Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 oatssunub. utttsaunui.. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 11 Aðalsteinn Víglundsson 13 Almar Viðarsson 3 Andri Karvelsson 7 Baldur Aðalsteinsson 26 Ellert Björnsson 21 Garðar Gunnlaugsson Liðsstjóri 36 ára Varnarmaður 20 ára Varnarmaður 22 ára Miðjumaður 21 árs Sóknarmaður 19 ára Sóknarmaður 18 ára 12 leikir 1 mark 57 leikir 69 leikir 21 mark 16 leikir 4 mörk . 13 leikir lmark í hugum margra hefst sumarið á fyrsta leikdegi íslandsmótsins í knattspyrnu. Sú hugsun er á- byggilega algeng hér á Vestur- landi, ekki síst á Akranesi. Það er alltaf mikil eftirvænting í loftinu þegar boltinn fer að rúlla jafnvel þótt ekki sé búist við stórum afrek- um. Ljóst er að væntingarnar hafa oft verið meiri til vestlenskra knatt- spyrnuliða. Skagamenn höfnuðu í fimmta sæti á íslandsmótinu í fyrrasumar og síðan hafa nokkrir leikmenn kvatt félagið en fáir kom- ið í þeirra stað. Skagaliðið í ár er að mestu skipað ungum og lítt reyndum leikmönnum en sagan hefur hvað erftir annað sýnt að leikirnir vinnast ekki á verðmiðun- um á baki leikmanna. Skagaliðið hefur oftar en ekki staðið sig hvað best þegar væntingarnar voru hvað minnstar og því er aldrei að vita hvað getur gerst í sumar. Það er vert að rifja það upp að í ár eru fimmtíu ár frá því Skaga- menn unnu sinn fyrsta íslands- meistaratitil í knattspyrnu. Spurn- ingin er síðan sú hvernig þeir hyggjast minnast þessara tíma- móta. Árangur ÍA frá upphafi íslandsmeistari: (alls 17) '51,'53,'54,'57,'58,'60,70,'74,75,'77,'83,'84,'92,'93,'94,'95,96 Bikarmeistari: (alls 8) '78,'82,'83,'84,'86,'93,'96,'00 B-Deildarmeistari : '68,'91 Deildarbikarn eistari: '96,'99 Meistarakeppni KSÍ: '78,'87,'94,'95 íslandsmeistari innannhúss: '69,'70,'92,'98 Einar Skúla: Alltaf jafn- spenntur Liðið stendur á ákveðnum tíma- mótum núna þegar að uppbygg- ingartímabil er að fara í hönd. Ég myndi því telja raunhæft að stefna á fimmta sætið. Allt fyrir ofan það tel ég vera góðan árangur. Vorleikirnir hafa vissu- lega gefið góð fyrirheit en mörg lið, önnur en Skaginn, hafa verið að kaupa marga leikmenn sem hugsanlega gæti fært þá einhver skref fram fyrir okkur. þó er það ekkert sjálfgefið. Maður er alltaf jafnspenntur þegar mótið er að hefjast. Ég vil bara hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja strák- ana. Siqqi Sverris; Vanmatið besti banda- maðurinn Ég held að sumarið komi til með að reynast Skagamönnum dálítið erfitt. Liðið stendur á krossgötum og það hlýtur að vera meginmarkið Ólafs Þórðarsonar að festa það í sessi í deildinni. Ég reikna sjálfur með sæti um miðja deild, allt þar fyrir ofan er frábært. Það kann hins vegar að koma okkar mönn- um til góða að lítils er vænst af liðinu í sumar og e.t.v. mæta ein- hver af „stærri“ liðunum til leiks gæti orðið besti bandamaður gegn ÍA með vanmat í huga. Það Skagamanna í sumar. Framkvæmdarstjóri ÍA: Guðjón Kristjánsson Þjálfari: Ólafur Þórðarson Aöstoöarþjálfari: Aðalsteinn Víglundsson