Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2001 7 jntsjunu... Ferrmngarjjör eðafermingar Einn af þeim atburðum sem setja mark sitt á vorið fyrir utan hækkandi sól, grænkandi tún og komu lóunnar eru fermingarnar. Þessi hefð að staðfesta skírn okkar frammi fyrir Guði og mönnum er vissu- lega orðin gömul, en með árunum virð- ist sem þessi helgi atburður sé orðinn í ríkari mæli leikvöllur markaðsmanna með gróðra von að leiðarljósi. Almenn- ingur hneykslast á þessum markaðs- mönnum sem notfæra sér þennan helgi- atburð til að ginna ungmennin og jafnvel kalla fram gerviþarfir af ýmsum toga. En flest virðumst við tilbúin til að láta glepjast. Fermingarbörnin eru allan veturinn full tilhlökkunar yfir að verða fullgildir með- limir meðal kristinna manna, foreldr- arnir eru tilbúnir að sjá þeim fyrir dýru dressi og flottri veislu og ekki síst er spenningur fermingarbarnanna gífur- legur vegna gjafanna. Það eru að vísu tvö ár í að elsta barnið mitt rnuni staðfesta skírn sína en vorið 2003 ætla ég að vera við öllu búin. Nú ætla ég að setja alla fjölskylduna í ferm- ingaraðlögun. Það var eftir frúarleikfimina mína um daginn, þar sem ég stóð í sturtunni mitt á rneðal stallsystra minna sem eru líkt og ég, eilíft að vandræðast með aukakílóin og appelsínuhúðina, að nýtt málefni kom upp um svelginn. Þær fóru að ræða mál málanna sem er auðvitað ekki að þeirra mati starfsemi Þjóðhagsstofnunar. Nei, þær komast nú aldrei svo langt í pólítískri umræðu þessar elskur. Ef þær nálgast pólitíkina á einhvern hátt þá eru það helst vangaveltur um megrunar- kúrana hjá Ossuri Skarphéðinssyni og Davíð Oddssyni. Jæja en til baka að fermingunum. Þar sem við stóðum þarna í sturtunum og skrúbbuðum á okkur lærin virtust þær allar hafa skoðanir á fermingum og und- irbúningi þeirra. Þær virtust allar vera að fara að láta ferma, börnin eða barna- börnin og ef ekki, þá einfaldlega var það náinn ættingi eða góður nágranni sem var að fara ferma. Eg lagði við hlustir enda taldi ég mig á engan hátt þátttakanda í þessari umræðu þar sem heil tvö ár eru í þennan atburð hjá mér. En þar sem ég stóð þarna rennvot í sturtunni þá fóru að renna á mig tvær grímur. Mér fór að skiljast að ef ég ætlaði að halda reisn þá þyrfti ég að fara að setja allt í gang. Þarna varð mér Ijóst að þetta er ekki bara einhver veisla þetta er ferming og hana skal halda eftir íslenskri forskrift. Þú þarft einfaldlega að halda stóra veislu, bjóða helst öllum, hvort sem þér líkar betur eða verr. Engin undantekning skal gerð á hvort fermingarbarnið þekki veislugestina eða ekki. Bamið mun líka gleðjast yfir öllurn þeim gjöfum sem þetta fjarskylda ókunna fólk gefur því. Ekki hafa áhyggjur af plássleysi það leys- ir þú með því að halda veisluna úti í bæ. Þú leigir sal. En þó að þú rjúkir í að halda veisluna í einhverjum ópersónu- legum sal eða safhaðarheimili þá getur þú ekki skotið þér undan því að taka svo- lítið í gegn heima hjá þér. Þú gætir t.d. fengið þér nýja eldhúsinnréttingu og málað stofuna. Þetta er bara íslensk hefð og hana skal halda. Þá er það fatnaðurinn, láttu alla skyn- semi lönd og leið. Baminu þarf að líða vel í fötunum og vill auðvitað vera eins og hinir. Þannig að við athöfnina sjálfa ekki vera velta því fyrir þér hvort þú sért á röngum stað þegar þú sérð alla þessa litlu karla og kerlingar tölta alvarleg inn kirkjugólfið. Nei svona vilja þau vera, þetta er nú einu sinni þeirra ferming og þótt þau noti fötin aldrei aftur þá skipt- ir það engu máli. Þú fermir barnið bara emu sinm. Svo væri nú ágætt að þið hjónin hresst- uð svolítið upp á útlitið svona rétt fyrir fjölskyldumyndatökuna sem er algjört „must“ þótt fermingarbarnið sjálft rífi myndirnar niður af veggjum einu ári seinna og hóti því að strjúka að heiman ef það sjái þennan hrylling oftar. Þá er komið að því að ákveða það sem þetta allt snýst um, en það er ferming- argjöfin. Ekki telja þér trú um að veislan, fötin, hárgreiðslan og myndatakan sé nóg. Nei það er óbeinn kostnaður vegna fermingarinnar. Fastur kostnaður er gjöfin sjálf sem getur þó verið breytileg- ur eftir efnahag ykkar hjóna. En varastu að sýna nísku og skynsemi í þeim málum ef þú ætlar ekki að værða athiægi og láta bamið þitt verða fyrir einelti allt ffam að