Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. MAI 2001 Penninn S A ferð um Vesturland www.west.is A ferð um Vesturland Viltu vera með? Getur ferðamaður á leið um Vesturland fengið svör við öllum sínum spurningum um Vesturland á einum stað? Svarið er já. Allar mögulegar upplýsingar er hægt að nálgast hjá UKV - Upplýsinga- og kynningamiðstöð Vesturlands - í Borgarnesi. Hvað er UKV? UKV er sam- starfsvettvangur ferðaþjónustu- og þjónustuaðila á Vesturlandi. Þar fer fram upplýsingasöfnun og miðlun upplýsinga fýrir ALLA ferðaþjónustu á Vesturlandi. UKV er móðurstöð upplýsingamið- stöðva á Vesturlandi. Hvert er hlutverk UKV? Vmn- ur að sameiginlegum upplýsinga- og kynningarmálum fýrir Vestur- land. Miðlar upplýsingum um Vesturland til ferðaskrifstofa, ann- arra upplýsingamiðstöðva, ferða- málaráðs og fjölmiðla. Hvernig er UKV rekið? Af að- ildarfélögum, sveitarfélögum á Vesturlandi, ferðamálaráði og ferðaþjónustuaðilum. Hverjir eiga UKV? Sveitarfé- lögin á Vesturlandi 70% og ferða- þjónusmaðilar 30% Hvert er markmið UKV? Að auka ferðamannastrauminn á svæðinu. Að lengja ferðamanna- tímabilið og dvalartíma ferða- manna á svæðinu. Að bæta sam- keppnisstöðu Vesturlands gagnvart öðrum svæðum og auka samvinnu ferðaþjónustuaðila með sameigin- legri markaðssetningu. Hvað er gert til kynningar? Bæklingurinn Vesturland 2001 var gefinn út í vor af Tíðindamönnum í samvinnu við Ferðamálasamtök Vesturlands og UKV. Bæklingur- inn inniheldur upplýsingar um Vesturland í heild og í honum er ít- arleg þjónustuskrá. UKV gefur út samskonar bækling á ensku með vönduðu korti af Vesturlandi. Sú útgáfa og dreifmg er algerlega á vegum UKV. A vegum UKV verð- ur vefsíðan www.west.is opnuð með viðhöfn fimmtudaginn 24. maí n.k. og það að vera komin á veraldarvefmn verður mjög góð viðbót við upplýsingagjöf um Vesturland. UKV tekur þátt í sýn- ingum og kynningum um ferða- þjónusm. Fréttabréf eru send til eignaraðila og fréttatilkynningar eru sendar til fjölmiðla og ferða- þjónusmaðila. Sameiginlegar aug- lýsingar hafa verið skipulagðar fýr- ir allt svæðið í fjölmiðlum. Hvernig getur þú gerst aðili að UKV? Það er þinn hagur og okkar að þú gerist þátttakandi í starfseminni með eignarhluta. Þú hefur sam- band við UKV í Borgarnesi s: 437 2214 eða sendir okkur póst á tourinfo@vesturland.is og færð allar upplýsingar hjá Hrafnhildi Tryggvadótmr Hvar er UKV ? Upplýsinga- og kynningarmiðstöðin er rekin allt árið í húsi Framköllunarþjónust- unnar að Brúartorgi í Borgarnesi. Hjá UKV heldur um stjórnar- taumana Hrafnhildur Tryggva- dóttir framkvæmdastjóri og starfar hún í nánu samstarfi við Ferða- málafulltrúa Vesturlands, Ingu Huld Sigurðardóttur. A effirtöldum stöðum eru rekn- ar upplýsingamiðstöðvar yfir sum- artímann af sveitarfélögum á hverj- um stað, í samvinnu við ferðaþjón- usmaðila,: I Olafsvík, í Stykkis- hólmi og í Búðardal. I Reykholti og á Akranesi eru upplýsingamið- stöðvar opnar allt árið. Gagna- banki UKV nýtist á öllum þessum stöðum. Ferðamaðurinn, íslenskur sem erlendur, þarf iðulega upplýsingar um ýmiskonar þjónustu sem látin er í té á Vesturlandi. Nú eru þessar upplýsingar til í gagna- banka á einum stað. Starfsemi UKV hófst 1999 en hefur verið rekin í núverandi mynd síðan vor- ið 2000 og dafnar nú vel og hefur fest sig rækilega í sessi. Það er alltof algengt í tengslum við ferðaþjónusmna að kröftunum sé dreift á marga staði. Upplýs- ingasöfnun og miðlun eins og fer fram hjá UKV styrkir Vesturland óumdeilanlega. Eg hvet Vestlend- inga til að vera metnaðarfulla og framsýna varðandi markaðssem- ingu Vesturlands sem heildar. Samstarfið gerir okkur sterkari. Vertu velkominn í hópinn. Hafíu samband við UKVísíma 437 