Læknir: Guðjón Guðmundsson Sjúkraþjálfari:Georg Janusson Búningar: Heimir Jónasson Formaöur knattspyrnuf. ÍA: Hörður Helgason Formaöur rekstrarfeálgs mfl. karla: Gunnar Sigurðsson , Hrefna Sig. Ola fyrir utan Mér líst Ijómandi vel á sumarið. Við erum með ungt og skemmti- legt lið sem á eftir að gera góða hiuti eftir tvö til þrjú ár. í sumar verður það líklega okkar hlutskipti að verða um miðja deild. Ég myndi vilja sjá Óla Þórðar stjórna liðinu frá hliðarlínunni í sumar, en ekki inná vellinum, og láta strák- ana alfarið um þetta. Þeir hafa gott af því taka við ábyrgðinni. Það er bara vonandi að liðið spili skemmtilegan fótbolta og leik- mennirnir hafi gaman af því sem þeir eru að gera, þá ætti þetta ganga ágætlega. Leikir IA sumarið Þrír frá í fyrsta leik Jóhannes Gíslason braut bein í ristinni á sér á æfingu í síðustu viku. Reiknað er með að hann verði frá í fjórar vikur. Hálfdán Gíslason á enn við ökklameiðsli að stríða og verður tæplega með á móti FH. Hugsan- lega verður hann orðinn klár fyrir leikinn í annarri umferð sem er á móti KR í Frostaskjólinu. Þá er Kári Steinn Reynisson í banni í fyrstu umferðinni. Skagamenn léku sinn síðasta æfingaleik fyrir íslandsmótið um síðustu helgi. Leikið var á gras- svæði Skagamanna gegn Val. Skagamenn sigruðu leikinn ör- ugglega 3-1, eftir að hafa leitt í hálfleik 1-0. Hjörtur Hjartarson lék að nýju eftir 10 vikna hlé og skor- aði tvö mörk. Það var síðan Grét- ar Steinsson sem innsiglaði sigur ÍA með þriðja markinu rétt fyrir leikslok. 27. maí. 11. jún. 18. jún. 24. jún. 27. jún. 02. júl. 08. júl. 15. júl. 29. júl. 02. ág. 13. ág. 19. ág. ■ ág. sept. - 20:00 - 20:00 - 20:00 - 20:00 - 20:00 - 20:00 ÍA-FH KR - ÍA ÍA - Keflavík Valur - ÍA A - Bréiðablik Fram - ÍA - 20:00 IA - Grindavík - 20:00 Fylkir - ÍA - 20:00 ÍA - ÍBV - 20:00 FH - ÍA - 20:00 ÍA - KR - 20:00 Keflavík - ÍA -19:00 ÍA-Valur - 18:00Breiðablik - ÍA -18:00 ÍA-Fram -14:00 Grindavík - ÍA 1 Páll Gíslijonson Markvörður 18 ára 13 leikir 20 Pálmi Haraldsson Varnarmaður 27 ára 268 leikir 32 mörk 23 Sturla Guðlaugsson Sóknarmaður 23 ára 1 leikur 15 Ólafur Þórðarson Þjálfari 36 ára 355 leikir 59 mörk 5 Reynir Leósson Vamarmaður 22 ára 108 leikir 6 Sigurður Sigursteinsson Vamarmaður 30 ára 89 leikir Farnir: Siguröur Jónsson ...FH Uni Arge ...HB-Færeyjum Alexander Högnason.... ................hættur Jóhannes Haröarson ... .......Groningen- Hollandi Baldur Þeyr Bragason.. ................hættur Komnir: Sigurður Þór Sigursteinsson ................frá Fylki Sturia Guölaugsson frá Fylki Jón Þór Hauksson ..... ...............frá Bruna Spáin Á hverju ári spá þjálfarar og forsvarsmenn úrvaisdeildarlið- anna í spilin fyrir íslandsmótið. Að þeirra mati verður lokastað- an svona í haust: 1. KR 2. Grindavík 3. Fylkir 4. ÍBV 5. ÍA 6. FH 7. Keflavík 8. Breiöablik 9. Fram 10. Valur www.ia.is 17 Sturlaugur Haraldsson Vamarmaður 28 ára 306 leikir 9 mörk 16 Grétar Rafn Steinsson Miðjumaður 19 ára 48 leikir 3 mörk 18 Guðjón Sveinsson