Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 04.05.2001, Blaðsíða 16
netmarkaðurinn.is “"T h*(m á morflUn„„J PÓSTURINN SJÓVÁ r»' ALMENNAR Borgarbraut 61,310 Borgarnesi. S: 4371040 Krákur er hetja Halifaxa Fyrir viku virtust öll sund lokuð Föxum og fall úr þriðjudeild ó- umflýjanlegt. Síðan hafa tveir leikir verið leiknir og tveimur er enn ólokið. Ef ekki væri fyrir framtakssemi hetjunnar hugprúðu, Kráks frá Mið- Fossum (Craig Middleton) væru Faxar löngu fallnir. I líflaus- um leik gegn Unaðsdal (Darlington) leiddist Kráki og leikinn vildi skakka. Hljóp hann rakleiðis upp kant og fastar buxur girti. Af tökkum þyrlaði hann þykkum rnoldar mekki, muldi gras og foystuna hirti. Urðu mörkin ekki fleiri í þeim leik. Því næst var haldið til Linkollaborgar (Lincoln City). Tap þar hefði gert stöðu Faxa harla vonlausa. Linkollar sýdu þá fádæma ógestrisni að skora snemma í leiknum og hleypa Föxum síðan hvergi nærri í mark- færi. Krákur var ekki á því að láta við svo búið standa. En þar sem hann er einlægur aðdáandi lélegra amerískra hasarmynda, hélt hann áhorfendum í iðandi spennu frarn á síðustu sekúndu leiksins þegar hann jafnaði með sérdeilis list- rænni utanfótarhælspyrnu. Nú er staðan því þannig að Fax- ar eiga sæti sitt í deildinni víst ef Þurrkví (Torquay) vinnur Barning (Barnet) eða ef Barningur vinnur Þurrkví, nú eða ef Faxar ná af eig- Krákurfrá Miðfossum in rammleik einu stigi úr leikjun- um tveimur sem eftir eru. Geri Þurrkví og Barningur hins- vegar jafntefli ásamt með þvi að Faxar tapi báðum leikjunum sem eftir er þá falla Faxar. Þannig er staðan á botninum nuna: Nr Lið Leikir Stig 20 Skrúfubær 44 49 21 Karlsey 45 47 22 Halifaxhreppur 44 46 23 Þurrkví 45 46 24 Bamingur 45 45 BMK ÞaS er ávallt líf ogfjör í handavinnustofunni á HöfSa á Akranesi nytt wrumítfne?* Skrifstofa Skessuhorns í Borgarnesi er flutt aö Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Netfang: skessuhorn@skessuhorn. is Skrifstofa Skessuhorns á Akranesi er aö Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.