Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 5
gglSSliHQSffl FIMMTUDAGUR 14. JUNI 2001 5 Fleiri konur í sveitarstjómir Nefiid um aukinn hlut kvenna í stjömmálum. F.v. Margréf, Una María, Hildur Helga, Ragnhildur, Valgeröm; Kristín, Arnbjörg og Hólmfríöur. Haustið 1998 var sett á laggirnar nefhd sem fékk það hlutverk að auka hlutverk kvenna í stjórnmálum og voru þær sjö konur sem hana skipa staddar á Akranesi nýverið þar sem þær héldu vinnufund. Blaðamaður Skessuhorns hitti þær að máli á Hótel Barbró og komst meðal ann- ars að því að því fer fjarri að jafnræði ríki í sveitarstjórnum á Vesturlandi. Ráðherraskipuð nefiid Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum var skipuð af félags- málaráðherra í samræmi við ályktun Alþingis og er hún skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi ásamt fulltrúum frá Kvenréttindafélagi Islands og Jafn- réttisstofu. Nefndinni er ætlað að vinna á fimm ára tímabili en innan þess eru tvennar Alþingiskosningar og einar sveitarstjórnarkosningar. Formaður nefndarinnar er Hildur Helga Gísladóttir, en auk hennar eiga þar sæti Arnbjörg Sveinsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Margrét K. Sverris- dóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Una María Oskarsdóttir er verkefnis- stjóri nefndarinnar. Ætla að halda námskeið á Vesturlandi Þegar nefndin hóf störf var hlut- fall kvenna á Alþingi 25% en eftir kosningarnar 1999 hækkaði það hlutfall í 36,5%. Þær segjast vissar um að störf nefndarinnar hafi haft eitthvað þar að segja. „Okkar næsta verkefni er að auka hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og við stefhum á að ná því markmiði okkar í næstu sveit- arstjórnarkosningum. Fyrst og fremst viljum við hvetja konur til framboðs en einnig hvetjum við konur til að kjósa konur. Til að markmið nefndarinnar náist þá höf- um við staðið fyrir námskeiðum fyr- ir konur víðs vegar um landið þar sem þeim er meðal annars kennt að koma fram í fjölmiðlum. Raddbeit- ing er kennd, hvernig skrifa á ræðu og að halda tölu og ýmislegt sem viðkemur framkomu. Þátttakan hef- ur verið mjög góð og meiningin er að halda námskeið hér á Vesturlandi í haust. A þessum námskeiðum sem hafa verið haldin bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni höfum við fengið konur sem eru í stjórnmál- um. Það kemur á óvart að þær telja sig ekki vera stjórnmálakonur nema í undantekningatilfellum, þrátt fýrir að þær starfi í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélaganna. Þær telja sig einungis vera að vinna að félags- málum en eru auðvitað stjórnmála- konur. Konur eiga oft erfitt með að finna sig í því hlutverki og má e.t.v. rekja það til þeirra fýrirmynda sem við höfum lengi haft, þ.e. karlmaður í jakkafötum með hálstau. Það er því afar mikilvægt að stjórnmálakonur séu sýnilegt afl í þjóðfélaginu.“ Saurbæj arhreppur svartur blettur Á Vesturlandi eru samtals 17 sveitarfélög og 101 kjörinn fulltrúi í sveitarstjórnum. Þar af eru 24 konur. „Það er innan við 24% sem er talsvert fýrir neðan landsmeðal- tal sem er 29%. Ef við tökum út tvö stærstu sveitarfélögin, Akranes og Borgarbyggð, detta út átta kon- ur. Þá standa eftir 16 konur í 15 sveitarfélögum. Flestir litlu hrepp- anna eru með eina konu af fimm sveitarstjórnarmönnum. I Saurbæj- árhreppi er engin kona í sveitar- stjórn en í heildina er þannig ástatt hjá 15 sveitarfélögum á landinu. Svo eiga Vestlendingar enga þing- konu lengur.“ Markmiðið að vekja athygli Auk þess að halda námskeið fýrir konur hefur nefndin aðhafst ýmis- legt. „Um leið og við höldurn nám- skeið höldum við blaðamannafundi til þess að vekja athygli á hinu mikil- væga málefni sem nefndin stendur fýrir. Þegar undirbúningur fýrir Al- þingiskosningarnar hófst árið '99 fórum við af stað með auglýsinga- herferð þar sem við fengum forystu- rnenn allra stjórnmálaaflanna til þess að taka þátt. Að mati nefndarinnar skuldbundu þeir sig þar með til að gera eitthvað í málunum. Auglýs- ingarnar vöktu mikla athygli og mörkuðu upphafið að okkar starfi. Eftir þetta héldurn við fundi víðs vegar um landið sem kallaðir voru kaffifundir. Þar reyndum við að ná til kvenna sem hefðu áhuga á stjórn- málum til þess að fá fram þeirra sjónarmið. Hvers vegna eru svona fáar konur í stjórnmálum? Hvers vegna endast þær skemur en karl- arnir? Hvað er hægt að gera til að auka hlut kvenna? Svo fórum við út í námskeiðahaldið auk þess sem við höfum nýverið gefið út bæklinginn Konur og fjölmiðlar. Bæklingurinn er leiðbeinandi konum og fjölmiðla- fólki til að auðvelda samskipti þeirra. Þá tókum við þátt í ráðstefnunni Konur og lýðræði í Reykjavík '99 og munum einnig taka þátt í fram- haldsráðstefnunni í Vilnius í Litháen 15.