Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2001 jAt33LílW».- Umfangsmikil björgunaræfing í Borgarfírði Reynir á getu manna og tækja segir Ásgeir Kristinsson frá svæðisstjórn björgunarsveita Síðastliðinn sunnudag var hald- in umfangsmikil björgunaræfing í Borgarnesi og í nærsveitum. Þar voru á ferðinni björgunarsveitirnar fjórar í Borgarfirði og á Akranesi; Björgunarfélag Akraness, Björg- unarsveitin Brák, Björgunarsveitin Heiðar og Björgunarsveitin Ok. Æfingin var skipulögð af svæðis- stjórn björgunarsveitanna á svæði fjögur sem nær yfir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu og Akranes en henni er falið að stýra björgunaraðgerð- um á þessu svæði. Að sögn Asgeirs Kristinssonar hjá svæðisstjón björgunarsveitanna var æfingin tvískipt. „Annars vegar var urn að ræða leitaræfingu þar sem hver sveit fékk leitarverkefni sem reyndi á leitarþekkingu og hinsvegar var hópslysaæfing í Brákarey. Þar reyndi á þekkingu í að meta aðstæður með tilliti til slysahættu og kunnáttu í skyndi- hjálp. Þá var ekki síður mikilvægt að sveitirnar þurftu að vinna sam- an og skipuleggja sitt starf í sam- einingu.“ Asgeir segir æfinguna hafa tekist mjög vel. „Verkefnin voru við hæfi og það reyndi bæði á getu manna og tækja og menn fengu tækifæri til að meta vankanta sem ástæða er til að laga. Eg tel æfingu af þessu tagi mjög mikilvæga ekki síst þar sem fólk sem þarf oft að vinna saman við erfiðar aðstæður fær þarna tækifæri til að kynnast og eiga saman góðan dag. Það er draumurinn að hafa svona æfingu á hverju ári en það verður að fara eftir því hvort menn hafa tíma af- lögu til að sinna þessu. Við erum allavega ánægð með þessa æfingu og kunnum þeim bestu þakkir sem lögðu okkur lið með einum eða öðrum hætti,“ segir Asgeir að lok- um. GE Asgeir Kristinsson stjómandi björgunarœfingarinnar hvíslar hugtreystandi orðum í eyra hinna slösuSu. Myndir GE Lögregla og bjirrgunarmenn að störfiim viö etfiðar aðstæður Björgunarsveitarmenn flytja slasaðan mann Þórður Þorsteinsson og Kjartan Kjartansson að störfum í stjómstöð björgunarsveitamia. Tónleikar Veroniku Osterhammer Tvennir tónleikar voru haldnir með mezzosópran söngkonunni Veroniku Osterhammer í síðustu viku. Þeir fyrri voru í Klifi föstu- daginn 20. apríl en seinni tónleik- arnir í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 22. apríl. A dagskrá voru íslensk lög m.a. eftir Jón As- geirsson, Sigfús Einarsson og Þór- arin Guðmundsson. Einnig þýsk ljóð, söngleikjalög og íslensk þjóð- lög. Undirleikari Veroniku var Friðrik V. Stefánsson. Tónleikarnir í Olafsvík voru styrktir af menning- arsjóði Vátryggingafélags Islands og tónleikarnir í Grundarfirði voru styrktir af Búnaðarbankanum og Eyrarsveit. Bifröst Háskólaþorpið stækkar Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir á Bifröst en þar eru að rísa 12 nemendaíbúðir fyrir Við- skiptaháskólann. Ibúðirnar eiga að vera tilbúnar fyrir haustið en þá er ætlunin að hefja byggingu 12 íbúða til viðbótar. Það eru byggingaverk- takarnir Loftorka og Sólfell sem annast byggingaframkvæmdirnar. Lögbanns- málið í héraðsdóm Eins og komið hefur fram í Skessuhorni setti Gámaþjónusta Akraness nýverið fram lög- bannskröfu á Akraneskaupstað hjá sýslumanninum á Akranesi vegna deilu varðandi flutning á sorpi og leigu gáma. Málið var tekið fyrir hjá sýslumanni um miðjan mars eftir nokkrar tafir og ákvað sýslumaður jaá að hafna lögbannskröfunni. I fram- haldi af því lýsti lögmaður Gámaþjónustunnar því yfir að hann myndi bera réttmæti á- kvörðunarinnar undir Héraðs- dóm Vesturlands. Hann stóð við orð sín og málið var flutt í hér- aðsdómi í síðustu viku og er nú beðið eftir dómnum. SOK J Lítið avinnuleysi Samkvæmt yfirliti Vinnumála- stofnunar yfir atvinnuástand á landinu í marsmánuði var at- vinnuleysi á Vesturlandi 1,1% í mánuðinum sem er það sama og í febrúar. Hvegi á landinu er at- vinnuleysi minna í marsmánuði en hlutfallið er það sama á Suður- nesjutn. Skipting milli kynja er þannig að hjá körlunt er atvinnu- leysi 0,6% en 1,7% hjá konum. Meðafjöldi atvinnulausra er mestur á Akranesi eða 42, II í Borgarbyggð og sjö í Dalabyggð. I fimm sveitarfélögum á Vesturlandi er enginn á atvinnuleysisskrá í marsmánuði, þ.e. Alftaneshreppi, Borgarfjarðarsveit, Helgafellss- sveit, Hvítársíðuhreppi og Skorra- dal. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.