Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2001 úni.ssunu>w Danir í Dölum Föstudaginn 30. mars lögðum við 10. bekkur Grunnskólans í Búðardal af stað til Reykjavíkur. Tilgangur ferðarinnar var að hitta danska krakka frá Slagelse sem við erum búin að vera í bréfaskriftum við í vetur. Spenna var í loftinu og fiðrildi í mögum okkar, loks var stundin runnin upp. Við fórum að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. Ekki var mikið talað í fyrri hluta ferðarinnar en þegar leið á náði hópurinn betur saman. Leiðin lá að Laugum í Sælingsdal þar sem við ætluðum að hafa samastað yfir helgina og eftir langan og skemmtilegan dag höfðum við það rólegt og spiluðum á spil það sem eftir var kvölds. Þrátt fyrir lítinn svefn nemenda um nóttina vegna herbergisrölts, sem gerði það að- eins að verkum að við kynntumst betur, vöknuðu allir galvaskir á laugardagsmorguninn og fóru í sund, en að Laugum er frábær í- þróttaaðstaða sem við nýtum okk- ur mikið. Eftir hádegi fórum við í skoðunarferð um Dalina og kom- um við á Eiríksstöðum í Haukadal þar sem Sigríður Hrönn Theó- dórsdóttir menningarfulltrúi sýndi okkur bæ Eiríks rauða. A laugar- dagskvöldið fórum við svo í Fé- lagsheimililð Dalabúð og borðuð- um fínan kvöldverð og vorum með skemmtiatriði og diskó. Því miður var ekki nógu skemmtilegt veður þessa helgi svo útsýnisferðir og göngutúrar urðu ekki eins margir og áætlað var. En þeir sem létu veðrið ekki á sig fá fóru í reiðtúr á sunnudeginum en tveir nemendur bekkjarins höfðu safnað saman nokkrum hestum úr hinurn ýmsu hesthúsum í Búðardal. A sunnu- dagskvöldið fórum við 10. bekk- Stvrkbeiðnir vegna utanlandsferða Margt á döfinni hjá íþróttafélöguniim Þann 11. apríl rann út umsókn- arfrestur um styrki frá bæjarsjóði til utanlandsferða. Þó nokkuð margar umsóknir bárust, sér í lagi vegna íþróttamála. Badmintonfé- lag Akraness sótti um styrk vegna keppnis- og æfingaferðar til Dan- merkur og vegna þátttöku Frið- riks V Guðjónssonar í Evrópu- móti unglinga sem fram fer í Pól- landi. Sundfélag Akraness sótti um styrk vegna keppnisferðar A- hóps félagsins til Danmerkur og Stefán Gísli Orlygsson, skotí- þróttamaður, sótti um vegna þátt- töku í Heimsbikarmóti á Kýpur, smáþjóðaleikum í San Marinó og Evrópumeistaramóti í Króatíu. Unglinganefnd KFIA er á leið til Þýskalands þar sem 3. og 4. flokk- ur karla hyggjast dveljast í æfinga- og keppnisferð. Keilufélag Akra- ness sótti einnig um ferðastyrk vegna ferðar sem fyrirhuguð er til Svíþjóðar í þeim tilgangi að kynn- ast þjálfun og viðhaldi vélbúnaðar í keilusölum, en eins og margoft hefur komið fram hyggst keilufé- lagið setja upp þrjár brautir í kjall- ara íþróttahússins við Vesturgötu. Af þessu má glögglega sjá að mik- il gróska er í hvers kyns íþróttum á Akranesi og spennandi verður að sjá hvernig liðunum reiðir af í þessum keppnisferðum sínum. Bæjarráð óskaði eftir umsögn í- þróttanefndar varðandi styrk- beiðnirnar. SÓK Ferming í Hjarðarholts- prestakalfi Hjarðarholtsprestakall Prestur sr. Oskar Ingi Ingason. Fermingarbam í Snóksdalskirkju 29. apríl 2001 kl. 14: Sólveig Rós Jóhannsdóttir, Hlíð, Hörðudal. ^^^^SkrifstofusUrf Kaupfélag Borgfirðinga óskar eftir að ráða starfsmann til afleysinga á skrifstofu í sumar. Viðkomandi þarf að hafa einhverja reynslu af skrifstofustörfum og bókhaldsþekkingu. Upplýsingar veitir Guðrún Eggertsdóttir ísíma 430 5509 ingar heim en Danirnir gistu í eina nótt í viðbót að Laugum. A mánu- dagsmorguninn komu þeir að skoða skólann og kveðja okkur. Þeir fóru héðan til Reykjavíkur og höfðu hugsað sér að líta á borgar- menninguna og flugu svo út á mið- vikudeginum. Við förum svo út til Danmerkur eftir prófin eða 10.-17. maí að hitta vini okkar aftur og hlökkum við mikið til. Við höfum safnað peningum fyrir ferðinni með allavega klækjum og brögðum og viljum við þakka öllum þeim sem hafa lagt okkur lið við söfnunina og fyrir að taka vel á móti okkur í öll- um sníkjuherferðum vetrarins. Silja Rut Thorlacíus 10. bekk Nýr trúnaðarmaður fadaðra á Vesturlandi Samkvæmt ákvæði í lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra skal starfa í hverju kjördæmi svæðisráð mál- efna fatlaðra, sem meðal annars hefur það hlutverk að standa vörð um rétt fatlaðra til þjónustu sam- kvæmt lögum. 