Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 11
 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 11 TextíÍverk og skúlptúrar eítir Philippe Ricart Sunnudaginn 17. júní kl. 16.00 verður opnuð sýning á verkum Philippe Ricart í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Þema sýningarinnar, sem ber yfirskriftina „XXI í byrjun nýrrar aldar“, er annars vegar tæknivæð- ingin og hins vegar þorsti í ó- snortna náttúru. Verkin á sýning- unni eru eirskúlptúrar og textíl- verk unnin með blandaðri tækni. Philippe er fæddur 1952. Hann nam og vann við vefnað á vefstofú Guðrúnar Vigfúsdóttur vefnaðar- kennara á Isafirði frá 1980-84 og hefur auk þess sótt námskeið í öðrum greinum. Philippe hefur fengist við spjald- og myndvefnað, flókagerð og síðustu ár einnig við gerð skúlptúra. Philippe var útnefndur Bæjar- listamaður Akraness 1996 og hef- ur auk þess fengið viðurkenningar og unnið til verðlauna. Sýningin er ellefta einkasýning Philippe en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýning- um. Sýningunni lýkur 1. júlí. Listasetrið er opið alla daga nerna mánudaga ffá kl. 15.00- 18.00 (Fréttatilkynning) Foreldrarölt ber árangur • • Oryggismyndavélar bilaðar í sundlaug Brýnt að úr verði bætt semfyrst segir íþróttafulltrúi Stefán Már Guðmundsson, í- þróttafulltrúi Akraneskaupstaðar, hefur sent bæjarráði bréf varðandi skert öryggi í Jaðarsbakkalaug en þar hafa þrjár af níu öryggismynda- vélum verið bilaðar svo mánuðum skiptir. Nú hefur bæjarritara og sviðsstjóra tækni- og umhverfis- sviðs verið falið að skoða málið en Stefán segir nauðsynlegt að úr þessu verði bætt sem fyrst. „I laug- arkerunum eru alls níu myndavélar, annars vegar í sundlaug og í renni- brautarkarinu. Tvær myndavélar eru ónýtar í sundlauginni og ein í rennibrautarkarinu. Það er mjög aðkallandi að taka þær myndavélar sem enn eru í heilu lagi upp úr lauginni til þess að bjarga þeim ffá skemmdum. Vélarnar þola ekki að vera ofan í lauginni og búnaðurinn sem á að halda þeim þurrum lekur.“ Stefán Már segist hafa farið fram á að fá leyfi til þess að kjarnabora í gegnum laugarkarið og setja myndavélarnar í kjallarann. „Það liggur gangur hringinn í kringum laugina og ef myndavélarnar væru í kjallaranum væri hægt að gera við þær innan frá.“ SÓK Aflabrögð síðustu viku sunndag-laugardags. Stykkishólmshöfn Roði 664 1 Handf. Örvar Hamar 29.915 5.257 4 Net 1 Rækjuv. Glitský 651 1 Handf. Samtals 222.842 75 Jónsnes Sif 692 1406 1 3 Handf. Handf. Grundarfjarðarhöfn Bjargey 242 1 Net Farsæll 49.711 1 Botnv. Bjarni Svein 25.977 5 Net Helgi 9.594 1 Botnv. Grettir 26.245 4 Net Hringur 130.000 1 Bomv. Steini Randv. 207 1 Net Ingimundur 140.000 2 Botnv. Þórsnes 32.063 5 Net Klakkur 142.457 1 Bomv. Þórsnes II 19.746 4 Net Sóley 60.618 2 Botnv. Kristinn Fr. 20.292 2 Rækjuv. Bára 1.646 1 Handf. Samtals 128185 28 Sæstjaman 1.313 1 Handf. Magnús í F. 1.156 1 Lína Rifshöfti Már 1.436 1 Lína Ritsnes Bára Esjar Rifsari Andri Hafdís Bjarni Sig. Boði 36.652 6.765 10.322 14.421 250 20 5.552 840 1 Bomv. 3 Dragnót 4 Dragnót 3 Dragnót 5Gráslepp. 3Gráslepp. 3 Handf. 