Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.06.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 08.06.2001, Blaðsíða 8
FOSTUDAGUR 8. JUNI 2001 akfiSSVIIUh. UTSKRIFT I FVA Michal með bestan árangur Nemendur sem íitskrifuðitst með B.S. gráSu í rekstrar- og viðskiptafi'œSum ásamt rektor. Bjami jónsson aðstodarrektor, Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, Runólfur Agústsson rektor og eiginkona hans. ÓlafurM. Einarsson flutti ávarp sem fulhrúi útskrifaðra viðskiptafræðinga. Nemendur að útskrift lokinni upp við altarið i Reykholtskirkju Sigrún Hjartardóttir flutti ávatp sem fulltnii útskrifaðra rekstrarfirœðinga. Síðastliðinn laugardag voru út- skrifaðir fyrstu viðskiptafræðingarn- ir frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst á fjölmennri háskólahátíð sem hald- in var í Reykholtskirkju, en á föstu- dag gengu í gildi lög sem afnámu einkarétt Háskóla Islands á að út- skrifa viðskiptafræðinga. Fyrir þann tíma höfðu einungis þeir sem út- skrifuðust með viðskiptafræðigráðu frá Háskóla Islands haft rétt á því að kalla sig viðskiptafræðinga sem er lögverndað starfsheiti. Tíu nemendur fengu skírteini sín afhent á laugardag en prófgráða þeirra er B.S. í viðskiptafræði. Bern- hard Þór Bernhardsson náði bestum árangri en meðaleinkunn hans var 8,6 sem er sú hæsta sem útskriftar- nemi hefur hlotið frá háskólanum. Fast á hæla honum fylgdi Birna Þor- bergsdóttir með 8,45 í meðalein- kunn en það er jafhframt næstbesti árangur frá upphafi. Auk viðskiptafræðinganna tíu voru brautskráðir 46 rekstrarfræð- ingar. Besmm árangri þar náðu þær Ásthildur Magnúsdóttir (7,93), Sig- rún Hjartardóttir (7,79) og Jenný Lind Tryggvadóttir (7,77). Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- ráðherra, var sérstakur gestur há- skólahátíðarinnar og afhenti hún fyrstu viðskiptafræðingunum sem útskrifuðust frá Bifföst skírteini sín auk þess sem hún flutti ávarp. I lok hátíðarinnar töluðu svo þau Sigrún Hjartardóttir og Olafur M. Einars- son fyrir hönd útskriftarnema. SOK Fyrstu viðskiptafræðing- amir útskrifaðir frá Bifröst uvT'l Ijs ' Síðastliðinn laugardag voru 57 nemendur brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands við hátíð- lega athöfn, en af þessum 57 luku 35 stúdentsprófi. Margar viður- kenningar voru veittar fyrir fram- úrskarandi árangur. Ber þar fyrst að nefna Michal Tosik Warzawiak sem hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi. Michal útskrifaðist af hagfræði- braut en hann fékk einnig verðlaun fyrir ágætan árangur í viðskipta- greínum. Aðrir sem hlutu viðurkenningu frá skólanum fyrir ágæta frammi- stöðu voru Júlíus Sólberg Sigurðs- son fyrir góðan árangur í fagbók- legum greinum í húsásmíði, Hrönn Agústsdóttir í ensku, Bjarni Þór Hannesson í raungrein- um og Bjarki Jóhannesson í sænsku en hann hlaut einnig viðurkenn- ingu úr sjóði Elínar Irisar Jóns- dóttur fyrir íslenska ritgerð. Olafur Ingi Guðmundsson fékk viður- kenningu fyrir skólasókn, en hann hefur mætt stundvíslega í hverja kennslustund frá því hann hóf nám við skólann haustið 1997. Olafur flutti einnig ávarp útskriftarnema við athöfnina. Asdís Halla Sigríðardóttir hlaut verðlaun úr sjóði Guðmundar P. Guðmundssonar á Sýruparti, en þau eru veitt einum útskriftarnema í lok hvers skólaárs fyrir framúr- skarandi árangur í námi. Þess ber að geta að Asdís lauk stúdentsprófi frá skólanum við lok haustannar í febrúar síðastliðnum. Það gerði einnig Bergrós Fríða Olafsdóttir en hún hreppti námsstyrk Akranes- kaupstaðar að þessu sinni. Það var Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjórnar, sem afhenti hann. Við útskriftina voru tveir fyrrum starfsmenn skólans, þau Þórir Ó- lafsson og Inga Harðardóttir, kvaddir formlega og þeim færðar gjafir. SÓK Seinheppin þrastarhjón bjuggu til hreiðurstæði um borði í togaranum Klakki SH 510 frá Grundarfirði. Skipverjar á Klakkfundu hreiðrið þegar þeirfóru út á sjó eftir sex vikna verkfall. Hreiðrið var mjög fagurlega gert með jjóntm eggjtim í. Mynd: Guðlaugur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.