Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 5
iíiiiasunuK. FIMMTUDAGUR 17. MAI 2001 5 S Ok á lamb Okumaður á mótorhjóli meiddist á baki og marðist illa þegar hann ók á lamb á Innes- vegi skammt frá Akranesi síðast- liðinn föstudag og er hjólið all- rnikið skemmt eftir óhappið. Lausaganga búfjár er bönnuð í Innri Akraneshreppi. GE Góð rækjuveiði Fjórir bátar frá Hólmavík; Sæ- björg, Kópnes, Hilmir og Grímsey, hafa verið við rækjuveiðar í Kolluál og landað aflanum í Grundarfirði. Lönduðu þeir síðasdiðinn sunnu- dag 45 tonnum af rækju eftir aðeins 2 sólahringa veiði og svo aftur á þriðjudag með 35 tonn eftir sólar- hringsveiði. Aflanum er öllum keyrt til Hólmavíkur og unnin í Hólmadrang sem nú er í eigu UA. Guðmundur Gústafsson skipstjóri og eigandi Sæbjargar segir að veið- in sé mikil og rækjan mjög góð. Hann segir að veiðunum verði haldið áfram á þessum slóðum svo lengi sem veiðist betur fyrir sunnan en norðan. SIR * Utskriftarfatnadur Hitaveita Dalabvggðar: Tímitil kominn að tengja Hitaveita Dalabyggðar ehf. var formlega tekin í notkun í lok síðasta árs eins og áður hefur verið greint frá. Skessuhorn hafði samband við Einar Mathiesen, fram- kvæmdastjóra, hitaveitunnar og innti hann fregna af því hvernig gengi að fá íbua til að tengjast hitaveitunni. „Hita- veitan er búinn að tengja um 80 hús við veitukerfið og gert er ráð fyrir að að hægt verði að tengja um 150 fasteignir við kerfið svo þetta er rúm- lega helmingurinn. Þetta mætti ganga hraðar fyrir sig en við erum engu að síður á- nægðir með hvað íbúar hafa tekið vel við sér. Þann 31. júlí n.k. falla niður niðurgreiðslur til húshitunnar á svæðinu og viljum við því beina þeim til- mælum til fasteignaeigenda að þeir hugi að tengingu sem allra fyrst,“ sagði Einar. GE Fróðár- undrin á fjalimar Laugardaginn 25. maí n.k. verður frumsýnt nýtt íslenskt leikverk í Hótel Höfða í Olafsvík. Verkið sem samið er fyrir frumkvæði Eyglóar Eg- ilsdóttur hótelstjóra á Höfða er byggt á sögunni um Fróð- árundrin sem er ein þekktasta draugasaga Islandssögunnar. Höfundur leikritsins er Jón Hjartarson leikari sem ættað- ur er frá Hellissandi en tónlist við verkið er eftir Pétur Grét- arsson. Ferða- mannaver- tíðin hefst snemma Ferðamannatímabilið virð- ist hefjast með fyrra móti á Vesturlandi þetta árið ef marka má svör ferðaþjónustu- aðila sem Skessuhorn hafði samband við í síðustu viku. Almennt sögðu þeir að um- ferðin væri meiri en á sama tíma í fyrra. GE Kosningar í haust? Eins og áður hefur ver- ið greint frá í Skessuhorni hafa Reykhólahreppur, Saurbæjarhreppur og Dalabyggð ákveðið að hefja viðræður um sam- einingu sveitarfélaganna þriggja. T nefndinni eiga sæti Jóna Valgerður Guð- jónsdóttir sveitarstjóri og Karl Kristjánsson, odd- viti, frá Reykhólahreppi, Sigurður Þórólfsson og Sæmuridur Kristjánsson öddviti, frá Saurbæjar- hreppi og Þorsteinn Jóns- son og Sigurður Rúnar Friðjónsson oddviti, frá Dalabyggð. l-'yrst i fúndur yiðræðu- nefndarinnar var haldinn fyrir stuttu. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er tölu- verður áhugi fyrir sameiningu í hópi fulltrúa Dalabyggðar og Veröi aö sameinmgu mun nýja svettaiýdagiö ?ia yfir Gilsfjöröin og na yfiir nuverandi kjöraæmamörk Vestfiarða- og Vesturlandskjördæmis um afstöðu fulkrúa Saurbæjar- að halda kynningu fyrir íbúa sameining samþykkt í almennri hrepps. Stefnt mun vera að stíf- svæðisins í september eða októ- kosningu verður kosið í fyrstu urn fundarhöldum í sumar og ber. Jafnvel er búist við að kosn- sveitarstjórn nýs sveitarfélags fram á haustið. Ef þær viðræður ingar ufri sameiningu geti larið næsta vor. Reykltólahrepps en ekki er vitað ganga vel mun vera stefnt að því fram fyrir næstu áramót. Verði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.