Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.06.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.06.2001, Blaðsíða 2
2 FOSTUDAGUR 8. JUNI 2001 jouaunu.. Greinilega má sjá ummerki um að skítur hafi verið losaður úr gripaflutningabílum við Norðurá. Mynd: GE Oþrifiiaður á árbakkanum Smithætta segir clýralæknir á Keldum Svo virðist sem skítur hafi reglu- lega verið losaður úr gripaflutn- ingabifreiðum á bökkum Norðurár í Borgarfirði. Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum kveðst líta slík vinnubrögð mjög alvarlegum augurn. Skammt frá bænum Hreimstöð- um, við þjóðveg eitt, í Norðurár- dal er útskot frá veginum sem ligg- ur alveg að Norðurá. Þar má greinilega sjá merki þess að nýlega hafi verið losað hrossatað, að öllum líkindum úr gripaflutningabifreið. Svo virðist einnig sem það sé ekki í fyrsta sinn því sjá má taðhrúgur á löngum kafla í vegkantinum og hefur skíturinn greinilega runnið sumstaðar alla leið út í á. „Háttalag sem þetta getur haft umtalsverða hættu í för með sér fyrir utan sóðaskapinn sem af þessu hlýst,“ segir Sigurður. „Það er ver- ið að flytja skepnur þvers og kruss um landið í þessurn bílum og þetta býður upp á smithættu ekki aðeins fyrir lífríki árinnar heldur einnig skepnur á þurru landi.“ Sigurður segir að umræddur staður við Norðurá sé ekkert eins- dæmi því vitað sé að gripaflutn- ingabílar hafi víðar verið losaðir við, eða jafnvel í ám. „Það skortir sárlega aðstöðu til að þrífa gripa- flutningabíla. Þessi þrif eiga ekki heima á hefðbundnum bílaþvotta- plönum þannig að mönnum er í sjálfu sér vorkunn þar sem ekki er í mörg hús að venda. Hinsvegar má það ekki eiga sér stað að skítur sé losaður hvar sem mönnum sýnist," segir Sigurður. GE Nýtt skólahús á Bifröst næsta vetur Forval um hönnun hússinsfarið í gang Aðalfimdur á Akratorgi Skagaleikflokkurinn enn á götunni Þrjár af þekktustu arkitektastof- um landsins hafa verið valdar til að taka þátt í lokuðu forvali um hönn- un á nýju skólahúsi fyrir Viðskipta- háskólann á Bifröst. Stofunar eru Ark.is, Batterið og Studio Granda. Arkitektastofurnar eiga að skila til- lögum sínum stjórnar háskólans fyrir 20. júní og í framhaldi af því verður væntanlega samið við eina þeirra um endanlega hönnun húss- ins. Stefnt er að því að hið nýja skóla- hús verði byggt næsta vetur að sögn Runólfs Ágústssonar rektors en endanleg ákvörðun um það verður tekin á stjórnarfundi í lok mánaðar- ins. Hráefiiis- verð styrkist I síðustu viku landaði skip Haraldar Böðvarssonar, Víking- ur AK 100, tæpum 1400 tonnum af norks-íslenskri síld á Seyðis- firði. Aflaverðmæti ferðarinnar var um 13,5 milljónir króna. Hækkunin á hráefnisverði er talsverð miðað við sama tíma í fyrra en þá fengust tæpar 6 krón- ur fyrir hvert kg miðað við tæpar 10 krónur nú. Verðhækkunina má skýra með væntingum um hærra mjöl- og lýsisverð. Hráefnisverð fyrir síld til manneldis hefur einnig hækkað og nú fást um 40 íslenskar krón- ur fyrir sfldina í Noregi. Sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu Haraldar Böðvarssonar hf. er um þessar mundir víða skortur á síld- arflökum á mörkuðum, þar sem Norðmenn framleiddu mun minna af síld á síðusm vertíð en væntingar stóðu til um. Reiknað er með að ástandið sé tímabund- ið og að verð muni lækka þegar líða fer á haustið. SOK Miðað er við að húsið verði 900 fermetrar að hámarksstærð ásamt tengigangi við svokallaða vistar- álmu aðalhúss skólans. „Húsið á einnig að verða ímyndarlegt andlit Viðskiptaháskólans til nýrrar ald- ar,“ segir Runólfur. Hann segir byggingu nýs skólahúss vera orðna aðkallandi til að taka við vaxandi nemendafjölda. „I haust verðum við með tæplega 200 nemendur í skólahúsi sem ætlað er fyrir 100 