Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 9
oKÍsaunu.^ FIMMTUDAGUR 17. MAI 2001 9 Góð byrj- un fyrir ölku Gunnlaugur Jónsson kemur til meö aö bera fyrirliöabandiö í sumar hjá ÍA. Gunnlaugur lék vetur meö þýska liöinu KFC Uerding en kom heim fyrir rétt rúmri viku. Aöspuröur um mögu- leika Skagaliösins í sumar sagöi hann aö þeir væru nokkuð góöir. „Viö förum að sjálfsögöu meö því hugarfari í hvern leik til aö sigra. Hópurinn er samstíga í þeim verkefnum sem fyrir liggja og þar er okkar styrkur. Ef viö sleppum við meiösli hjá reyndari mönnum liösins ættu hlutirnir aö ganga þokkalega.“ Fjórir reyndir leik- menn eru farnir frá liðinu frá síð- asta tímabili. Viö báöum Gunn- laug um aö bera saman liöið frá í fyrra og þaö sem er aö hefja leik í dag. „Vissulega er mikil reynsla farin úr liöinu, þaö þarf þó ekki endilega aö þýöa aö liðið veikist. Margir ungir og efnilegir leik- menn fá eldskírn sína í sumar, eins koma nokkrir eldri leikmenn til meö aö spila stærra hlutverk innan liösins. Þrír fyrstu leikir mótsins eru spilaðir á ellefu dög- um og þeir gætu sagt til um á hvaöa vígstöðvum viö munum berjast í sumar. Ef viö komumst klakklaust í gegnum þessa þrjá leiki, hef ég fulla trú á aö viö get- um blandað okkur í toppbarátt- una“ Gunnlaugur er eini núverandi leikmaöur ÍA, aö Ólafi Þóröarsyni frátöldum, sem hefur spilaö A- landsleik.“Ég er búinn aö fá smjörþefinn af landsliðinu og vil því meira. Ég taldi mig hafa spil- að vel úti á Indlandi í janúar og átti alveg eins von á því aö vera valinn í þá landsleiki sem fylgdu í kjölfarið, kalliö kom þó ekki. Þaö er alveg Ijóst aö þaö hjálpar leik- mönnum aö vera spila sem at- vinnumenn til aö komast í lands- liöiö. Ég mun byrja á því aö standa mig meö ÍA í sumar, svo sjáum viö til hvort þaö dugar fyrir landsliössæti." Við minnum á að 5 kr. af hverjum lítra af Coca-Cola sem þú kaupir í Verslun Einars Ólafssonar eða Skagaveri renna óskiptar til Knattspyrnufélags ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.