Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 24. tbl. 4. árg. 14. júní 2001 Kr. 250 í lausasölu Tölvur Tölvuviðgerðir Skrifstofuvörur Símtæki Hymutorgi - 430 2200 - verstun@islensk.is Kraftar í kögglum I lok sjómannadagssamkomunn- ar á Hellissandi síðastliðinn sunnudag reyndu menn kraíta sína á steinatökum sem félagar í Lions- klúbbi Nesþinga hafa nýverið komið fyrir í Sjómannagarðinum. Sambærilegir aflraunasteinar voru fyrrum á svokölluðum Drymbum, rétt innan við Keflavíkurvör á Hellissandi. Um miðja síðustu öld skolaði þeim f sjóinn í stórbrimi. Lengi hefur verið rætt um að end- urnýja steinatökin en í stað þess að setja þá á gamla staðinn þótti vel við hæfi að finna þeim stað í Sjó- mannagarðinum. Tekið var mið af aflraunasteinunum á Djúpalóns- sandi þegar steinarnir voru valdir. Þjmgstur er Fullsterkur, 154 kg, þá Hálfsterkur, 100 kg, Hálfdrætting- ur 54 kg. Og loks Amlóði, aðeins 23 kg. A myndinni lyftir Valdiinar Teit- ur Einarsson Hálfsterk á stall glað- beittur á svip en þess má geta að aðeins einn rnaður, Eyþór Sig- marsson, hafði betur í baráttunni við Fullsterk. Telja má víst að ung- ir menn á Sandi noti tímann vel til æfinga fram að næsta sjómanna- degi. GE Mynd: Sktili Alexandersson. Hvað á Evrarsveit að heita? Grundarfjarðarbær fær flest atkvæði Reyndu að spilla Akraneshlaupinu Skemmdarvargar stálu og breyttu vegvísum Dagana 17. maí til 1. júní sl. var í- búum Eyrarsveitar gefinn kostur á að koma skoðun sinni á framfæri um það hvort breyta skuli stjórnsýslu- heiti sveitarfélagsins. Það var sveitastjóm Eyrarsveitar sem stóð fyrir könmininni og gaf í- búurn tækifæri á að velja á milli 5 nafna, sem hún hafði tilnefnt, og raða í sæti frá 1 til 5. Vom stigin síð- an reiknuð út þannig að það nafn sem valið var í fyrsta sæti fékk 5 stig, 4 stig vora gefin fyrir annað, 3 fyrir þriðja o.s.frv. Urslitin urðu þau að flest stig hlaut Grundarfjarðarbær eða 713 og 123 atkvæði í 1. sæti. I öðru sæti varð Sveitarfélagið Grundarfjörður með 545 stig og 90 atkvæði í 1. sæti, þá Eyrarsveit með 340 stig og 68 atkvæði í 1. sæti og síðan Grundarfjarðarbyggð með 159 stig og 35 atkvæði í 1. sæti. Það vakti athygli að nafnið Grundarfjörður varð í fimmta sæti með 159 stig og 23 atkvæði í 1. sæti, þrátt fyrir að tekið væri ffam á valseðlum að nafnið kænii ekki til á- lita. Hafði örnefnanefnd veit um- sagnir um tillögur sveitarstjórnar og hafnað nafninu þar sem það vísaði ekki til sveitarfélagsins alls. Lökustu viðtökur hlaut Grandarfjarðarkaup- staður með 149 stig og 8 atkvæði í 1. sæti. Eftirtalin sex nöfn fengu eitt atkvæði hvert: Eyrarbær, Eyrarsveit Grundarfirði, Grundarfjörður í Eyrarsveit, Grafames, Eyrarbyggð og Snæfellsbær. Sveitarstjórn vinnur nú að því taka ákvörðun um ffam- tíðarheiti Eyrarsveitar. smh Eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu fór Akraneshlaupið fram síðastliðinn laugardag. Sá leiðinlegi atburður átti sér stað að nóttina fyrir hlaupið fóru einhverj- ir óprúttnir náungar á stjá og breyttu vegvísum sem komið hafði verið fyrir við hlaupaleiðir auk þess sem sumir voru teknir í burtu. Að- standendur mótsins komu auga á skemmdarverkin í tæka tíð en þeg- ar kom að hlaupinu hafði einni merkingu verið breytt á ný sem varð til þess að þónokkrir hlauparar hlupu ranga leið og töfðust þar af leiðandi talsvert á leið sinni í mark. Málið er litið alvarlegum augum og hefur það þegar verið kært til lög- reglu enda eru atriði eins og brautarmerkingar eitt af því sem hlauparar líta til þegar þeir dæma gæði hlaups. A síðasta ári fékk Akraneshlaupið einkunnina 8,6 á hlaupasíðu Islands og lenti í 7. sæti yfir þau hlaup sem ffam fóru á árinu. Brautarmerkingar í hlaupinu höfðu sitt að segja og fengu þær einnig einkunnina 8,6. Leiðinda- atvik sem þetta getur því haft áhrif á orðstír hlaupsins og vilja aðstand- endur þess biðja alla þá sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið að láta lögregluna á Akranesi vita. SÓK Oldungurá ofsahraða Um síðustu helgi stöðvaði lögreglan í Borgarnesi ökumann nokkurn fyrir of hraðan akstur. Slíkt telst varla til tíðinda þar sem tugir ökumanna með of þungan bensínfót hafa lent í „klóm“ Borgarneslögreglunnar í hverri viku að undanförnu. Það sem var hinsvegar sérstakt við umrætt umferðarlagabrot var að ökumaðurinn er kominn vel á tí- ræðisaldur, fæddur 1909. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var hinn hraðfara öldungur vel á öðru hundraðinu þegar hann var tekinn. Mun hann vera aldurs- forseti þeirra sem teknir hafa verið fyrir of hraðan akstur í lögsagnarumdæmi Borgar- neslögreglunnar. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.