á BIFRÖST Á Bifröst búa, nema og starfa um 400 manns í krefjandi þekkingarsamfélagi og njóta nálægðar við fagurt umhverfi og stöðugrar tengingar við umheiminn með fullkomnustu tækni sem völ er á. Þessi blanda gerir námið á Bifröst að einstakri lífsreynslu. Viðskiptaháskólinn á Bifröst vill veita hæfum einstaklingum sem búa yfir sköpunargleði, frumkvæði og samskiptahæfni tækifæri til að beina kröftum sínum og hæfileikum á svið viðskipta og rekstrar. Viðskiptaháskólinn stefnir að því að skapa nemendum sínum samkeppnisyfirburði á vinnumarkaði að námi loknu. Við inntöku nýrra nemenda leitast háskólinn við að veita jöfn tækifæri til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag, födun eða búsetu og skapa þannig fjölbreyttan nemendahóp með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. Laugardaginn 28. apríl verður nám, líf og starf í háskólaþorpinu kynnt. Umsækjendur, velunnarar háskólans og aðrir eru hvattir til að heimsækja háskólaþorpið Bifröst. Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið. Allar deildir Viðskiptaháskólans verða með kynningu og bjóða umsækjendum og öðrum áhugasömum aðilum upp á viðtöl við rektor, aðstoðarrektor, kennara og deildarstjóra. Kynnt verður nám, námsefni, verkefnavinna í tengslum við atvinnulífið, möguleikar til framhaldsnáms og störf að námi loknu. Nemendur kynna vinnslu verkefna, nám og störf á Bifröst. Á Nemendagörðum Viðskiptaháskólans verða til sýnis íbúðir, hérbergi og önnur aðstaða. í Upplýsingamiðstöð háskóíans verður kynnt upplýsingaöflun og nýting gagnagrunna. Líkamsræktarstöð og baðsvæði verða opin. Leikskólinn Hraunborg sýnir aðstöðu og leikskólastjóri verður til viðtals. Varmalandsskóli kynnir starfsemi grunn- skólans, skólastjóri verður til viðtals og tekur á móti umsóknum. Kaffi Bifröst býður upp á frítt kaffi og pönnukökur fyrir gesti og gangandi. • Skólafélag Viðskiptaháskólans kynnir starfsemi sína og hagsmunamál nemenda. Afgreiðsla umsókna hefst 15. maí og lýkur 15. júní. Þeir sem hyggja á nám við háskólann eru hvattir til að sækja um fyrir 15. maí nk. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað eru á vefViðskiptaháskólans www.bifrost.is VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN BIFRÖST Viðskiptaháskólinn Bifröst 311 Borgarnes Sími 433 3000 Fax 433 3001 bifrost@bifrost.is www.bifrost.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.