1 Handf. Pétur Konn Ritan Ásgeir Grundfirð. Haukaberg Sæbjörg Valdimar Samtals 2.110 926 758 28.069 28.002 5.597 896 604.289 1 1 1 8 4 1 1 Lína Lína Net Net Net Rækjuv. Rækjuv. Dagrún Diddi SH 1.000 4.691 1 3 Handf. Handf. Akraneshöfh Fanney 567 1 Handf. Haraldur B. 90.000 1 Botnv. Kári li 6.827 3 Handf. Sturl. H. B. 140.000 1 Botnv. Kristbjörg 903 1 Handf. Byr 1.146 1 Handf. Leifur 874 1 Handf. Erla 674 1 Handf. Múli 527 1 Handf. Fagurey 2.063 2 Handf. Ólöf Eva 3.155 2 Handf. Gári 656 1 Handf. Heiðrún 3.148 1 Lína Mundi 775 1 Handf. Stormur 1.675 1 Lína Þura II 184 1 Handf. Sæhamar 2.149 1 Lína Örnólfur 824 1 Handf. Særif 1.336 1 Lína Draumur 2.263 1 Lína Andri 28 5 Net Aðalsteinn H.17 1 Net Faxaborg 28.589 5 Net Bresi 148 1 Net Fúsi 899 2 Net Máni 18 1 Net Gulli Magg 2.681 1 Net Óskar 40 1 Net Kristinn ÞH 1.134 1 Net Sigrún 308 1 Net Litli Hamar 3.613 2 Net Valdimar 215 1 Net Magnús 15.368 5 Net Ingunn 1.957.529 1 Nót Óli Færey. 3.307 5 Net Vfldngur 1.314.394 1 Nót Saxhamar 30.377 4 Net Samtals 3.511.254 19 Á vormánuðum 1995 hófst hið svokallaða foreldrarölt á Akranesi að frumkvæði foreldra. Síðan hafa foreldrar rölt um miðbæinn um helgar til þess að stuðla að því með nærveru sinni að útivistarreglur barna og unglinga séu haldnar. inn þekkist, þeim mun betra.“ Foreldraröltið hefur aðsetur í Arn- ardal og gengið er um miðbæinn á föstudögum frá 1. september til 1. júní og er röltinu því lokið um sinn. „Við höfum reyndar tekið okkur til og rölt á sumrin þegar Katrín Leifsdóttir og Borghildur Jósúadóttir Skessuhorn tók þær Borghildi Jós- úadóttur og Katrínu Leifsdóttur tali, en þær hafa verið röltstjórar í vetur í samvinnu við foreldrafélög grunnskólanna í bænum. Foreldrar standa sig vel „Foreldrarnir hafa staðið sig al- veg frábærlega í vetur og mæting- in hefur verið góð,“ segja þær Borghildur og Katrín. „Það er staðreynd að foreldrar eru besta forvörnin og samstaða foreldranna er það sem skiptir höfuðmáli í for- eldraröltinu. Því betur sem hópur- Gjald hækkað í þreksalinn Aðsókn ennþá góð Gjald í þreksalinn í íþróttahús- inu á Jaðarsbökkum á Akranesi hefur verið hækkað. Áður borg- aði fólk 180 krónur fyrir að fara í sund og þrek en nú bætast 75 krónur þar ofan á en það er sú upphæð sem kostar að fara í þreksalinn. Hún rennur óskipt til Iþróttabandalags Akraness sein á tækin og ætlunin er að nota gróðann til endurnýjunar og við- halds á tækjunum. Bæjarráð hef- ur þegar samþykkt þessa hækkun en Stefán Már Guðmundsson, í- þróttafulltrúi, segir að önnur verð séu til endurskoðunar. „Það er orðið þónokkuð langt síðan að gerð var verðbreyting, það var árið 1998, og við erum töluvert lægri en önnur nágrannasveitar- félög. Hér kostar til að mynda mun minna að fara í sund en í Borgarnesi.“ Undanfarna mánuði hefur ver- ið starfandi leiðbeinandi í þreksalnum, Ingólfur Ágúst Hreinsson, og Stefán segir að viðbrögðin við þeirri nýjung hafi verið mjög góð. „Hann hefúr verið að vinna hjá okkur á morgnana og seinnipart dags og það hefur aukist að fólk hafi komið og leitað sér leiðbeininga. Aðsóknin er ennþá mjög rnikil og það virðist ekki ætla að breytast þótt kominn sé júní.