Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. MAI 2001 áníssuhuk. I Vaxtamöffuleikar SHA rniklir segir Guðjón S. Brjánsson. nýráðinn framkvæmdastjóri Gamli tónlistar- skólinnrifinn í síðustu viku spurðist út að rífa ætti gamla tónlistarskólann í Grundarfirði. Þá tóku nokkrir skólakrakkar sig til og tóku „for- skot á sæluna“ með því að brjóta allar rúðurnar í húsni. Björg A- gústdóttir sveitarstjóri sagði að það væri vissulega á dagskrá að rífa húsið en ekki alveg á næstunni. Hún átti hinsvegar von á að verk- inu yrði flýtt þar sem hætta stafaði af húsinu eftir að rúðurnar voru brotnar. SIR Kveikt í sinu Guðjón S. Brjánsson var nýverið ráðinn framkvæmdastjóri Sjúkra- húss Akraness (SHA) og hóf hann störf þann 29. mars síðasdiðinn. Hann kom til Akraness frá ísafirði þar sem hann starfaði í ein átta ár sem framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar þar í bæ sem er Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði og heilsugæslustöð á Flateyri, Þingeyri og Isafirði. Því fer þó fjarri að Guð- jón hafi búið alla sína tíð á Isafirði því hann er Akureyringur að ætt og uppruna og hefur starfað víða um land við hin ýmsu störf. Arin sem hann hefur gegnt stjórnunarstöð- um í heilbrigðisþjónustu eru orðin 22 talsins, nærri aldarfjórðungur, en hann er upphaflega menntaður félagsráðgjafi. Blaðamaður Skessu- horns leit inn til Guðjóns á dögun- um til að forvitnast um hvernig honum gengi í nýju starfi. „Þetta er allflókin samsetning á starfsemi. Á SHA eru yfir 30 starfs- stéttir og bilið á milli þeirra í menntun, skoðunum og reynslu er talsvert mikið og viðhorfin mörg. Það tekur auðvitað sinn tíma að kynnast þessu starfsfólki, sérstak- lega þar sem ég er mjög ómann- glöggur. En þetta leggst mjög vel í mig. Þó þurfum við að taka til hjá okkur á ýmsum sviðum en ég kem hér að mjög myndarlegu búi og ég vil undirstrika það, hér er starfsem- in í miklum blóma. En það eru svona ómerkileg mál eins og pen- ingamál sem þurfa að vera í lagi og það er gerð mikil krafa um það.“ Guðjón S. Brjánsson, jramkvd’mdastjóri Sjúkrahúss Akraness. síðarnefnda. „Hér eru utn 100 fleiri starfsmenn og öll heilbrigðisþjón- usta er miklu fjölþættari. Bærinn er í nálægð Reykjavíkur og starfsemin dregur dám af því. Vaxtamöguleik- ar SHA eru miklir en við þurfum að halda vel á spöðunum.“ Mörg við- horf eru uppi í heilbrigðisþjónustu og eitt af þeim er að breyta eigi þeim sjúkrahúsum sem liggja ná- lægt höfuðborgarsvæðinu þannig að þau veiti einungis einfalda þjón- ustu, svo sem öldrunarþjónustu, en öll flóknari vinna fari fram í Reykjavík. „Við erum ekki sammála þessu en teljum þvert á móti að í staðsetningunni felist tækifærin til sóknar. Við teljum að þessi sjúkra- hús eigi að gegna mikilvægu hlut- verki. Við eigum að velja okkur það svið sem við erum sterk í og gerum best. Það er verkefhi okkar á næstu árum. Að marka leiðina. Við getum ekki gert alla hluti, þá myndi fljótt halla undan fæti.“ Guðjón segist ánægður með starfsfólk SHA og var einmitt á leið á sinn fýrsta kynningarfund þegar blaðamaður Skessuhorns tók hann tali. „Hér vinnur mjög áhugasamt og metnaðarfullt fólk. Með nýjum framkvæmdastjóra koma auðvitað ný viðhorf að einhverju leyti en vinnustaðamenningin hér er sterk og það verður ekki rifið niður. Til- gangur fundarins er aðallega að leyfa fólki að sjá framan í mig. Þar verða engar stefnumótandi yfirlýs- ingar um það sem koma skal heldur vil ég opna fyrir þau viðhorf sem ég stend fyrir og brýna fólk til sam- starfs um þau verkefni sem við þurfum að vinna saman. Vinna þarf að breytingum á einhverjum svið- um en alls ekki öllum og í rauninni eru þetta ekki róttækar breytingar til að byrja með. Eg vil fara hægt í sakirnar en krafa ráðuneytisins og stefha stjórnar er sú að reksturinn hér verði í jafnvægi, að við snúum af braut hallarekstrar. Það þýðir að við þurfum að taka okkur taki. Það tekst en tekur kannski einhvern tíma.