-17. júní næstkomandi. Einnig er ætlunin að koma upp gagnabanka fýrir fjölmiðla sem inniheldur lista yfir konur í áhrifastöðum til að auð- velda fjölmiðlum að ná til kvenna sem viðmælenda. Það er þó enn á frumstigi.“ Búum ekki við raun- verulegt lýðræði Staðreyndirnar tala sínu máli og þrátt fýrir að margt hafi áunnist á skömmum tíma á nefndin enn langt í land með að ná því takmarki að hvorugt kynjanna verði með minna en 40% hlutdeild í stjórnmálum framtíðarinnar. En af hverju er svona mikilvægt að auka hlut kvenna í stjórnmálum? „Vegna þess að um það bil helmingur íbúa landsins eru konur og það er mikilvægt að end- urspegla þeirra skoðanir og þarfir í stjórnmálum. Við búurn ekki við raunverulegt lýðræði fýrr en bæði kynin fá að spegla sín sjónarmið. Reynsla karla og kvenna er ólík. Það sem konur hafa fram að færa er öðruvísi og áhugamálin eru ennþá töluvert ólík. Það er stórt atriði að þessar mismunandi áherslur komi fram í stjórn samfélagsins. Kynin eru ólík. Þau verða það og eiga að vera það. Við erum alls ekki að tala um að karlar og konur eigi að vera eins. Við viljum að þau séu eins og þau eru en við verðum líka að reyna að hafa sem jafnasta skiptingu. Það er ekkert eðlilegt við það að flestum og eiginlega öllum sviðum þjóðfé- lagsins sé stjórnað af miðaldra karl- mönnum. I stjórnmálum í lýðræðis- þjóðfélagi er auðvitað sjálfsagt og nauðsynlegt að bæði kynin komi að málunum með sem jöfnustum hætti.“ SÓK ATVINNUMÁL_____________ OG FRAMTÍÐ BYGGÐAR Boðað er til opins fundar þriðjudaginn 19. júní í Dalabúð Búðardal kl 20:30 um málefni bænda í Dalabyggð, Strandasýslu og Snæfellsnesi og starfsmanna í sláturhúsum og afurðastöðvum í kjölfar boðaðrar hagræðingar Goða Kjötumboðsins h/f. í frétt Morgunblaðsins laugardaginn 2. júní kemur fram að slátrun verði lögð niður hjá Goða h/f í Hólmavík,Þykkvabæ,Breiðdalsvík og Búðardal. V Ljóst er að verði þessi ákvörðun framkvæmd hefur hún í för með sér gífurlega byggðaröskun nema að gerðar séu ráðstafanir til mótvægis vegna þeirra starfa sem í húfi eru. Nægir þar að benda á að í Afurðastöðinni í Búðardal er um 14-15 ársstörf að ræða og 50 til 60 hlutastörf. Til þessa fundar eru boðaðir sem frummælendur: 1) Fulltrúar Goða. Fundarboð sent forstjóra og stjórnarformanni. 2) Forsvarsmenn bændasamtakanna. 3) Fulltrúar sveitarfélaganna á umræddu svæði. 4) Þingmenn allra flokka í kjördæminu. Þess er vœnst að allir sem hlut eiga að máli mœti til fundar þannig að állt varðandi fyrirhugaðar breytingar liggi fyrir til umrœðu. Við embætti sýslumanns Snæfellinga er laust til umsóknar starf löglæros fulltrúa sýslumanns. Helstu verkefni eru sifj'amál, ýmsar leyfisveitingar, lausafjáruppboð oa þinglysingar. Einnig er viðkomandi ætlað að hafa daglega umsjón með yfirfærslum úr veðmálabókum í Landsskrá fasteigna. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi hefji störf á haustmánuðum samkvæmt nánara samkomulagi. Laun 1. Nánari upplýsingar ans í síma 430 4100. UUO UilVAllUWUlll JUlillW IIUIÍUIU o í samkvæmt gildandi kjarasamninqi. itir sýslumaður eða staðgengill no eru veitir | Umsóknarfrestur er til 2. júlí nk. og umsóknir skulu berast < á skrifstofu embættisins að Borgarbraut 2, Stykkishólmi. Öla Stykkishólmi 8. júní 2001 tykkis nir K. Ólafsson, sýslumaður 1111! ofnæmislyfinu frá Deitu Föstudaginn 15. júní kl. 15 - 18 Lyfjakynnir verður á staðnum BORGARNESS APÓTEK Leiðatidi í lágu lyfíaverði á Vesturlandi Borgarbraut 58-60 - Borgarnesi - Sími 437 1168- Bakvakt - 437 1180- www.borgarlyf.is Óska6 er eftir starfskrafti í veiðihúsið við Grímsá í Boraarfirði. Vaktavinna. Góo laun. Þarf að geta hafið störf 20. júní. Upplýsingar hjá Þorsteini, i síma 435 1401 netfang vgt@aknet.is : V ^undlaugin ^ileppjárnsreykjum Okkur vantar eina konu og tvo karla til sumarstarfa. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og geta hafið störf sem fyrst. ✓ Umsóknir berist Gudlaugi Oskarssyni, skólastjóra Kleppjárnsreykjaskóla. Hann veitir nánari upplýsingar í síma: 4351171 / 4351170 eða 8615971 netfang goskars@ismennt.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.