Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 4
 Stangaveiðifélag Akraness 60 ára Þcar veibist stór fiskur og þar er fallegt Gripið niður í gamalt viðtal við Berg Arnbjörnsson í jólablaði Bæjarblaðsins 1985 birtist viðtal við Berg Arn- björnsson en hann gegndi for- mennsku í Stangaveiöifélagi Akraness á árunum 1952-1957 og 1966-1973. Það var Sigurdór Sigurdórsson sem ræddi við kempuna og hér er gripið niður í viðtalið þar sem talið berst að laxveiði: „Ég hef alla tíð haft mikið yndi af laxveiðum. Ég var ekki nema 12 ára þegar ég fékk lax- veiðibakteríuna. Ekki var nú fyrsta stöngin mín merkilegur gripur. Þetta var hrífuskaft, sem ég hafði mixað hjól á og á þetta veiddi ég minn fyrsta lax og síð- an gat ég ekki hætt og laxveið- arnar verið mitt áhugamál númer eitt. Ég starfaði mikið í Stangaveiðifélagi Akraness og var formaður þess í ein 12 ár og er nú heiðursfélagi þar." Þegar Bergur var spurður að því hvort hann væri löngu hætt- ur að veiða lax svaraði hann því til að það væru ekki nema þrjú eða fjöqur ár. Berqur var fæddur 1901. „Ég er nú orðinn of gamall til að standa í þessu. Það er erfitt að veiða lax, getur raunar verið mikið puð, ef vel veiðist og fisk- urinn er stór. Ég veiddi einu sinni 30 punda lax í Víðidalsá og annan 28 punda. Það var á- nægjulegt." Bergur sagði það mestu á- nægjuna að þreyta fiskinn eftir að hann bítur á. „Eins þykir mér ánægjulegt að vera úti í fallegu umhverfi, mér er alls ekki sama hvernig umhverfið er. Svo er það spenn- ingurinn um að missa fiskinn eða ná honum. Víðidalsáin er í mestu uppá- haldi hjá mér. Þar veiðist stór fiskur og þar er fallegt. Eins vil ég ekki nota annað en flugu nú orðið. Það er meiri vandi að veiða á flugu en maðk. Stór hluti ánægjunnar við laxveið- ina er einmitt spenningurinn sem fylgir því að ná laxinum á land. Það er mun erfiðara að ná laxi á land ef maður notar flugu." Bergur mundi það eins og það hefði gerst í gær hvenær hann veiddi mest á einum degi. „Það var 8. júní 1927, þá fékk ég 20 laxa á einum degi í Þverá. Þetta var erfið lota, því er ekki að neita, ég var og hef alltaf verið einn með stöngina. Annars var óskapleg laxagengd um þetta leyti í Þverá. Á fimm dögum veiddust þá 300 laxar á fjórar stangir. Talið barst aö veiðisögum og einkanlega sögum af þeim stóra sem allir veiðimenn missa en Bergur var ekki vafa með sína laxa: „Ég skal segja þér að ég hef dldrei misst stærri fisk en ég hef veitt. Það er á hreinu. (...) Það er alveg rétt sem þú sagðir áðan, laxveiðin er dýrt sport, og nú orðið nær verðið ekki neinu máli. Þetta tók að hækka veru- lega fljótlega eftir stríð, en fyrir þann tíma var þetta flestum mönnum viðráðanlegt og það kom fyrir að maður fékk að renna fyrir lax fyrir ekki neitt, eða eitthvað sáralítið." Síðustu æviárin dvaldi Bergur á Dvalarheimilinu Höfða en þar var viðtalið tekið. Hann var spurður að því hvort hann ætti sér einhver tómstundamálefni að Höfða? „Það get ég ekki sagt. Þetta er allt ósköp dauft hérna. Þab er varla spilað á spil. Ég hafði mjög gaman af skák, en hér teflir eng- inn maður. Ég tek lífinu bara með ró, les nokkuð, bæbi dag- blöðin og góbar bækur. Svo horf- ir maður auðvitaö á sjónvarpið. Ég skrepp í bæinn svona einu sinni eða tvisvar í viku. Ég fer þá til barna minna eða barna- barna. Ég á orðið stóran hóp af- komenda. Við hjón eignuðumst 5 börn og 4 þeirra eru á lífi. Ég á 20 barnabörn og 23 barna- barnabörn, svo þú sérð að ég er ríkur maður. Annars líður mér bara vel, ég kann vel við mig hér á Höfða þótt félagslífið mætti vera meira." Bergur lést 5. janúar árið 1993. Eftirfarandi félög og fyrirtœki áma Stangaveiðifélagi Akraness heilla með 60 ára afmœlið Versl. Akrasport Skólabraut 28, Akranesi. Versl. Axel Sveinbjörnsson Suðurgötu 7-9 Akranesi. * Versl. Einar Olafsson Skagabraut 9-11, Akranesi. Versl. Skagaver h.f. Miöbæ 3, Akranesi. Veiöihorniö Hafnarstræti 5, Reykjavík. Útivist og veiöi Síöumúla 11, Reykjavík. Landssamband stangaveiöifélaga Stangaveiöifélag Reykjavíkur Brauöa- og kökugeröin Suöurgötu 50a, Akranesi. S j óvá-Almennar Garðabraut 2, Akranesi. Skeljungur Bárugötu 21, Akranesi. * Olíuverslun Islands h.f. Suöurgötu 10, Akranesi. Vátryggingafélag Islands h.f. Stillholti, Akranesi. Olíufélagiö h.f. Breiöargötu 1, Akranesi. Heiburs- félagar SVFA Teitur Stefansson var fyrsti heibursfélagi SVFA en hann var einn af stofnendum þess og var gerður ab heibursfé- laga 1950. Síban þá hafa eft- irtaldir menn verib gerbir ab heibursfélögum: Einar B. Vestmann 1953, Jón Kr. Guðmundsson 1963, Berg- ur Arnbjörnsson, Einar Helga- son, Ingimar Magnússon og Sigríkur Sigríksson árið 1971. Á fimmtugsafmæli félagsins voru Jón Z. Sigríksson, Sigurð- ur Helgason, Ársæll Valdi- marsson og Guðni Eyjólfsson gerðir að heiðursfélögum. Formenn Stangaveiöifélagsins 1941-1946 frá upphafi Einar Helgason 1946-1947 Sigurður Hallbjarnarson 1947-1952 Egill Sigurðsson 1952-1957 Bergur Arnbjörnsson 1957-1958 Ingólfur Jónsson 1958-1963 Helgi Júlíusson 1963-1964 Stefán Teitsson 1964-1965 Engilbert Guðjónsson 1965-1966 Haukur Ármannsson 1966-1973 Bergur Arnbjörnsson 1973-1984 Benedikt Jónmundsson 1984-1986 Tómas Runólfsson 1986-1991 Böövar Björnsson 1991-2000 Kjartan Guðmundsson 2000- Jónas Geirsson Hann — — veit Ljósar flugur i sólskini, Dökkar I dimmviðri. Segja þeir reyndu. Flugurnar/ Bæði Ijósar og dökkar höfum vlð VEIÐIFLUGDGERÐIN REYKJAVLK SÍMl 2496

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.