Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 3
 FIMMftJDAGUR 2i. JÚNÍ 2001 3 ivr V' Ovenjulegt björgunarverkefhi á Borgarfirðinum Björgunarsveitin Brák vinnur við gerð sjónvarpsþáttar „Geirfuglaveiðimennimir“frá Rauðanesi. F.v. Guðjón Viggósson, Jónas Valdimarsson og Halldóra Jónasdóttir Félagar í björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi fengu óvænt og ó- venjulegt verkefni í hendurnar í síðustu viku. Sveitin hafði tekið að sér að aðstoða breska kvikmyndar- gerðarmenn við að komast út í Rauðaneseyjar á Borgarfirði en þar stóð til að taka upp atriði í sjón- varpsþátt um afdrif geirfuglsins og líf geirfuglaveiðimanna. Bretarnir höfðu samið við íslenskt kvik- myndafyrirtæki um að útvega það sem til þurfti til að taka upp efni í þáttinn í nágrenni Borgarness, á Suðurnesjum og á Suðurlandi. Þeg- ar átti að fara að leggja af stað út í Rauðaneseyjar á miðvikudagsvöld slitnaði hinsvegar upp úr samstarf- inu og Bretarnir stóðu uppi leikara- lausir og nánast allslausir. „Það var búið að hlaða bátana og átti að fara að leggja í hann þegar kom einhver kengur í samstarfið og íslenska fyrirtækið sendi sitt fólk heim með allt sitt hafurtask," segir Jakob Guðmundsson, varaformað- ur Björgunarsveitarinnar Brák. „Þá vorum við þegar búin að taka að okkur talsvert meiri vinnu en upp- haflega stóð til, m.a. að útvega ýmsa leikmuni o.fl. Þegar ekkert varð úr tökum þarna um kvöldið buðu Bretarnir okkur í kv'öldkaffi á Mótel Venus þar sem þeir gistu. Þeir voru að vonum svekktir og það leit út fyrir að þeir þyrftu að hætta við sem hefði þýtt að þeir hefðu tapað stórfé. Við buðumst þá til að bjarga málunum eins og sönnum björgunarsveitarmönnum sæmir.“ Jakob segir að Bretarnir hafi fyrst verið vantrúaðir á að björgunar- sveitarmönnunum væri alvara. „Það var ákveðið að heyrast aftur á fimmtudagsmorgun og þá var gengið ffá samstarfi. Við settum allt í gang og skiptum með okkur verk- um. Það þurfti að finna tökustaði, útvega leikara, leikmuni, förðun, útbúa brennur og útvega öll tilskil- in leyfi. Við sáum í raun um allt sem sérþjálfaðir kvikmyndagerðar- menn sjá í flestum tilfellum um. Um tíu leytið á fimmtudagskvöld var síðan farið út í eyjar og tökur fóru fram þar um nóttina.“ Jakob segir að vel hafi gengið að útvega það sem til þurfti og þótt lít- ið sé um atvinnuleikara í Borgar- nesi og nágrenni þá hafi það ekki komið að sök. „Við fundum einn leikara úr okkar röðum, Jónas Valdimarsson bónda í Rauðanesi. Hinir leikararnir voru Halldóra dóttir hans og Guðjón Viggósson bóndi í Rauðanesi. Kvikmynda- tökuliðið þóttist hafa himin hönd- um tekið þegar þau sáu leikarana og fannst þau smellpassa í hlutverk geirfuglaveiðimanna," segir Jakob. Mikil vinna fór í að útvega leik- muni, ekki síst geirfugla sem eru víst ekki á hverju strái í dag. „Það var farið í frystikisturnar hjá björg- unarsveitarmönnum og náð í gæsir og síðan þurftum við að veiða máfa sem voru málaðir og „látnir leika“ geirfugla.“ Jakob segir að þrátt fyrir að tím- inn væri knappur hafi allt gengið upp og að Bretarnir hafi farið á- nægðir á brott. „Það var náttúru- lega þó nokkuð bras í kringum Jakob Guímundsson varaformaður Björgunarsveitarinnar Brák. þetta. Það tók tíma að ferja dótið niður í fjöruna í Rauðanesi og síðan þurfti að fara nokkarar ferðir út í eyjarnar. Þetta gekki hinsvegar allt upp eitts og best var á kosið og Bretarnir voru hæstánægðir með þessa þjónustu og árangurinn af tökunum í Rauðaneseyjum. Þetta var skemmtilegt ævintýri og ég held að við myndum ekki slá hendinni á móti því að taka að okk- ur svona verkefni aftur,“segir Jakob sem vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra sem lögðu verkefninu lið. GE Tölvugöngugreinirig Þriðjudaginn 26. júní verður sérfræðingur össurar hf. með göngugreiningu í Heilsugæslustöðinni Borgarnesi ■ Göngugreinum með tölvutækni ■ Mælum lengd fótleggja B Ráðgjöf er veitt varðandi innlegg og skófatnað Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 515 1335. Debet- og kreditkortaþjónusta. Við hjálpum fólki að njóta sín til fulls. OSSURll ORJÖTHAIS B IS-110 REYKJAVlK SÍMI 515 ms FAX 515 1366 www.ossur.to mottakadossur.to I FELAGSMIÐSTOÐINNI SUNNUDAGSKVOLD (L 20:00 PEARL HARBOR MIÐAVERÐ Ó00 KR BÖNNUÐ INNAN 12 ÁRA Pearl harboR reií $9® BUREKSTRARDEILD c mnsbs Rúlluplast og bindigarn á góðu verði TRIOWRAP rúlluplast ÞEKKT GÆ.ÐAVARA TRIOWRAP I 50cm/1800 TRIOWRAP 75 cm/1500 ] Veitum 3% magnafslátt af TRIOWRAP- plasti ef verslað er fyrir 100.000 kr. án vsk. eða meira í einu Bindigarn og net á góðu verði. Áttu eftir að bera á? Eigum takmarkað magn af áburði - Folda góður áburður, gott verð. Aburöur Sáövörur Rúlluplast og bindigarn AB-mjöl Fóðurvörur Sement Él# Búrekstrardeild KB, Brákarey, 310 Borqarnesi Opið frá kl. 8 -12 og 13 -18 alla virka daga. Afgreiðsla S. 430 5620, forstöðumaður S. 430 5622, símfax 430 5621,

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.