2214 Helga Halldórsdóttir, stjómarformaður UKV. ^Vísnahornið Eflangar þig limni að yrkja Eg elska þessi atómljóð sem enginn skilur. Stundum heyrir maður unnendur hins stuðl- aða ljóðforms hafa allt á hornum sér varðandi órímuð ljóð og á sama hátt heyrast oft áhang- endur hins órímaða forms tala af mikilli van- þóknun um hefðbundna formið þar sem allt er svo rígnjörfað niður að engu verður til hnikað. Nú er það svo að undirritaður heyrir frekar til áhangendum stuðlasetningar og hins hefð- bundna forms en það er ekki þar með sagt að ég telji allan óhefðbundinn kveðskap óalandi og ó- ferjandi. Að vísu er ég ekki sérfróður á því sviði frekar en öðrum og hef ekkert nema eigin smekk að styðjast við en stöku sinnum heyri ég óhefðbundin ljóð sem grípa mig einhverra hluta vegna. I Laufskálaviðtali fýrir stuttu heyrði ég Finn Torfa Hjörleifsson fara með ljóð sem mig langar til að bera á borð fýrir lesend- ur: Vatnið. Eg hef spurt um vatnið A heiðinni eru mörg vötn en langtfrá öðrum liggur vatnið Það er djúpt og leggur ekki sem önnur vötn Ogþað er ekki blátt Þessa vatns leita ég Margir hafa sagt mérfrá því Þar er gott tilfanga Enn hefur enginn komið þar Annað órímað ljóð sem greip mig við fýrsta lestur er eftir Magnús Olafsson og heitir Lind- in og Lækurinn: Eg minnist lindarinnar se?n á upptök sín efst ífjallinu. Htín hoppar glöð stall afstalli, nýturþess að verafalleg elskuð og hrein og sólargeislamir hlægja við dropunum er skvettast á sléttar klappimar. I hltðinni þar sem lyngið og björkin hafa náð bólfestu mætir hún læbium. Hann bendir henni að koma til sín. Þau brosa hvort til annars, ákveða að verða samferða það sem eftir er niður hlíðina til sjávar þar sem allt virðist enda en erþó upphaf alls er verða má. Fyrst ég er byrjaður að fjalla um órírnuð ljóð er rétt að taka með ljóð eftir Inga Steinar Gunnlaugsson sem mér þykir athyglisvert inn- legg í baráttu landsbyggðarinnar. Suður. Vegurmn fiskilma A grönnum taumunum sprikla sveitabœimir og berjastjyrir lífi sínu Aflanum landað í Reykjavík Stysta ljóð sem ég hef heyrt mun heita 1. apr- íl en höfundur hefur held ég aldrei borist mér til eyrna. 1. apríl mars biíinn. Sá mæti maður Arni Pálsson sagði einhvern- tíma að rónarnir kæmu óorði á Brennivínið og raunar er víst hægt að koma óorði á alla mögu- lega og ómögulega hluti og hægurinn hjá að koma slæmu orði á sína skoðun með því að halda henni fram með óþarflega miklum ein- strengingshætti. Margir hafa velt því fýrir sér hvað er skáldskapur og sumir halda því statt og stöðugt fram að skáldskapur sé það sem sett er í stuðla með illu eða góðu. Þó er margt sett í smðla sem ekki er mikill skáldskapur og líka margt órímað kallað ljóð sem er ennþá minni skáldskapur. Einu sinni heyrði ég þann saman- burð á tveimur hestamönnum að annar væri handverksmaður en hinn listamaður og má kannske nota þá skilgreiningu að einhverju leyti með þeirri hugsun að stuðlasetningin væri handverkshliðin en listin væri skáldskapargáfan en hins vegar er ekkert sem útilokar að þetta fari saman. Gott handverk verður þó alltaf gott handverk þó það sé ekki mikil list. Það má líka segja að hverri hugsun henti sitt form. Limrur hafa aflað sér vinsælda á undanförnum árum og er það vel enda henta þær vel til ákveðinna hluta samanber limru Jóhanns Hannessonar: Ef langar þig limru aðyrkja og listsköpun umheimsins styrkja. Biddu fyrir þér maður og mundu að staður er til sem er kallaður kirkja. A fýrstu árum atómljóðanna orti Bjarni frá Gröf: Þau hvíla alveg í mér vitið sem er að verða þreytt og slitið. Margir hafa reynt sig á formi ferskeytlunnar með misjöfnum árangri enda orti Bjarni frá Gröf einnig: Vanalega verður hálf vísan illa kveðin