Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 aa£saunu.. Byggt við Langasand? Skessuhorn sagði frá því nýverið að Akurnesingurinn Gunnar Leifur Stefánsson hefði keypt Langa- sandshúsið af Ferðamálasjóði, en húsið hafði þá verið til sölu í nokkurn tíma. Um tíma var útlit fyrir að Pizza '67 myndi flytja reksmr sinn í húsið en af því varð ekki. Nú hefur Gunnar Leifur látið gera teikningar af 1500 fermetra viðbyggingu við húsið, en til sam- anburðar má nefha að eldri bygg- ingin er samtals 800 fermetrar. Gert er ráð fyrir að hin nýja bygging verði þrjár hæðir, hver um sig 500 fermetrar. Auk þeirra verð- ur bílageymsla undir húsinu. Bíla- stæði við húsið verða sextíu talsins ef með eru talin þau sem eru í bíla- geymslunni. Gunnar Leifur segir að nú sé leit hafin að fjárfesmm og hafa þegar nokkrir sýnt málinu á- huga. „Þetta húsnæði gæti nýst bæði sem hótel eða skrifstofuhús- næði. Þarna gætu jafnvel verið verslanir. Auk þess hefur Fjöl- brautaskóla Vesmrlands lengi vant- að rými sem gæti nýst sem heima- vist.“ Skipulagsnefnd Akraness hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir bygg- ingu hússins en Gunnar Leifur seg- ir að samkvæmt sínum heimildum ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu. „Um leið og búið verður að ganga frá samningum við fjárfesta verður ráðist í byggingu hússins, því fyrr því betra. Lóðin í kringum Langasandshúsið er mjög dýrmæt og mér finnst um að gera að reyna að nýta hana sem best og fegra um- hverfið í leiðinni.“ SÓK Meðferðarheimilið á Staðarfelli Lokað þrátt fyrir aukið ijármagn Einar Mathiesen, sveitarstjóri Dalabyggðar, er óhress með að stjórnendur S.A.A. skuli æda að halda fast við fyrri ákvörðun sína um að meðferðarstofnuninni á Staðarfelli verði lokað í sumar. „Það veldur vissulega vonbrigðum að stjórnendur S.A.A. skuli ekki end- urskoða afstöðu sína þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að auka fjárframlög til samtakanna. Framkvæmdastjóri S.Á.Á. hefur hinsvegar fullvissað okkur um að hér sé um tímabundna ráðstöfún að ræða og að starfsemi verði hafin á nýjan leik í haust. Við höfum aftur á mótí beint þeim tilmælum til sam- takanna að þau endurskoði ákvörð- un sína nú þegar,“ segir Einar. Ekki náðist í Theodór Skúla Halldórsson framkvæmdástjóra S.Á.Á. vegna málsins. GE Svæði Íslandssíma stækkað Farsímasendir settur upp á Akranesi Íslandssími hefur nú sett upp og tekið í notkun farsímasendi á Akra- nesi og stækkar það heimasvæði fyrirtækisins verulega. Svæðið nær nú samfellt frá Reykjanesi í suðri til Akraness í norðri auk þess sem Is- Iandssími er með heimasvæði í Eyjafirði og býður farsímaþjónustu um dreifikerfi Landssímans á öðr- um stöðum, þar með talið í Borgar- nesi og á Snæfellsnesi. Viðskipta- vinir Islandssíma geta því notað farsíma sína um allt land. Islands- sími hefur auk þess gert reikisamn- inga við 292 farsímafyrirtæki í 128 —-----------+----------------------- löndum og eru það fleiri lönd en samkeppnisaðilar fyrirtækisins geta boðið samanlagt. Nú vill fyrirtækið bjóða Skaga- mönnum og nærsveitungum að- gang að farsímakerfi sínu en auk þess er boðið upp á fastlínuþjón- ustu eða að heimilissíminn sé skráður hjá Islandssíma. Forsvars- menn fyrirtækisins vilja vekja at- hygli á því að Islandssími býður lægsta mínútugjald á milli heimilis- síma og farsíma svo framarlega sem bæði númer séu skráð hjá Islands- síma. SÓK Góð veiði í úthafskarfa Skip Haraldar Böðvarssonar hafa loksins fundið úthafskarfa í talsverðu magni. Veiði hefur verið góð undanfarið rétt fyrir innan íslensku landhelgina á Reykjaneshrygg. Frystiskip fyr- irtækisins, Höfrungur III og Helga María höfðu verið á grá- lúðuveiðum en sneru sér að út- hafskarfanum eftir að fréttir fóru að berast af góðri veiði. Skipin hættu veiðum á föstudag og komu í land fyrir hádegi á laugardag vegna sjómannadags- ins. Talið var að aflaverðmæti veiðiferðarinnar hjá Höfrungi III hefði verið um 55 milljónir króna og 