Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 17.05.2001, Side 1

Skessuhorn - 17.05.2001, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 20. tbl. 4. árg. 17. maí 2001 Kr. 250 í lausasölu Tölvur Tölvuviðgerðir Skrifstofuvörur Símtæki HyrfWtorgi • 430 2200 - verslun@i$lensk.is > Skúlaskeið til Chicago Listamaðurinn Páíl Guðmunds- son í Húsafelli verður innan skamms kominn á stall með mörg- um af ffemstu högglistamönnum heimsins en verk eftir hann hefur verið valið til að prýða hinn þekkta höggmyndagarð International Sculpmre Park sem er staðsettur skammt ffá Chicago. Þar em lista- verk eftir þekkta högglistamenn víðsvegar að úr heiminum, m.a. Dennis Oppenheim, Makato Sei og fleiri. Verkið sem valið var til eilífrar vistar í höggmyndagarðinum ber nafnið Skúlaskeið og er um tveggja metra há höggmynd með tilvísun í samnefnt kvæði Gríms Thomsens um Skúla sem komst undan réttvísinni á hestinum Sörla. „Sörli er heygður Húsa- fells- í túni,“ segir í kvæðinu. Listaverkið sem Páll vann í Húsa- felli í vemr í klett úr bæjargilinu var hluti af sýningunni „Fjöll rím- ar við Tröll“ sem er nýlokið í As- mundarsafni. Skúlaskeið er núna á leið með skipi til Chigago en gert er ráð fyrir að það verði komið upp í International Sculpture Park þann 25. maí n.k. Þess má að lokum geta að fyrr- neffid sýning Páls, að Skúlaskeiði undanskildu, verður sett upp í Reykholti í sumar í tengslum við Borgfirðingahátíð sem haldin verður um miðjan júní n.k. GE Með Skessuhorni í dag fylgir fjögurra síðna aukablað um knattspyrnu sem er helgað kynningu á úrvalsdeildarliði IA í sumar. Knatt- spymu- kálfur Rekinnfyrir ljarveru vegna björgunarstarra Fyrir u.þ.b. tveimur vikum voru björgunarsveitir af Akranesi og úr Borgarfirði kallaðar út til að leita að manni sem var saknað. Maðurinn fannst eftir nokkuð umfangsmikla leit í Hvalfirði og nágrenni. Þegar einn björgunarsveitarmannanna mætti í vinnu daginn eftir var hon- um sagt upp störfum og samkvæmt heimildum Skessuhoms var upp- sögnin í sambandi við fjarveru vegna björgunarstarfa. Hannes Sigurðsson formaður Björgunarfélags Akraness staðfesti þessa frétt í samtali við Skessuhorn og sagði að menn litu þetta alvarleg- um augum. „Menn em í þessu starfi í sjálfboðavinnu og era jafnvel að leggja sig í hættu við björgunarstörf. Það er því varla á bætandi ef menn eiga það í ofanálag á hættu að missa vinnuna," sagði Hannes. Hann bætti því hinsvegar við að vissulega hefðu atvinnurekendur almennt sýnt starfi björgunarsveitanna mikinn skilning í gegnum tíðina og ættu þar-með stóran þátt í að gera sveitunum kleift að halda úti sinni starfsemi. „Slíkt ber að sjálfsögðu að þakka“, sagði Hannes. GE ÍA og Skallagrímur Kvennaflokkar sameinaðir? Rætt hefur verið um samstarf og jafnvel sameiningu kvennaflokka í knattspyrnu hjá IA og Skallagrími. Að sögn Aðalsteins Símonarsonar stjórnarmanns í knattspyrnudeild Skallagríms hefur verið ákveðið að leikmenn 2. flokks kvenna í Skalla- grími leiki með IA í sumar. Sagði hann að vilji hefði verið fyrir því á báðum stöðum að liðin sendu sam- eiginlegt lið til keppni í sumar. Hinsvegar væri smtt síðan hug- myndin hefði komið upp og þá hefði verð of seint að breyta skrán- ingunni hjá KSI. Aðalsteinn segir að ef samstarfið gangi vel í sumar komi vel til greina að félögin sendi sameigin- legt lið til keppni í fleiri flokkum í kvennaknattspyrnunni á næsta keppnistímabili. Sagði hann að viðræður um slíkt myndu trúlega hefjast strax í sumar. „Kvennaknattspyrnan á erfitt uppdráttar í Borgarnesi og á Akra- nesi og víðar um landið vegna mannfæðar og því liggur það mjög beint við að félögin starfi saman á þessu sviði,“ segir Aðalsteinn. GE

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.