Sóknarmaður 21 árs 41 leikur 15 mörk 4 Gunnlaugur Jónsson Varnarmaður 27 ára 174 leikir 7 mörk 10 Hálfdán Gíslason Sóknarmaður 22 ára 71 leikur 30 mörk 8 Haraldur Hinriksson Miðjumaður 33 ára 246 leikir 45 mörk Helgi Valur Kristinsson Varnarmaður 18 ára 1 leikur 28 Unnar Valgeirsson Sóknannaður 24 ára 87 leikir 9 mörk 2 5 Hjámur Dór Hjálmsson Varnarmaður 19 ára 12 leikir 1 mark 9 Hjörtur J. Hjartars. Sóknarmaður 27 ára 40 leikir 27 mörk 14Jóhannes Gíslason Sóknarmaður 19 ára 51 leikir 4 mörk 2 Jón Þór Hauksson Miðjumaður 23 ára 35 leikir 11 Kári S. Reynisson Miðjumaður 27 ára 228 leikir 51 mark 12 Ólafur Þór Gunnarsson Markvörður 24 ára 80 leikir Umsjón: Hjörtur J. Hjartarson Fróöleiksmolar um Akranesliðiö og leikmenn þess Akurnesingar hafa átt lið allt frá 1946 í keppni meðal bestu liða íslands að tveim árum und- anskildum 1968 og 1991. Fyrstu árin voru aðeins lið frá Reykja- vík, Akranesi og Akureyri sem öttu kappi um meistaratitillinn, en 1955 var tekin upp deildarkeppni með sex liða deild og einfaldri umferð sem síðan var breytt í tvöfalda umferð 1959 og var það fyrirkomulag haft til ársins 1969 að sjöunda liðið bættist við og síðan það áttunda ári síðar, Enn var fjölgun liða árið 1976 þegar níunda liðið bættist við og síðan frá 1977 hefur verið leikíð í tíu liða deild. Akranesliðið hefur alls leikið 675 leiki í efstu deild, 359 leikir hafa unnist, 130 leikir hafa end- að með jafntefli og 186 leikir tap- ast. Markatalan í þessum leikjum 1339 mörk skoruð gegn 854. Vinningshlutfall liðsins er 62,8%. Besti árangur liðsins í deild- arkeppni er árin 1953 og 1957 þegar liðið vann meistaratitillinn með fullu húsi stiga. Þessi tvö ár voru leikir liðsins í keppninni 3-5 leikir á ári. Á árunum 1959-1967 þegar leikin var tvöföld umferð í sex liða deild náðist besti árang- ur á árunum 1960 og 1961 sem er 75% vinningshlutfall. í átta liða deild á árunum 1969 til 1976 náðist besti árangurinn árið 1974 en þá var vinningshlutfallið 82%. Eftir að liðin voru orðin 10 í deild- inni 1977 og til dagsins í dag er besti árangurinn árin 1993 og 1995 en á þeim miklu sigurárum náði liðið 92% vinningshlutfalli bæði árin, sextán leikir unnust, einum lauk með jafntefli og einn tapaðist. Helsti munur á þessum frábæru liðum var sá að árið 1993 voru skoruð 62 mörk í 18 leikjum á móti 50 mörkum 1995. Á síðari árum er aðeins eitt leik- tímabil sem liðið hefur leikið án taps. Það var árið 1974 þegar liðið sigraði í 9 leikjum og gerði 5 jafntefli. Guðjón Þóröarson er leikja- hæsti leikmaður Akurnesinga í íslandsmótsleikjum með 212 leiki á árunum 1972-1986. Á þessum árum varð hann íslandsmeistari 1974)1975,1977,1983 og 1984. Guðjón stýrði Akranesliðinu síð- an til sigurs sem þjálfari þrívegis 1992,1993 og 1996. Matthías Hallgrímsson er markahæsti leikmaður liðsins fyrr og síðar, hvort sem um er að ræða heildarmarkaskorun eða mörk í íslandsmótsleikjum. Matthías sem lék með liðinu á ár- unum 1965 - 1979 skoraði í 145 leikjum sínum í íslandsmótinu 