stúdentsveislunni. Ekki falla í þá gryfju að hugsa um segulbandstækið, Braun hárblásarann eða þriggja skúffu skatt- holið úr tekki sem þú fékkst í ferming- argjöf fyrir einhverjum 20 árum og varst hæstánægð með. Nei nú er öldin önnur. I dag em verslanir og ýmis fyrirtæki til- búin í að leiða fermingarbörnin í gegn- um allan sannleikann um hvað þau geta ekki komist af án í nánustu ffamtíð. Hvort sem það era tölvur, hljómtækja- samstæður, sjónvörp, símar, rúm, utan- landsferðir, o.s.ffv. Það er sko ferming- arfjör og fermingartilboð út um allt land. Eftir þessa stund með stallsystrum mín- um í sturtunni, þar sem ég var leidd í gegnum allan sannleikann hvað ferming- ar varðar, þá varð mér ljóst að ég gæti sjálfsagt ekkert annað gert en að taka þátt í þessari vitleysu. Hvað með trúna og tilgang fermingarinnar? Eg ákvað að nú skyldi ég sýna sjálfstæði og byrja strax á fermingaraðlögun hjá barninu mínu. Eg ætlaði ekki að henda mér út í þessa hringiðu fyrr en í fulla hnefana. Þegar heim var komið settist ég því nið- ur og horfði djúpt í blá augu tólf ára sonar míns og ræddi þessi mál. Þar fór ég um víðan völl og ræddi um bernsku mína úti á landi, kristilegt uppeldi, fermingardaginn minn þar sem ég var í heimasaumaðri dragt með blómabeð í hárinu, hæstánægð með segulbandstæk- ið og fámenna fermingarveislu (á lands- vísu). Eg sýndi honum myndir til sönnunar sem vöktu mikla kátínu hjá honum þar sem móðirin var aðal hlátursefni fyrir gelgjulegt útlit, kerlingalegan klæðnað og með búnt af afskornum blómum í hári. Eg reyndi að tala um tilgang fermingarinnar og hversu mikil sóun á fjármunum þetta væri, ef ekki væri hug- að að þessum tilgangi. Við mættum bara alls ekki gleyma trúnni. Hann sýndi þessu mikinn skilning og mér hlýnaði um hjartaræturnar. Auðvitað er minn eigin sonur ekki græðgin ein holdi klædd. Daginn eftir kom litprentaður bækling- ur inn um bréfalúguna hjá okkur. Þetta ffábæra fermingartilboð á tölvum, og úr forstofunni heyrði ég: Vá maður myndi nú láta ferma sig fyrir svona. Búrekstrardeild KB, Brákarey, Borgarnesi, óskar eftir að ráða starfsmann sem fyrst. Helst til framtíðarstarfa en þó kemur tímabundin ráðning til greina. Upplýsingar veitir Valdimar Björgvinsson í síma 430 5542 BÚREKSTRARDEILD BORGARNESI Auglýsing Ágætu vinir vísna og Ijóða. Veikomna skai nú ykkur bjóða, í sama mæli þá öldnu og ungu, á yrkingakvöld í Brautartungu. Þar skulum við finnast í fínu standi hinn 4. mai næstkomandi. Hagyrðingar þar kvæði kyrja. Klukkan 9 á þetta að byrja. Birgir Hartmannsson hér verður gestur og Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, og Dagbjartur, Helgi og Dísa í Hrísum, sem drjúg eru að koma saman vísum, þau verða öllþarna saman á sviði svo við teflum fram einvalaliði. Þessu mun stjórna, greindurog glaður, Gísli Einarsson, fréttamaður. Einnig skulum við að því hyggja að ekki er skáldin vert að styggja því oft er skæð þeirra orðahefnd. Umf. Dagrenning / Tómstundanefnd. Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Borgarbraut 28, Borgarnesi. Einbýlishús á 3. hæðum ásamt bílgeymslu, 178 ferm. Á neðstu hæð er séríbúð, dúklagt eldhús, teppalögð stofa, herb. dúklagt og baðherb. með máluðu gólfi. Aðalíbúð á 2. og 3. hæð. Á 2. hæð er forstofa, eldhús og borðstofa dúkl., máluð innr. í eldhúsi. Teppalögð stofa. Baðherb. nýlega endumýjað, dúkur á gólfi, ljós innrétting, kerlaug. Á 3. hæð (risi) em 3 herb. öll dúklögð og teppalagt hol. Á húsinu er nýlegt þak, nýjar kaldavatnslagnir og rafmagn að hluta endurnýjað. Verð: kr. 12.000.000 Böðvarsgata 13, Borgarnesi. Einbýlishús ásamt bflskúr og geymslu í garði, samtals 224 ferm. Forstofa dúklögð. Þvottahús og geymsla málað. Stofa og borðstofa teppalagt, hol og gangur parketlagt. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Baðherb. flísalagt, kerlaug/sturta, ljós viðarinnr. 4 herb. parketlögð, skápar í tveimur herb. Sólstofa og stór geymsla (áður sundlaug). Verð: kr. 15.400.000 Borgarbraut 1-3, Borgarnesi. 2 herb. íbúð á 2. hæð, 58 ferm. Stofa og gangur parketlagt. Herb. dúklagt. Eldhús parketlagt, ljós nýleg viðarinnr. Baðherb. dúklagt, sturta. Stigagangur teppalagður. Nýjar raflagnir í eldhúsi. Verð: kr. 4.000.000

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.