Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 14
14 FOSTUDAGUR 4. MAI 2001 ^ikUaunuK. Tónleikar Grundartangakórsins Smári Vífilsson sérstakur gestur Grundartangakórinn hélt tón- leika í Bíóhöllinni á Akranesi þann 26. apríl síðastliðinn ásamt Karla- kórnum Stefni úr Mosfellsbæ. Smári Vífilsson, stórtenór Akur- nesinga sem um þessar mundir er búsettur í Kaupmannahöíh, kom sérstaklega til landsins til að taka þátt í tónleikunum. Grundartanga- kórinn hóf tónleikana á því að syngja lög eins og Hver á sér fegra föðurland og Stál og hnífur. Þá söng Smári einsöng í tveimur lög- um með kórnum áður en Karlakór- inn Stefnir hóf upp raust sína. Að því loknu sungu kórarnir tveir sam- an en lokaatriði tónleikanna var einsöngur Smára við ljóð Davíðs Stefánssonar, Hamraborgin. Atli Guðlaugsson var stjórnandi beggja kóranna. SOK Sjóstangveiðimót á Snæfellsnesi Sjóstangveiðifélag Reykjarvíkur hélt sitt innanfélagsmót í Grundar- firði um síðustu helgi og hefur þátttakan aldrei verið meiri. „Við ákváðum að reyna eitthvað nýtt og þegar stjórnin rakst á það í fundar- gerð að mót hafi verið haldið í Grundarfirði fyrir mörgum árum ákváðum við að slá til. Við erum öll mjög ánægð með þátttökuna og móttökurnar í Grundarfirði og sé ég ekkert því tilfyrirstöðu að mótið verði haldið hér árlega“, sagði einn þátttakendanna. Einnig hélt Sjósnæ sitt mót í Olafsvík um helgana og síðan var haldið sameiginlegt lokahóf félag- anna í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar þar sem allir skemmtu sér mjög vel. SIR Fimleikafólk í Snæfellsbœ sýnir listir sýnar. Mynd: SIR Fimleikasýning í Olafsvík Vetrarstarfið hefur verið öflugt krakkar í 1.-6. bekk grunnskól- hjá fimleikadeild Víkings og Reynis og sýndu félögin afrakstur vetrarins með fimleikasýningu í nýja íþróttahúsinu í Olafsvík um síðustu helgi. I deildinni eru anna og að sögn þjálfara hefur gengið framar vonum að fá krakka í Snæfellsbæ til að stunda fimleika. SIR Stangveiðimeim á Snæfellsnesi varfarið að klœja í lófana eftir að geta byrjað að bleyta fierið. Þeir byrjuðu því vertíðina snemma og erufamir að moka upp bleikjunni í lóninu við Fróðá. Mynd: Sir Gullmerkishafar og heiðursfélagar. F.v. Kjartan, Ólafiir, Bjamheiður, Sigurður, Benedikt og Stefán Afinælisfagnaður Stanga- veiðifélags Akraness Stangaveiðifélag Akraness hélt um helgina hátíð í Verkalýðsfélags- húsinu á Akranesi í tílefni 60 ára af- mælis síns en stofhfundur SVFA var haldinn þann 1. maí 1941. Margir góðir gestir sáu sér fært að koma og samgleðjast félaginu á þessum tíma- mótum, m.a. meðlimir úr stjórnum annarra stangaveiðifélaga. Kjartan Guðmundsson var veislustjóri. Formaður SVFA, Jónas Geirsson, hélt ræðu við tækifærið eins og lög gera ráð fyrir og kom í máli hans m.a. ffam að félagsmönnum hefur fækkað töluvert á síðustu 20 árum, Jónas Geirsson, formaður SVFAfékk fyrstur að skera afmælistertuna úr 350 í 110. Hann sagði að ef til vill hefði oftar blásið byrlegar fyrir fé- laginu og að þrátt fyrir síhækkandi verð á veiðileyfum og samdrátt í veiði reyndist æ erfiðara að etja kappi við fjársterka einstaklinga og félög um veiðileyfi og leigurétt. Hann sagði suma telja að heila kyn- slóð vantaði inn í veiðina, kynslóð sem í dag stundaði frekar tölvuleiki og hjólabretti. Astæðuna taldi hann hugsanlega vera þá að veiðiskapur væri orðinn of dýr. Stangaveiði- menn sagði hann vera óforbetran- lega bjartsýnismenn upp til hópa og ef þeir nýttu þessa innbyggðu heimatílbúnu eiginleika þyrftu þeir ekki að kvíða ffamtíðinni. Stjóm SVFA hafði ákveðið að ffú Eðvaldína Kristjánsdóttír frá Gler- árskógum, Ólafur Þórðarson, gjald- keri félagsins og Benedikt Jón- mundsson, fyrrverandi formaður SVFA yrðu sæmd gullmerki félags- ins þennan dag. Þeir Benedikt og Olafur fyrir áralöng störf í þágu þess en Eðvaldína fyrir einstaka velvild í garð félagsins en hún hefur leigt fé- laginu ána sína, Fáskrúð, í tæp 60 ár. Eðvaldína gat ekki verið viðstödd en dætur hennar komu og tók önnur þeirra, Bjarnheiður, við gullmerkinu fýrir hönd móður sinnar. Þeir Kjartan Guðmundsson, Stef- án Teitsson og Sigurður B. Sigurðs- son vora gerðir að heiðursfélögum og komust þar með í ffíðan flokk manna. Allir hafa þeir verið í SVFA í mörg ár og Kjartan og Stefán em báðir fýrrverandi formenn þess. Sig- urður er elstí meðlimur félagsins, kominn á níræðisaldur, auk þess sem hann hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður. Félaginu vom færðar góðar gjafir á afmælisfagnaðinum frá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur og gjöf ffá Eðvaldínu og dætmm hennar. SÓK Leiðrétting I spjalli við fjóra fengsæla veiðimenn sem birtist í afmælis- blaði Stangaveiðfélags Akraness sem gefið var út í tilefni af 60 ára afmæli þess l.maí s.l. urðu þau leiðu mistök að Laxá í Leirár- sveit, þar sem Guðni Eyjólfs og fleiri góðir veiðimenn fengu 195 laxa í eftirminnilegum veiðitúr var í viðtalinu sögð hafa verið Grímsá. Undirritaður biður við- komandi veiðimenn að líta mildilega á þessi mistök sem urðu vegna viðutanháttar við hlustun á segulbandsupptöku; Kristján Kristjánsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.