“ SOK mikið stendur til, til dæmis þegar 17. júní hátíðahöldin standa sem hæst. Á haustin liggja frammi list- ar á svokölluðum haustfundum og þar geta foreldrar skráð sig. Marg- ir fara oftar en einu sinni yfir vet- urinn en þátttaka í röltinu er al- gjörlega frjáls. Við höfum haft þá reglu á að færa stutta dagbók um hvert rölt sem foreldrar skrifa síð- an undir. Þar eru aldrei skráð nöfn barna eða unglinga." Nauðsynlegt að rölta á sumrin Leitað er eftir þátttöku foreldra barna í 7. til 10. bekk en enn sem komið er taka foreldrar barna í 7. bekk í Brekkubæjarskóla ekki þátt. „Það er í skoðun að taka 7. bekk- inn í Brekkubæjarskóla inn í haust. I skólanum var enginn röltstjóri í fýrra en það er nauðsynlegt að hafa einhvern til þess að halda utan um hludna. Við höfum líka rætt um mikilvægi þess að rölta á sumrin og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vanþörf á. Það er þó of stór biti í einu að ætla að koma því í gegn núna þótt full á- stæða sé til. í haust verður þetta rætt í báðum skólunum við foreld- rana.“ Eftir að sjálfræðisaldur ung- linga var hækkaður úr 16 árum í 18 ár eru nýnemar í framhaldsskólum landsins ekki lengur sjálfráða. „Nú er unnið að því að stofna foreldra- félag í Fjölbrautaskóla Vesturlands og það kemur tíl greina að fá þá foreldra tíl þess að rölta líka.“ Hefur skilað árangri Á þeim sex árum sem for- eldraröltið hefur verið starfandi hefur fjöldi unglinga í miðbænum snarminnkað og Katrín og Borg- hildur segja að það sé að miklu leyti foreldraröltinu að þakka. „Foreldraröltið hefur gengið mjög vel og það hefur tvímælalaust skil- að árangri. Hins vegar eru ennþá til börn og unglingar sem lenda í vandræðum og slæmum félagsskap þrátt fyrir að vera ekki í miðbæn- um. Þau hafa augljóslega einhvers staðar samastað og það er ekki gott mál. Við höfum oftar en einu sinni lent í því að foreldrar hafi leigt húsnæði fyrir afmælisveislur barna sinna þar sem ekkert eftirlit er. Þetta lítum við mjög alvarlegum augum og svona má ekki gerast.“ Eru ekki fréttastofur Þær Borghildur og Katrín segja það grundvallarreglu for- eldraröltsins að ræða ekki við aðra það sem fyrir augu og eyru hefur borið á vaktinni. „Við erum ekki fréttastofur og það er ekki okkar hlutverk. Við höfum komist að því að foreldrar hafa ekki hugmynd um hvernig staðan er í dag og mörgurn blöskrar ástandið. Sýslu- maðurinn kom á foreldrafundina í haust þar sem hann kynnti ástand- ið fyrir foreldrum, var með nokk- urs konar hræðsluáróður. Við erum sannfærðar um að það hafi gert sitt gagn. Samstaða foreldra er aðalatriðið og að okkar mati þarf að byrja að virkja foreldra strax þegar börnin byrja í fyrsta bekk. Ef foreldrar geta rölt saman geta þeir líka gert fleira." SÓK Akraneskaupstaður ÚTBOÐ Hitaveitulögn í Innri - Akraneshreppi Tækni- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar auglýsir eftir tilboðum í hitaveitulögn í Innri - Akraneshreppi. Verkið felst í lagnincju stofn- og dreifilagna, úr einangruðum plastpipum, ásamt inntökum í hús. Verkinu skal vera lokið fyrir 31.okt. 2001. Útboðsgögn verða til sölu, kr: 5.000.-, hjá tækni- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8, Akranesi, frá og með miðvikudeginum 13.júní n.k. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 25.júní, n.k. kl. 11.00, á skrifstofu tœkni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. A Tœkni- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.