Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. MAI 2001 ^kfissutlu^ Almannavamaæfing á Snæfellsnesi Vegfarendum sem áttu leið hjá Malarrifi og Dritvík á Snæfellsnesi síðastliðinn sunnudag brá heldur betur í brún þegar þeir óku fram á það sem virtist vera alvarlegt um- ferðarslys. Svo reyndist sem betur fer ekki vera heldur var þarna um- fangsmikil almannavarnaæfing þar sem settur var á svið tveggja bíla á- rekstur. Björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn úr Snæfells- bæ og Grundarfirði tóku þátt í æf- ingunni sem reyndi bæði á mann- skap og tækjabúnað. Að sögn Helgu Fríðu Tómasdóttur, eins af skipuleggjendum æfingarinnar, komu í Ijós ýmsir hnökrar hvað varðar boðun, útbúnað og fleira. Sagði hún að æfingin hefði tekist vel að öðru leyti og þjónað vel þeim tilgangi að draga vankantana fram í dagsljósið til að hægt væri að sníða þá af. Sir Elías sýnir í Kirkjuhvoli Næstkomandi laugardag, 19. maí, opnar Elías B. Halldórsson sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Þar sýnir hann olíumál- verk. Elías er fæddur í Borgarfirði eystra árið 1930. Hann stundaði nám í myndlist í Reykjavík, Stutt- gart og Kaupmannahöfn. Elías hefiir haldið fjölda einka- sýninga og verið samferða í sam- sýningum. Sýningunni lýkur 4. júní og er Listasetrið opið alla daga kl. 15 - 18 nema mánudaga. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.