Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 26.04.2001, Page 1

Skessuhorn - 26.04.2001, Page 1
Stangaveiöifélag Akraness 60 ára Stangaveibifelag Akraness 60 ára Kvebja frá formanni Stangaveiðifélag Akraness var stofnað 1. maí 1941 og er því 60 ára um þessar mundir. Stjórn félagsins ákvað s.l. haust að skipa afmælisnefnd í tilefni þessara merku tímamóta í sögu félagsins. í nefndinni sitja Kjartan Guðmundsson fyrrv. formaður, Ólafur Þórðarson gjaldkeri félagsins og Benedikt Jónmundsson fyrrum formaður til margra ára. í samráði við forsvarsmenn Skessuhorns var ákveðib ab gefa út afmælisritling þennan og bjóða til afmælisveislu fyrir félagsmenn og velunnara fé- lagsins 28. apríl n.k. Oft hefur verið á brattann ab sækja í þeim darraðardansi sem löngum hefur verib stiginn í leigumálum laxveibiánna og oft hefur okkar litla félag þurft að láta í minni pokann fyrir efnameiri einstaklingum og veiöifélögum. Þó hefur okkur tekist að afla veiðileyfa víða á Vesturlandi fyrir félagsmenn en sífellt erfiðara reynist ab halda okkar hlut í vaxandi sam- keppni. Eina mótspilið sem í hug kemur er öflugra og stærra fé- lag. Félagsmenn í S.V.F.A. eru nú í kringum hundrabið og þar af „virkir veiðimenn" 30-40 talsins. Ef félagsmönnum fjölgar koma fleiri krónur í kassann og eftirspurn eykst eftir veiðileyf- um, þar með er félagið betur í stakk búið að taka þátt í þeirri gífurlegu samkeppni sem orðin er á þessum markaði. Allt helst þetta í hendur. Sérlega vantar félagib unga eldhuga sem eru reiðubúnir að taka þátt í þessu sameiginlega áhugamáli okkar; að kanna leyndardóma íslenskra áa og reyna við lónbúann í óviðjafn- anlegri náttúru, fátt jafnast á vib það. 'i? Jafnframt því að afla veiði- leyfa hefur félagið í gegnum tíðina stabið fyrir fræðslu af ýmsum toga og hefur nánast Jónas Geirsson árlega verið bobið uppá kast- og fluguhnýtingarnámskeið. Ennfremur hafa fyrirlesarar komib á fundi félgsins og hald- ið erindi um hinar ýmsu ár, veiðibúnað og annað er lýtur ab veibiskap. Senn er biðin á enda og ís- lenskt vor í nánd. Eftir nokkrar vikur fara fyrstu laxarnir að lóna að ánum og eftirvænting eykst meðal veiðimanna. Hvernig skyldi veiðisumarið verba í ár? Það eru forréttindi að hafa aðgang ab stórfenglegum veibiám, ganga til veiba eftir langan vetur, finna hvernig lík- ami og sál hressist og léttist og allt lífið verður einhvern veg- inn bjartara. Þessum forréttind- um væri dapurlegt að glata og lífið aumara á eftir. Það hef ég sannreynt að ís- lenskir veiðimenn eru upp til hópa óforbetranlegir bjartsýnis- menn. Ég vona að við getum að vori gengiö óheftir á vit veiði- lendna um ókomin ár. Formaður flytur afmælis- barninu innilegar hamingju- óskir. Jónas Geirsson formaður S.V.F.A. félagsmerm Munið afmæliskaffið að Kirkjubraut 40 laugardaginn 28. apríl kl. 15:00 * A Agrip af sögu felagsins Núverandi stjóm Stangaveiðfélags Akraness: Frá vinstri: Ólafur J.Þórðarson, Jónas Geirsson, Ásgrímur Kárason, Karl Ó. Alfreðsson, Magni Ragnarsson og Kjartan H. Guðmundsson. Á myndina vantar Gísla Aðalsteinsson. Mynd: K.K. Fyrsta dag maímánaöar 1941 var stofnfundur Stanga- veiðifélags Akraness haldinn og mættu 11 veiðimenn til fundarins. Þriggja manna stjórn var kosin: Einar Helga- son (formaður), Einar B. Vest- mann og Jón Kr. Guðmunds- son. í lögum félagsins segir m.a. að tilgangur félagsins sé að taka á leigu veibiár og vötn til afnota fyrir félagsmenn. Fyrstu árin var félagið lokað félag og biblistar veibimanna sem óskuðu inngöngu mynduð- ust. Árið 1948 var samþykkt ab opna félagið fyrir öllum sem vildu ganga í það og óx fjöldi félagsmanna hratt. Á