76 mörk. Ólafur Þóröarson núverandi þjálfari er einn leikreyndasti leik- maður Akranesliðsins fyrr og síð- ar. Hann lék fyrst með liðinu 1983 og samfellt til 1988. Þá fór hann til Noregs og lék þar við góðan orðstír um fjögurra ára skeið en sneri heim að nýju og lék með ÍA 1993 - 1997. Hann gerðist þjálfari Fylkis 1998 og stýrði þeim upp í fyrstu. deild 1999 en tók síðan við Akra- nesliðinu í lok leiktímabilsins sama ár. Ólafur hefur leikið alls 174 leiki í I. deild og skoraö í þeim 28 mörk. Ólafur hefur leikið með liðinu nú í vor og hvort hann kemur til með að verða eitthvað með í sumar verður að koma í Ijós. Sturlaugur Haraldsson er leikjahæstur núverandi leík- manna Akranesliðsins að Ólafi Þórðarsyni frátöldum með 119 leiki frá árinu 1992. Pálmi Haraldsson er með flesta unglingalandsleiki af leik- mönnum Akraness eða 57 tals- ins á árunum 1989-1995. Hann lék 10 U-21 leiki, 24 U-18 leiki og 23 U-16 leiki; Pálmi lék fyrst með Skagamönnum 1992 og hefur 105 leiki að baki og í þeim skor- að 9 mörk. Pálmi lék eitt leiktíma- bil með Breiðablik. árið 1996. Haraldur Hinriksson er elstur leikmanna Akranesliðsins að Ó- lafi Þórðarsyni frátöldum fæddur 1968. Haraldur er innfæddur Skagamaður lék í gegnum alla yngri flokkanna og fyrst í I. deild 1987. Hann hefur leikið 75 leiki í deildinni og skorað í þeim 11 mörk. Kári Steinn Reynisson er sá af núverandi leikmönnum sem skorað hefur flest mörk alls 16 talsins. Kári hefur leikið með Akranesliðinu samfellt frá 1993 að einu ári frátöldu, en hann lék með Leiftri 1998. Kári hefur leik- ið 93 Ieiki. Gunnlaugur Jónsson er eini leikmaður liðsins sem leikið hef- ur A landsleiki að Ólafi Þórðar- syni frátöldum. Hann á að baki 9 landsleiki á árunum frá 1997. Hann var nú síðast í leikmanna- hópnum sem fór til Indlands fyrr í vetur og lék þar alla þrjá leikina sem leiknir voru. Gunnlaugur lék fyrst með Akranesliðinu 1995 og hefur verið með síðan að einu ári undanskildu 1998 lék hann með Örebro í Svíþjóð. Hann hefur að baki 63 leiki. í vetur hefur Gunn- laugur verið á lánssamningi hjá Uerdingen í Þýskalandi og verið fastamaður í liði þeirra sem leik- ur í 2. deild. Siguröur Sígursteinsson er nú á nýjan ieik komin í Teik- mannahóp Skagamanna eftir nokkurt hlé. Sigurður lék með lið- inu á árunum 1989-1993 og síð- an nokkra leiki 1996. Hann var leikmaður hjá Fylki síðustu árin en er kominn á heimaslóðir á ný. Sigurður er fæddur og uppalinn á Akranesi lék með öllum yngri lið- unum og var jafnframt unglinga- landsliðsmaöur. Sigurður er boð- inn velkominn. Aöalsteinn Víglundsson hinn gamalkunni leikmaður Akra- nesliðsins hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Ólafs Þórðar- sonar, en hann gegndi sömu stöðu með Ólafi hjá Fylki 1998- 99. Aðalsteinn var leikmaður á Akranesi gegnum alla yngri flokkana og lék á árunum 1985- 1989 alls 60 leiki í l deild og skor- aði í þeim 17 mörk. Aöalsteinn er boðinn velkominn til starfa að nýju á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.