Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2001 Riímbi risaeðla er sólginn í súkkalaöi. Síðastliðinn laugardag frum- sýndi kór Grunnskóla Borgarness söngleikinn Rúmbi risaeðla í Fé- lagsmiðstöðinni Oðali. Söngleik- urinn sem tekur um þrjú korter í flutningi fjallar um hellismenn á forsögulegum tíma og samskipti þeirra við Rúmba risaeðlu sem er ákaflega sólginn í súkkulaði. Birna Þorsteinsdóttir kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar hefur stjórnað barnakórum í Borg- arnesi síðastliðin ellefu ár og hún á veg og vanda að uppfærslu sögn- leiksins um Rúmba risaeðlu. Flún leikstýrir verkinu, æfði söngvana, saumaði búningana og samdi nokkur laganna í verkinu svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Birna ræðst í þrekvirki af þessu tagi því segja má að það sé orðinn árviss viðburður í menn- ingarlífinu í Borgarnesi. Krakkarnir sem taka þátt í sýn- ingunni eru sjötíu og fjórir á aldr- inum sjö til tólf ára og hafa þau æft af kappi frá því um miðjan janúar. „Þetta var ekkert mál,“ segir Birna aðspurð hvort ekki hafi verið erfitt að setja upp svo fjölmenna sýningu með svo ungum leikurum og söngvurum. „Rrakkarnir eru frá- bærir og ég er ákaflega stolt af þeim. Það hefur aldrei verið vandamál að ná til þessara krakka annars stæði maður heldur ekki í þessu ár eftir ár. Þetta er vissulega mikil vinna en geysilega skemmti- leg og krakkarnir hafa mjög gott af þessu,“ segir Birna. Hún segir við- tökur áhorfenda hafa verið mjög góðar en verkið var sýnt fjórum Islandsglíman á dagskrá Laugardaginn þann 5. maí næstkomandi fer Islandsglíman fram í íþróttamiðstöðinni í Graf- arvogi. Búast má við spennandi keppni en flestir af fremsm glímu- mönnum landsins munu mæta til leiks og má því fastlega reikna með að félagar úr GFD (Glímufé- lagi Dalamanna) fjölmenni á stað- inn. Þá sérstaklega kvenkyns með- limir því eins og margsinnis hefur komið fram í blaðinu búa mikil glímukvendi í Dölunum. Stein- grímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra með meiru mun afhenda Glímukóngi Islands Grettisbeltið en í ár eru 80 ár ffá því Hermann Jónasson, faðir hans, sigraði í Islandsglímunni. SÓK Barnakórínn í Borgamesi sýnir Rúmba Risaeðlu Stolt af krökkunum Segir Birna Þorsteinsdóttir kórstjóri Hluti bellismanna ífiillmn skrúða. sinnum um síðustu helgi en síðasta sýningin átti að vera í gær, mið- vikudag. Vegna góðrar aðsóknar hefur hinsvegar verið ákveðið að hafa aukasýningu í kvöld, fimmtu- dagkl. 18.00. GE .... 1 M ; i Heimaleik- fimin er heilsubót! I Grundarfírði hafa eldri borg- arar hist á fimmdudagsmorgnum í vetur og liðkað liðamótin með mikilli ánægju þátttakenda. Mynd: Sir Handverks- / • / syiungi Laugardalnum Hin árlega sýning handverks- fólks og ferðaþjónustuaðila var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík frá síðastliðnum fimmtu- degi fram á sunnudag. Sýnendur komu alls staðar að af landinu og var sýningin hin glæsilegasta. Frá Vesturlandi voru aðeins tveir aðilar með sýningarbása að þessu sinni, listasmiðjan Hugur og hönd frá Akranesi og Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands. Að sögn Ingu Huldar Sigurðar- dóttur hjá Upplýsinga- og kynn- ingarmiðstöðinni tókst sýningin vel og sagði hún að vestlensku básarn- ir hefðu vakið athygli, ekki síst tó- vinnusýning Ullarselsins á Hvann- eyri sem fram fór í bás UKV. GE Sýningarbás UKV Ullat'selsfólkið sýndi listir sínar í anddyri Laugardalshallarinnar. Myndir G.E. Bás listasmiðjumiar Hugttr og Hönd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.