sjöunda og áttunda áratugnum voru þeir flestir eba hátt í fjögur hundruð. Um svipað leyti og félagið var opnab 1948 var hið sérstæba úthlutunarkerfi félagsins á veiðileyfum tekið upp sem enn er í gildi. Það er þannig ab fé- lagsmenn draga númer og velja sér veiðidaga þegar ab þeirra afgreiðslunúmeri kemur. Skiptir máli að draga lág númer til þess ab ná í sem besta veiöi- daga og fyrir vikiö var gjarnan öll fjölskylda veibimannsins skráð í félagið. Veibidrnar Þegar SVFA var stofnað voru fá stangaveibifélög starfandi og slagurinn um veiðiárnar ekki eins mikill og síðar varð. Líta menn gjarnan til þessara fyrstu ára í sögu félagsins sem dýrbar- tíma sem tæplega muni renna upp að nýju. Laxá í Dölum var fyrsta áin sem félagiö hafbi og fljótlega bættust vib árnar Fáskrúð, Laxá í Leirársveit og Haukadalsá. Fé- lagib hefur verið með abstöðu í fjölmörgum ám öbrum svo sem Víðidalsá, Langá, Miðfjarbará, Blöndu og Svartá, Grímsá, Flekkudalsá, Andakílsá og Gljúfurá. Þær ár sem félagib hefur verið með lengst á leigu eru Fáskrúb í Dölum, Haukadalsá og Flekku- dalsá. Haukadalsá missti félag- ið 1987 eftir 30 ára leigu og Flekku 1993 sem félagið hafði haft á leigu frá árinu 1958. Á árunum 1994 - 1999 var félagið með Hólmsvatn í Hvítársíðu á leigu í félagi við Stangaveiðifé- lag Borgnesinga. Félagið er enn meb Fáskrúð á leigu til jafns vib landeigendur ásamt Gljúfurá. Félagið leitast ennfremur eftir því ab kaupa leyfi í öðrum ám fyrir félags- menn sína. Húsbyggingar Félagið hefur haft þá stefnu að koma upp góðri abstöbu við þær ár sem hafa verið teknar á leigu. Útgerðin var ekki stór- brotin til að byrja með, tvö tjöld keypti félagið árið 1941 sem veiðimenn notuðu við Laxá í Dölum og 1943 var samþykkt á fundi að byggja hús vib Fáskrúð serh reis fjórum árum síbar eða 1947. Bygging húss vib Haukadalsá 1958 þótti stórhuga framkvæmd á þess tíma mælikvarða og þeg- ar það hús var selt 1978 var keypt til landsins glæsilegt sum- arhús sem komið var fýrir vib Flekkudalsá. Á árunum 1988 til 1993 hafði SVFA Flekku á leigu og gekk húseignin upp í leigu- gjaldið. Mörg smærri hús hafa verið reist, flutt um fjöll og veg- leysur við erfiðustu skilyrði og margan svitadropann. Húsi fé- lagsins við Fáskrúb hefur verið vel vib haldið og hafa endurbæt- ur farib fram og varm.a. ný for- stofa reist við húsið fyrir nokkrum árum. Félagsmál og samstarfsaöilar Ákveðinn og fremur fámenn- ur en kröftugur kjarni félags- manna hefur haldið félagsstarf- inu gangandi í gegnum árin. Úr þessum kjarna hafa komið þeir menn sem hafa gefið kost á sér til stjórnarstarfa og aðrir sem hafa verið boðnir og búnir til ýmissa framkvæmda. Konur hafa lítiö haft sig í frammi á fé- lagsfundum þótt margar hafi stundað veibar meb mönnum sínum. Árib 1972 þótti fundarrit- ara aðalfundar ástæba til þess að geta þess að tvær konur hefðu setið fund og er það taliö í fyrsta sinn sem konur sátu fund í félaginu. í sextíu ára sögu sinni hefur SVFA átt farsælt samstarf við fjölda einstaklinga og félög. Lengst hefur félagið átt sam- vinnu vib stangaveiðifélög Reykjavíkur og Keflavíkur. Sam- skipti félagsins við veiðiréttareig- endur hafa í gegnum árin verið mikil og af ýmsum toga eins og við er að búast þar sem hags- munir eru ólíkir. Stjórn SVFA þakkar öllum samstarfs- og vibskiptavinum fé- lagsins góða samvinnu á liðn- um árum. (Heimildir: Stutt ágrip af sögu Stangaveiðifélags Akraness. Ingi Steinar Gunnlaugsson, 1991) K.K. Allir sem renna í Fáskrúð þekkja þennan stað. Efri-Barki er einn þekktasti veiðistaðurinn í ánni. Mynd: Ingi Steinar Gunnlaugsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.