50 milljónir króna hjá Helgu Maríu. SÓK Iþróttakennarar kvarta Iþróttakennarar við Grunda- séraðstöðu sína og hávaða frá þeir vilja láta skipta salnum niður í skóla á Akranesi hafa sent bæjar- ráði bréf þar sem þeir kvarta und- an vinnuaðstæðum sínum og var Jóni Pálma Pálssyni falið að ræða við bréfritara. Jón Pálmi segir að kennararnir hafi fyrst og fremst verið að gera athugasemdir við tækjasal. „Tækjasalurinn er uppi a palli fyrir ofan salinn og íþrótta- kennurum finnst berast hávaði niður frá tónlist sem spiluð er í tækjasalnum. Einnig hafa þeir sett út á aðstöðu sína sem þeim finnst ekki nægilega vel úr garði gerð og smærri hólf eins og mögulegt er að gera í sal íþróttahússins við Vest- urgötu.“ Jón Pálmi segir að málið sé í skoðun. „Það er hægt að gera ýmislegt en það kostar talsvert mikla peninga.“ SÓK SHA fær höfðinglega gjöf Þorkell Guóbrandsson, yfirbeknir lyflœkningardeildar SHA, tekur við gjöfinni af Arinbimi Kitld, fulltrúa Vesfíirlatidsdeilda RKI. Vió hlió Arinbjamar stendur fulltrúi Félags hjartaskjiíklinga á Vesturlandi Síðastliðinn þriðjudag gáfu Vest- urlandsdeildir Rauða kross Islands og Félag hjartasjúklinga á Vestur- landi Sjúkrahúsi Akraness tækja- búnað til gjörgæslu hjartasjúklinga. Búnaðurinn samanstendur af hjartahágæslutæki (monitor) og fjargæslubúnaði (telemetriur). Bún- aðurinn sem er af gerðinni Agilant kostar yfir 4,2 milljónir króha og er þetta rausnarlegasta einstaka gjöf sem sjúkrahúsinu hefur borist frá félagasamtökum. Tækjabúnaðurinn sem fyrir var á lyflækningadeild SLIA var orðinn gamall og svo var komið að erfitt reyndist að fá varahluti í hann. Lyf- lækningadeildin hefur um áratuga skeið veitt viðtöku bráðveikum hjartasjúklingum og hafa þeir eink- um komið af upptökusvæði sjúkra- hússins. Á sumrin hafa þó einnig komið sjúklingar úr sumarbústaða- byggðum í nærliggjandi héruðum og effir tilkomu Hvalfjarðarganga hefur ekki dregið úr aðsókn þeirra á sjúkrahúsið. Að sögn Þorkels Guðbrandsson- ar, yfirlæknis lyflækningadeildar SHA, þarf nútímalegan tæknibúnað til gjörgæslu hjartasjúklinga til þess að nútíma þekking í hjartalækning- um komi skjólstæðingum sjúkra- hússins að fullu gagni. Auk Þorkels starfar Sigurpáll Scheving sem hjartasérfræðingur á sjúkrahúsinu en á síðasta ári voru 209 sjúklingar lagðir inn á sjúkrahúsið með hjarta- sjúkdóm sem aðalsjúkdómsgrein- ingu. Til samanburðar má nefna að heildarfjöldi sjúklinga árið 2000 var 681 og hjartasjúklingar eru því rúm 30% af öllum þeim sem lagðir eru inn á spítalann á ári. Norðurál Stækkunin tekin í gagnið Á mánudag hófst framleiðsla í öðrum áfanga Norðuráls með formlegum hætti tveimur vikum á undan áætlun þegar Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, gangsetti fyrstu áltökuna. Ársfram- leiðsla fyrirtækisins hefur því auk- ist úr 60 þúsund tonnum í 90 þús- und tonn. I ávarpi Valgerðar kom fram að stjórnvöld myndu staðfast- lega stefha að því að af frekari stækkun yrði á næstu árum en Norðurál hefur ítrekað óskað eftir því og stjórnvöld hafa sætt ásökun- um um að draga lappirnar í mál- inu. Starfsleyfi fyrirtækisins er fyr- ir 180 þúsund tonna ársfram- leiðslu, eða helmingi meiri en nú eftir að stækkunin hefur verið tek- in í gagnið. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hófust framkvæmdir við hinn nýja áfanga fyrir rúmu ári síðan en alls kostaði stækkunin um 8,5 milljarða króna og er það minna en lagt var af stað með í fyrstu. Fjár- mögnunin er fjölþjóðleg en Lands- banki Islands er stærstur einstakra lánveitenda auk þess sem íslands- banki hefur verið þátttakandi í fjár- mögnun Norðuráls frá upphafi. Utflutningstekjur Norðuráls munu aukast um tæplega fimm milljarða króna á ári vegna stækk- unarinnar. 50 nýir starfsmenn verða ráðnir til starfa en samtals unnu um 400 manns að framkvæmdunum. Eftir stækkun starfa um 200 manns hjá Norðuráli og koma langflestir þeirra af Vesmrlandi. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.