Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 9
 FOSTUDAGUR 4. MAI 2001 9 Lionsmenn á Reykhólum aflienda sumargjafir Á sumardaginn fyrsta afhenti Islands en hann gaf andvirði stólsins Reykhóladeild Lionsklúbbs Búðar- dals tveimur þjónustustofnunum í heimabyggðinni veglegar sumar- gjafir. Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð var færður baðstóll að verðmæti 270.000 kr. og heilsu- gæslustöðinni á Reykhólum neyðar- taska með súrefnismettunarmæli að verðmæti 240.000 kr. Fjármagn til þessara tækjakaupa fékk deildin að megin hluta frá góð- um styrktaraðilum. Ber þá fyrst að nefna Menningarsjóð Landsbanka og kaupin á neyðartækjatöskunni styrktu með fjárframlögum: Lilja Þórarinsdóttir, Eyrarsparisjóður, Kaupfélag Króksfjarðar, Kvenfélag Geiradalshrepps, Kvenfélagið Lilj- an, Reykhólahreppur, Verkalýðs- og sjómannafélagið Grettir og Þör- ungaverksmiðjan hf. Deildin biður fyrir þakkir til þess- ara aðila, fyrir framlag þeirra og þann góða skilning sem þeir sýndu þessari viðleitni deildarinnar til þess að bæta og treysta búsetu í Reyk- hólahreppi. Freyjukórinn í Borgarfirði ásamt stjómanda þeima Zsuzsönnu Budai, Steinunni Amadóttur undirleikara og Hauki Gíslasyni kontrabassaleikara. Myndir GHP Húsfyllir hjá Freyjukómum Halldóra Friðjónsdóttir og Dagný Sigurðardóttir sungu eitt lag saman Freyjukórinn í Borgarfirði hélt sína árlegu vortónleika í Reyk- holtskirkju síðastliðinn laugardag. Húsfyllir var á tónleikunum þar sem kórinn flutti fjölbreytta dag- skrá undir stjórn Zsuzsönnu Budai. Meðal annars sungu Freyjurnar lög úr þekktum söngleikjum og brustu í dans þegar hæst stóð. Góður róm- ur var gerður að dagskránni sem þótti takast afar vel. Einsöngvarar voru þær Dagný Sigurðardóttir, Halldóra Friðjóns- dóttir, Kristín M Ágústsdóttir og Margrét J óhannsdóttir. Auk kórsins komu fram á tón- leikunum Ella Björt Daníelsdóttir, klarinett og Þorsteinn G. Sigurðs- son, píanó. Undirleikarar voru þau Steinunn Árnadóttir sem lék á pí- anó og Haukur Gíslason sem lék á kontrabassa. GHP Stuðningur við sjómenn Eftirfarandi ályktun var ein- róma samþykkt á 1. maífundi stéttarfélaganna á Akranesi. „Baráttu- og hátíðarfundur stéttarfélaganna á Akranesi sendir sjómönnum baráttu- kveðjur og lýsir yfir fullum stuðningi við réttmætar kröfiir þeirra. Jafnframt skorar fundur- inn á viðsemjendur þeirra að ganga nú þegar til samninga, þannig að hjól atvinnulísfsins í sjávarbyggðum landsins fari að snúast á ný.“ (Fréttatilkynning) 50 ár frá fyrsta Islandsmeistara- titlinum I sumar eru liðin 50 ár frá því að knattspyrnulið IA varð í fyrsta skipti Islandsmeistari í meistara- flokki karla. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi var samþykkt sú tillaga Sjálfstæðisflokksins að þessa atburðar yrði minnst á við- eigandi hátt og að bæjarstjóra yrði falið að gera tillögu þess efnis og fylgja eftir framkvæmd hennar. I greinargerð með tillögunni segir m.a. að sigurinn hafi vakið mikla athygli á sínum tíma enda hafi þetta verið í fyrsta skipti sem lið utan Reykjavíkur hampaði tidinum eftírsótta. Að ljóst sé að fátt hafi komið Akranesi meira inn í umræðuna og sviðsljósið en afrek liðsins sem varð Islands- meistari árið 1951, enda knatt- spyrnan og afrek liða sem síðar komu ffá Akranesi rakin beint til frumherjanna með einum eða öðrum hætti. Orðstír bæjarins út á við hafi að miklu leyti snúist um knattspyrnu og að því sé við hæfi að þessa merka atburðar verði minnst á viðeigandi hátt. SOK mm m llarjqerðivafíQaiin vörðultimbri, skjólveggimi ’.mffafflmarhúsið ii Utimálning og viðarvarnarefni í miklu úrvali Málningarverkfæri penslar, rúllur o.fl. o.fl. Allar gerðir festinga í pallinn þinn Ahöld og verkfæri í garðinn Opið í hádeginu og laugardags frá kl. 10-14 Slöngukerfi og fylgihlutir Smi^uvóllym 0 # 300 Akranes • Sími: 430 0000 • Fax: 430 0001 Netfang: * Veffang: www.akyr.is Vrtifí vélkmuirt i AKun ðfltir m liifWiyrfið fttttnkmnitiir á Iminu. I (jttiflitwtn efla mtmitliiMmi, flKllli hýflut mikifl fltvfll liyijtjítitj.ifttlti.'i ng vnrkfatt:) lytit ftímikvwttitlaliifk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.