Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2001 ^nliSSUnui. Úrval af hjólum, hjálmum og fatnaði Svört skvrsla Oiyggismálum Akraneskaupstaðar ábótavant Endurbætur standa yíir segir bæiarritari í lok febrúar skilaði Öryggis- þjónusta Vesturlands ehf. skýrslu um ástand öryggisbúnaðar hjá fyr- irtækjum og stofhunum Akranes- kaupstaðar sem gerð var að beiðni sveitarfélagsins. I niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að ástand- ið sé mjög bágborið í öryggismál- um fyrirtækja og stofhana Akranes- kaupstaðar. Meðal annars kemur fram að aðeins einn leikskóli bæjar- ins, Teigasel, sé með gott öryggis- kerfi sem hinsvegar sé ótengt og ó- notað. Hvað varðar aðra leikskóla segir í skýrslunni að ástandið sé óviðun- andi og að í Vallarseli sé t.d. Hvorki bruna- né þjófavarnakerfi. Hvað leikskólana varðar eru gerðar at- hugasemdir við að brunaboðar hringi bara innan dyra og að ekki sé þjófavarnarkerfi til staðar. Samkvæmt skýrslu Öryggisþjón- ustunnar vantar bruna-, vatns- og þjófavöm í safnahúsið. I félagsmið- stöðinni Arnardal er hvorki bruna- né þjófavarnarkerfi. I Bíóhöllina vatntar allar varnir, segir í skýrsl- unni og sömu sögu er að segja um Bjarnalaug. Ýmsar athugasemdir eru einnig gerðar við öryggismál hjá öllum öðmm fyrirtækjum og stofhunum bæjarins. I stuttu máli gefur skýrslan mjög dökka mynd af ástandi öryggismála hjá Akranes- kaupstað. Jón Pálmi Pálsson bæjarritari segir að vissulega taki menn þessi mál mjög alvarlega og því hafi ver- ið óskað eftir þessari skýrslu. „Við vildum fá að vita hvar pottur væri brotinn til að hægt væri að gera nauðsynlegur úrbætur. Um leið og skýrslan var komin í hús var hún kynnt fyrir forsvarsmönnum fyrir- tækja og stofhana bæjarins og þeim falið að gera nauðsynlegar úrbætur. Miðað var við að lagfæringar væra kostaðar af viðhaldsfé stofnananna og ef það dygði ekki til yrði óskað eftir viðbótarframlagi úr bæjar- sjóði. Slíkar óskir hafa ekki borist en ég treysti því að það hafi verið gengið í þessi mál á öllum víg- stöðvum og vonast til að lagfæring- ar hafi þegar farið fram eða séu í vinnslu,“ segir Jón Pálmi. GE Opið: mán. - fím. kl. 11 -18 fös. kl. 11 -19 lau. kl. 10 -13 Nýja línan frá Diesel er komin bœði fyrir börn og fullorðna Brúartorgi - borgarnesi s. 437 1707 Pétur Ottesen segir skilið við bæjarstjóm Ymsar samsæriskenningar í gangi Pétur Ottesen, bæjarfulltrúi, mun segja skilið við bæjarstjórn Akraness að loknum síðasta bæjarstjórnar- fundi fyrir sumarleyfi sem verður haldinn í lok júní. Pétur hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 1998 og er hann yngsti meðlimur bæjarstjómar frá upphafi. Astæða brotthvarfsins er einfaldari en margur hefði ætlað því Pémr er fluttur út fyrir bæjar- mörkin og samkvæmt sveitarstjórn- arlögum má sá maður ekki sitja í bæjarstjórn sem hefur lögheimili utan viðkomandi sveitarfélags. „Þetta er nú bara út af mínum bú- ferlaflumingum. Maður má ekki vera í bæjarstjórn á Akranesi ef mað- ur er með lögheimili annars staðar. Samt sem áður er ég fljótari heiman frá mér og niður í miðbæ en þeir sem eiga heima á Asabrautinni!