ef hún kemur ekki sjálf eins og hjai~tagleðin Það hefur oft vakið furðu mína með marga ágætlega skáldmælta menn sem eru í raun rnikl- ir meistarar ferskeytlunnar að í ljóðabókum þeirra eru nauðafáar af ferskeytlum þeirra en hinsvegar gjarnan löng og mikil lofkvæði og af- mælisdrápur og guð veit hvað sem enginn mað- ur nennir að læra. Það er eins og mönnum yfir- sjáist oft þessi möguleiki sem ferskeytlan hefur fram yfir flest eða öll önnur form að grípa augnablikið og festa það í þessum fjórum línum svo að það er þar alla tíð síðan samanber þessa gömlu vísu: Bæði góla bömin hér, blessuð sólin verrnir gler, í rokknum hjólið ónýtt er, upp í stólinn Gulurfer. Alltaf hef ég skilið þessa vísu svo að Gulur sé kötturinn á heimilinu en mig minnir að ég hafi þó heyrt giskað á einhverjar aðrar meiningar í því sambandi en myndin er allavega skýr og svo er einnig í vísu Alfs Magnússonar: Hann er að gera öskurok, allur hristist bærinn. Rýkur eins ogfjaðrafok jýrir vindi særinn. Botninn sláum við svo í þáttinn með vísu þess heiðursmanns Þorsteins heitins Guðmundsson- ar á Skálpastöðum: Bestu skáldin buðu mér það besta er þau sungu en besta Ijóðið aldrei er ort á nokkra tungu. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt. S 435 1367 yBeygarðshorníð Menn eru misjafnlega heppnir í kvennamálum. Hér á eftir fýlgja nokkrar setn- ingar sem vert er að prófa ef allt annað hefur brugðist. -Má ég bjóða þér í glas eða viltu bara peninginn? -Trúir þú á ást við fýrstu sýn eða ætti ég að ganga frarn hjá þér nokkrum sinnum? -Attu kærasta? (Ef svarið er nei: Viltu einn? Efsvarið erjá: l'iltu annan?) -Fyrirgefðu, ertu ekki að gleyma einhverju? Hún: Hverju? Þú: Mér! -Meiddirðu þig þegar þú féllst ofan af himnum? -Eg hlýt að vera villmr. Eg hélt að paradís væri lengra í suður! -Fyrirgefðu, ég er nýr í bæn- um. Gætirðu nokkuð gefið mér leiðbeiningar um hvernig ég kemst heim til þín? -Er heitt hérna inni, eða ert það bara þú? -Eg er búinn að týna símanúm- erinu mínu. Erm til í að lána mér þitt? -Þú: Kíkir á miðann aftan í hálsmálinu á skjrrmnni hennar og segir svo íbygginnn á svip ,Já, já, eins og mig grunaði „Made in heaven.“„ -Þú límr nákvæmlega eins út og þriðja konan mín. Hún: Hversu oft hefurðu verið gift- ur? Þú: Tvisvar. -Veism það að háraliturinn á þinn og liturinn á koddaverinu mínu myndu fara rosalega vel saman. Það er vegna neðangreindra at- riða sem Island er smáþjóð. 1) Forsætisráðherrann er í símaskránni 2) Það er líklegt að þú rekist á forsetann eða biskupinn í sundi 3) Pylsa með öllu er ekki þekkt vörumerki erlendis 4) Fjórði besti maður í heimi í mgþraut er þjóðhetja 5) Það telst vera sigur í lands- leik þegar gert er jafntefli í fótbolta 6) Skandalar í ríkisfjármálum snúast um laxveiðileyfi 7) Ef íslenskur skíðamaður detmr í brekkunni er þjóðinni brugðið 8) Þegar minnst er á Islending í erlendum fjölmiðli segja ís- lenskir fjölmiðlar frá því 9) Það er ekki hægt að kaupa sér bjór kl. 6 á morgnana 10) Sjoppuræningjar fá sama rými í fjölmiðlum og fjöldamorðingjar annars staðar 11) Þegar ffægt fólk millilendir á Islandi kemst það í fréttimar 12) Forstjórinn í stærsta skipa- félaginu er stjómarformaður í eina millilandaflugfélaginu 13) Höfuðstöðvar stærsta tryggingafélagsins eru fimm hæða 14) Fólk snýr sér við úti á götu ef það sér mann með arabískan höfuðklút 15) A Islandi era fleiri rollur en fóík 16) Á Islandi eru engir einka- spæjarar 17) Það er hlé í kvikmynda- húsum 18) Forsætisráðherrann opn- aði fýrsta McDonald’s staðinn á landinu (Fleíri atriöi sem benda til þess að Island sé smáþjóð má finna á: http://www.islandia.is/~sheep- dog/islenskt.html)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.