“ SÓK Bygging Fjórðungssjúkrahússins á Isafirði er að flatarmáli svipuð að stærð og SHA. Guðjón segir þó að starfsemin sé mun viðameiri á því Guðjón segir það ekki hafa verið mikið mál að rífa sig upp með rót- um, segja upp sem framkvæmda- stjóri á Isafirði og flytjast þaðan til Akraness. „Við kunnum ágætlega við okkur á ísafirði hjónin og kon- an mín rekur þar sitt fyrirtæki enn- þá, hvað sem verður. Við ákváðum að nú væri tíminn til að breyta til áður en maður yrði of gamall. En ég get ekki annað en mælt með bú- setu á Isafirði. Það var ágætis reynsla. Eg held hins vegar að menn eigi ekki að vera mjög lengi í svona stjórnunarstarfi og tel að menn geri hvorki sjálfum sér, verk- efninu eða staðnum greiða með því. Svona 7-8 ár er hæfilegur tími.“ Blaðamaður minnir Guðjón á að Sigurður Olafsson, fyrirrennari hans, hafi gegnt starfinu í 36 ár. „Tímarnir eru bara svo breyttir. Þetta er bara ekki sambærilegt. Fólk í dag velur sér ekki ævistarf á einum stað. En það átti mjög vel við og það þótti dyggð að þjóna sama vinnuveitanda lengi. En hjá ungu fólki í dag er það allt öðru- vísi.“ SíðastliSinn fóstudag var slökkviliðið í Borgamesi kallað út vegna sinubruna við Fíflholt á Mýnmi. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og hlaust ekki skaði af. Varla þaif að takafratn að það er ólöglegt að brenna sinu eftir 1. maí. Mynd: GE 'Penninn Hugleiðing iim Sólnnmdarhöfða Þegar „hverfið", byggðin á Garðagrundunum, var skipulögð var á því skipulagi gert ráð fyrir almenningsgarði -skrúðgarði- fyrir neðan Innnesveg, gengt göt- unum Bjarkar- og Furugrund, inn að Dvalarheimilinu Höfða. Þetta skipulag er að finna í gögnum byggingarnefndar frá þessum tíma. I dag vex annar gróður á þessari landspildu, og ætia ég ekki að hafa skoðun á þvi. Augljóst er hinsvegar að mikil þörf er á útivistarsvæði sem teng- ist bænum, slík svæði hafa alltaf aðdráttarafl, bæði fyrir heima- menn og gesti. Akranesbær hefur eignast land Sólmundarhöfðans og þar með möguleika á að gera þar glæsilegt útivistarsvæði. Utsýnið er stórkostlegt og þarna mætti gera skrúðgarðinn, sem til stóð að gera á ströndinni. Staðurinn hefur fleira til síns á- gætis, þama er fjaran alveg við, sem leiksvæði fyrir börn á öllum aldri. I þessum garði mætti alveg reisa einingahús úr timbri eða bjálka- hús, þar sem eldri borgarar gætu haft aðstöðu til ýmissar félags- starfsemi, þar sem frá upphafi væri gert ráð fyrir hverjum þætti á sínum stað. Að öðra leyti ætti þetta svæði að vera fyrir alla, sem þangað vildu koma, því allir geta óháð aldri nýtt sér göngustíga og úti- vist. I áðurnefhdu húsi gæti verið dulítið kaffihús, þar sem gestir gætu notið útsýnis og veitinga. Eg sé fyrir mér konur í íslensk- um búningum bera fram rótsterkt kaffi í bollum með gömlum mynstrum, ásamt kleinum, pönnukökum og öðru góðgæti. Segi aftur, þetta svæði gæti ver- ið aðdráttarafl fyrir þá, sem bæinn heimsækja til að skoða það sem markvisst er, en það er fjölmargt ef að er gáð! Ef tekið er saman það sem ég vil segja er það þetta: Höfðasvæðið á að gera að glæsilegu útivistarsvæði fyrir al- menning. Staðsetja þar fallegt félagsheim- ili, sem einnig hýsti notalegt kaffi- hús. Mér datt þetta svona í hug! Unnur Leifsdóttir E.S. Á svæðinu stendur snoturt hús byggt 1903 og enn eru þarna hlaðnir túngarðar frá því fyrir aldamót c.a. 1880. Hvorutveggja gefur staðnum gildi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.