“ Pétur segir það hins vegar ekki hvarfla að sér að segja skilið við stjórnmál almennt og segist ein- hvern tímann ætla að gefa lands- málapólitíkinni gaum. „Það verður þó ekki fyrir næstu kosningar því ef- laust verður ekki gott að koma inn efrir kjördæmabreytinguna. Eg er fráleitt að segja skilið við pólitík en maður verður að bíða og sjá hvað verður á vegi manns. Eg er opinn fyrir öllu.“ Pétur hefur verið for- maður Sorpurðunar Vesturlands frá upphafi og hann segist hafa hug á að starfa þar áfram og vinna að sorp- málum á kjördæmisvísu. Gárungarnir í bænum hafa gant- ast með það að búferlaflutningar Péturs séu ekkert annað en liður í markvissri áætlun Skagamanna í að sameinast hreppunum í kring. Pétur segist þó ekki hafa í hyggju að sam- eina hreppina innan frá. „Það em alls konar samsæriskenningar í gangi. Eg hef heyrt þær útgáfur að ætlun mín sé að fjölga sameiningar- sinnum inni á nesi og að mig langi að komast í hreppsnefnd Innri- Akraneshrepps." Pétur neitar alfarið þessum sögusögnum, segist hafa lít- inn hug á að komast í hreppsnefnd en viðurkennir þó að hann sé hlynntur sameiningu. „Eg er hlynnmr sameiningu en það þarf víst fleiri en mig til þess að af henni verði. Sameiningarsinnum kemur þó til með að fjölga með tilkomu minni, að minnsta kosti um einn ef ekki fleiri.“ Pétur segist viss um að af sameiningunni verði í ffamtíð- inni. „Eg held hún verði ekki á næstu þremur ámm, en hún verður fyrr en síðar. Eg tel að ef sveitarfé- lögin koma sér ekki saman um þetta komi skipun ofan ffá um að lág- marksfjöldi íbúa sveitarfélaga verði í kringum 1000 manns.“ SOK Þennan langferðabíll smíðaði Reynir Jóhannson upp á eigin spýtur Smíðar rútumar sínar siálfur Islenskt, já takk! Reynir Jóhannsson, hópferðabif- reiðastjóri á Akranesi og eigandi samnefnds fyrirtækis, sér sjálfur um Hér má sjá bílinn sem Reynir er nú með í smíðum, þann þriðja í röðinni. að smíða sínar rútur ásamt starfs- mönnum sínum sem em sex um þessar mundir. Undirvagninn er aðkeyptur og sjá þeir um að smíða húsið en nú er þriðji bíll- inn í smíðum á verkstæði hans í Lambhaga. Alls hefur fyrirtækið á að skipa tólf rútum. Hann segir aðalá- stæðuna fyrir smíðunum vera þá að þetta sé hans áhugamál. „Rútusmíði er fyrst og fremst mitt áhugamál auk þess sem þetta er einhvers konar árátta. Menn fá ýmis konar áráttur, sumir fara á snjósleða, aðrir í lax- veiði og ég reyndar líka en svo smíða ég rútur. Þá getur maður líka haft bílinn nákvæmlega eins og maður vill og það er við engan að sakast ef þeir eru illa smíðaðir nema mann sjálfan.“ Reynir segir að kosmaðurinn spili ekki inn í þar sem hann sé ekki svo ólíkur hvort sem bílarnir séu aðkeyptir eða smíðaðir hér. „Bílar sem fara upp á hálendi Islands era sérsmíðaðir og þú færð ekki svoleiðis bíla frá út- löndum. Þeir era hærri og tekið er tillit til þess hvað þeir þurfa að fara.“ Hópferðabifreiðar koma yfir- leitt til Islands frá Þýskalandi en Reynir segist ekki vera sá eini sem hafi ákveðið að taka málin í sínar hendur og smíða sínar eigin rútur sjálfur. „Nei, nei. Það eru fleiri. Til dæmis Guðmundur Tyrfingsson á Selfossi. Hann hefur smíðað sjálfur líka.“ Reynir segir aðspurður að rútusmíði sé meira en að segja það. „Þetta er heilmikið mál en það er bara gaman að glíma við það.“ SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.