nemendur. Þessi bygging er þáttur í þeirri uppbyggingaráætlun sem við vinnum eftir en hún gerir með- al annars ráð fyrir að um 300 nem- endur verði við skólann eftir 2 ár,“ segir Runólfur. GE Egilsstofa Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur verið falið að vinna að hug- myndum um starfsemi og fyrir- komulag Egilsstofu í Borgarnesi í samráði við forstöðumann Safna- húss Borgarfjarðar. Fyrr á þessu ári samþykkti bæjarstjórn Borgar- byggðar að láta þróa framkomnar hugmyndir um stofnun sem tengdist minningu Egils Skalla- grímssonar. GE Önnur hraða- hindrun á Garðagrund Bæjarráð Akraness hefur nú sam- þykkt að láta gera hraðahindrun á Garðagrund í nágrenni Lerki- grundar, en íbúar við þá götu höfðu sent bréf með undirskrifta- lista þar sem farið var fram á að það yrði gert. Gísli Gíslason, bæj- arstjóri, segir að á ári hverju fái bærinn talsvert af beiðnum þar sem óskað er eftir hraðahindrun- um. A síðasta ári var sett ein hraða- hindrun á Garðagrundina og segir Gísli að þetta sé í raun aðeins síð- ari hlutinn á því verki. SOK í síðustu viku var aðalfundur Skagaleikflokksins haldinn á Akra- torgi á Akranesi en fundarmenn höfðu verið vinsamlega beðnir um að koma með stóla. Astæðan fyrir þessari undarlegu staðsetningu er fyrst og fremst sú að leikflokkurinn hefur ekki í nein hús að venda þar sem Keilufélag Akraness hefur nú fengið afnot af kjallaranum í í- þróttahúsinu við Vesturgötu þar sem Skagaleikflokkurinn hefur haft aðsetur undanfarin ár. Að sögn Guðbjargar Arnadóttur, fyrrum formanns Skagaleikflokks- íbúar við Háteig á Akranesi ósk- uðu nýverið eftir því að gata þeirra yrði gerð að botnlanga. Skipulags- nefnd bæjarins hefur nú alfarið hafnað þeirri hugmynd, aðallega vegna þess að gatan er of þröng til þess að þar sé hægt að útbúa snún- ingspláss. Auk þess þótti umferð um götuna ekki nægileg til að rétt- læta slíkar aðgerðir. Eins og áður hefur komið fram í ins, var fremur kuldalegt og fá- mennt á Akratorgi. „Þarna fóru fram venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem kosin var ný stjórn og á- lyktað um húsnæðismál sem voru í raun tilefni þess að við vorum með fundinn úti.“ Meginbreytingin sem varð á stjórninni var sú að Her- mann Guðmundsson tók við for- mennsku en Guðbjörg verður vara- formaður. Á tímabili var rætt um að Skaga- leikflokkurinn gæti hugsanlega fengið húsnæðið þar sem trésmíða- verkstæði FVA er til húsa en Guð- Skessuhorni kom einnig upp sú hugmynd að rífa hið svokallaða stúkuhús sem stendur við Háteig. Bærinn keypti húsið upphaflega til niðurrifs og skipulag gerir ráð fyrir að húsið fari. Gísli Gíslason, bæjar- stjóri, segir það mál hafa tekið ýms- um vendingum. „Bæjarstjórn hefur vísað þessum hugmyndum manna aftur til bæjarráðs og málið bíður á- kvörðunar. Það er ekkert sem rekur björg segir að það húsnæði verði ekki á lausu í nánustu framtíð. „Við fluttum úr kjallaranum fyrir ára- mótin og eigur leikflokksins eru í geymslu hingað og þangað um bæ- inn. Eitthvað hefur verið rætt um að við getum fengið Röst og við skoðuðum það. Röst er gamalt hús og okkur finnst ekki spennandi að þurfa að bera ábyrgð á því. Það myndi þó leysa hluta vandans þar sem við gætum þá komið þar sam- an til funda í stað þess að hópast saman í eldhúsum víðs vegar um bæinn.“ SÓK á eftir mönnum að rífa húsið og eitt er víst að það verður ekki byggt aft- ur svo menn verða að vera vissir í sinni sök. Einnig er hægt að skoða hvort möguleiki sé að flytja húsið en það virðist mjög erfitt. Ástand þess nú er þannig að menn geta ekki nýtt húsið nema endurbyggja það að töluverðu leyti.“ Háteigur ekki botnlangi Framtíð stúkuhússins óljós

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.