137. grein umræddra laga er svo kveðið á að til þess að treysta rétt- indagæslu vistmanna á stofnunum fatlaðra skuli svæðisráð skipa sér- stakan trúnaðarmann fatlaðra á svæðinu. Honum ber að fylgjast með högum hinna fötluðu og veita þeim stuðning og ráðgjöf telji hann að réttur þeirra sé ekki virtur. Telji hann að úrbóta sé þörf og takist ekki að finna lausn fyrir hans til- stuðlan, getur hann vísað málinu til meðferðar svæðisráðs. Undanfarin ár hefur Sr. Sigríður Guðmundsdóttir á Hvanneyri gegnt starfi trúnaðarmanns, en hún hefur nú flutt af svæðinu og því lát- ið af störfum. Svæðisráð hefur nú ráðið nýjan trúnaðarmann, sem þegar hefur tekið til starfa. Hann er: Rögn- valdur Einarsson, kennari, Esju- völlum 14, 300 Akranesi. Hann hefur síma 431 1797 og 855 4434. Rögnvaldur er grunnskólakenn- ari að mennt og starfi, en hefur víða komið við í félagsmálum, m. a. hjá Rauða Krossi Islands, í samtökum kennara og stjórn Fjöliðjunnar á Akranesi svo að dæmi séu nefhd. Hann var um skeið aðstoðarskóla- stjóri Brekku- bæjarskóla og kenndi lengi og hélt utan urn starfs og sér- deild fyrir seinfæra nemendur og náði þar rnjög góðum árangri. Svæðisráð fagnar því að hafa fengið Rögnvald til þessa starfs, árnar honum heilla í starfi og vænt- ir góðs og árangursríks samstarfs við hann og alla aðila um það verk- efni að tryggja og treysta rétt fatl- aðra í samfélaginu. ( Fréttatilkynning) AK>innuhúsnðeði til leigu Til leigu ca. 90 m2 atvinnuhúsnæði í gömlu Esso-stöðinni, Borgarbraut 59, Borgarnesi Húsnæðið þar sem Galleri hönd var, er laust og til leigu nú þegar. Nánari upplýsingar gefur Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri í síma 430 5500 #BeYgflrðshornið Holmes Þeir félagar, Sherlock Holmes og Dr. Watson fóru í útilegu um páskana og tjölduðu á hinu glæsilega tjaldstæði Borgarness. Þegar þeir höfðu reyst tjaldið og gætt sér á kvöldverði gengu þeir til náða. Nokkrum tím- um síðar vekur Holmes Watson vin sinn og segir. „- Watson, líttu upp í himin- inn og segðu mér hvaðþú sérð.“ Watson setur upp spekinssvip og segir: „Eg sé milljónir stjarna.“ „Hvað segir það okkur?“, spyr Holmes. Watson hugsar sig um og segir svo: „Frá stjörnufræði- legu sjónarmiði segir það okkur að þarna úti séu millj- ónir stjörnukerfa og ótelj- andi trilljónir pláneta. Þetta segir mér að Satrúrnus sé í ljóni, að klukkan sé korter yfir þrjú og síðast en ekki síst segir þetta mér hvað Guð er máttugur en við aumar mannskepnurnar lít- ilfjörlegar og vanmáttugar andspænis þessu furðuverki. En hvað segir þetta þér?“ „- Watson hálfviti! Þetta segir mér einfaldlega að einhver hefur stolið tjaldinu okkar.“ Nekt Séra Guðmundur, Séra Friðþjófur og Séra Jónas fóru í gönguferð upp á heiði einn góðan veðurdag. Veðr- ið var með eindæmum gott og hitinn alveg að kæfa þá. Þeir voru allir orðnir sveitt- ir og útkeyrðir þegar þeir komu að lítilli tjörn á miðri heiðinni. Þar sem þetta var nokkuð úr leið, þá fóru þeir úr öllum fötunum og skelltu sér í sund. Eftir sundið voru þeir nokkuð hressir og ákváðu að njóta „frelsisins“ örlítið, láta sólina þurrka sig og jafnvel ná upp smá brúnku. Þeir voru því algerlega fatalausir, prestarnir, þegar nokkrar konur úr sveitinni komu allt í einu að tjörninni. Þeir gátu augljóslega ekki komist í fötin í tírna, svo að Friðþjófur og Guðmundur gripu um kvnfæri sín til að leyna þeim, en Jónas tók fyrir andlitið. Síðan hlupu þeir allir í skjól bak við stór- an drang sem þarna var ná- lægur. Eftir að konurnar voru komnar framhjá fóru prest- arnir og náðu í fötin sín. Guðmundur og Friðþjófur vildu vita hvers vegna Jónas hefði tekið fyrir andlit sér, en ekki skýlt „slátrinu“. Séra Jónas svaraði „Eg veit ekki tneð ykkur, en í MÍNUM söfnuði er það andlitið á mér sem sóknarbörnin þekkja.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.