Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 5
^&cssunu^ FIMMTUDAGUR 21. J-ÚNÍ 2001 5 Borgarfjörður Ekki sameinað að sinni Eins og fram hefur komið í Skessuhorni héldu sveitarstjórnir Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveit- ar, Hvítársíðuhrepps og Skorradals- hrepps óformlegan fund í apríl sl. þar sem rætt var um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Almennt var viðhorf fundar- manna að frekari sameining yrði fyrr eða síðar. Hreppsnefndarmenn úr Hvítársíðu voru sammála um að vel mætti hefja sameiningarviðræður án tafar með sameiginlega kosningu 2002 fyrir augum. Hreppsnefndar- menn úr Skorradalshreppi töldu að gefa þyrfti málinu góðan tíma. Meginþorri sveitarstjómarmanna úr Borgarbyggð taldi réttast að heíja viðræður án tafar en meirihluti hreppsnefndar Borgarfjarðarsveitar vildi bíða með að marka stefnu þangað ril búið væri að halda íbúa- fund um málið. Niðurstaða fundarins var því sú að grundvöllur væri fyrir sameiningu Bogarfjarðarsveitar, Borgarbvggðar og Hvítársíðuhrepps en að ffamhald málsins hvíldi á Borgarfjarðarsveit. I Borgarfjarðarsveit var efnt til í- búafundar þann 7. júní sem um 20 manns sóttu. Sameiningarmálið var síðan á dagskrá næsta hreppsnefnd- arfundar. Þar lögðu fulltrúar meiri- hlutans fram svohljóðandi bókun. „Þar sem flestir þeirra sem tjáðu sig á íbúafúndinum 7. júní sl. mæltu gegn því að hafnar yrðu sameining- arviðræður við önnur sveitarfélög í Borgarfjarðarhéraði ofan Skarðs- heiðar á þessu kjörtímabili þó trú- legast kæmi að því síðar vill L-listinn ekki efna til sameiningarviðræðna sbr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga, á þessu kjörtímabili." Ríkharð Brynjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar, telur ekki að fundarmenn hafi verið of fáir til þess að sýna þverskurð af raunverulegri skoðun íbúa. „Hvenær er niðurstaða marktæk? Þama mættu um 5% íbúa og fúndurinn var boðaður mjög rækilega með þetta mál sem um- ræðuefni. Það er kannski til lítils að boða menn á fund ef maður ædar svo ekki að taka mark á þeim sem mæta. Auk þess vora allir fimm hreppsnefndarmenn sammála um að niðurstaða fundarins hefði verið þessi og við fóram ekki út í neinar atkvæðagreiðslur eða tillögugerð." Hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar hefur einnig hafnað því að gera skoðanakönnun meðal íbúa um hvort ganga eigi til sameiningar eða ekki. „Borgarbyggð sendi hreppun- um bréf þess efnis hvort þeir væru tilbúnir til þess að efna til skoðana- könnunar. Við ákváðum að gera það ekki, meðal annars vegna þess að okkur fannst að það væri að mörgu leyti andstætt að spyrja um eitthvað þar sem ekki væri vitað hvað lægi að baki.“ Ríkharð virðist þó ekki hafa úti- lokað sameiningu endanlega og segir að jafnvel verði efnt til við- ræðna síðar. „Það er aldrei hægt að segja nei eða já sem á að standa fram að heimsendi. En á þessari stundu er þetta okkar afstaða, meðal annars í ljósi niðurstaðna á þessum fundi.“ Eftir fundinn í apríl var dreifibréf sent á öll heimili í hreppnum með fúndargerð. Ríkharð segir að svo verði einnig gert nú. „Stefán Kalm- ansson skrifaði minnispunkta á fundinum og mér finnst eðlilegt að allir hafi tækifæri til þess að koma á framfæri athugasemdum mn þá.“ Þá lagði fulltrúi minnihlutans, Bjarki Már Karlsson, fram efrirfar- andi bókun: „íbúafundurinn í Brún 7. júní var fámennur og gerði enga ályktun. Þar komu ýmis ólík sjónarmið fram. Mér þykir ómögulegt að byggja á- kvörðun um jafri mikilvægt mál og sameiningarviðræður á huglægu mati á meginstraumum umræðna á þessum fámenna fundi. Sveitarfé- lögin í Borgarfirði norðan Skarðs- heiðar eru eitt atvinnu-, þjónustu- og menningarsvæði. Þau eiga í harðri samkeppni við aðra lands- hluta um búsetu fólks ásamt starf- semi fyrirtækja og stofriana. Sam- einuð geta þessi sveitarfélög staðið enn betur að eflingu byggðar og mannlífs í Borgarfirði en nú er gert. Telji menn að sameining komi til á- lita síðar hlýtur það að vera vegna þess að menn telji að hún feli í sér á- vinning þá. Eg sé engin rök til þess að sá ávinningur sem síðar kann að nást vegna sameiningar geti ekki náðst strax og tel að með því að slá sameiningarmálum á frest séu Borgfirðingar beinlínis að fresta framförum. Eg tel okkur ekki hafa efrii á því. Eg mun þó ekki leggja fram fyrir hreppsnefrid formlega tillögu um sameiningarviðræður enda sýnt í ljósi fyrirliggjandi bókunar að slík tillaga yrði ekki samþykkt að svo komnu máli.“ Hreppsnefrid var hinsvegar sam- niála um að áfram verði unnið að samstarfi sveitarfélaganna um sam- eiginleg hagsmunamál svæðisins og reglubundnir samráðsfundir milli þeirra væru mjög gagnlegir. Sl. fimmtudag hittust fulltrúar sveitarstjórnanna aftur þar sem af- staða Borgarfjarðarsveitar var kynnt. Þótt ljóst sé að þar með verði ekki um sameiningu að ræða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar var ákveðið að sveitarfélögin fjögur tilnefni einn fulltrúa hvert til að koma saman í ágúst og ræða hvern- ig efla megi enn frekar samstarf þeirra Þá var kynnt tilaga Kolfinnu Jóhannesdóttur úr Borgarbyggð um að efria til málþings um stöðu Borg- arfjarðar, horfur og tækifæri þar dregnir væru fram kostir og sýn heimamanna á framtíð héraðsins og var samþykkt að sveitarfélögin fjög- ur standi saman að því. Nýbygging Grundaskóla Fyrsta skóflustungan teldn í síðustu viku tók Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grunda- skóla á Akranesi, fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við skólann að viðstaddri fram- kvæmdanefnd og verktökum en ætlunin er að byggingin verði til- búin til notkunar haustið 2002. Er þetta síðasti hluti Grundaskóla sem byggður verður miðað við einsetningu og rúmast þá á milli 500 og 600 nemendur í skólanum. Byggingin verður tveggja hæða og rúmlega þúsund fermetrar (1037) en henni er fyrst og fremst ætlað að vera kennsluálma fyrir miðstig skólans, það er að segja 5.-7. bekk. I henni eiga að vera tíu almennar kennslustofur, tvær tónlistarstofur þar sem Tónlistarskóli Akraness mun sjá um kennslu, viðbót við bókasafn Grundaskóla og inn- gangur. Byggingin er teiknuð af Magnúsi Olafssyni arkitekt en það er Loftorka í Borgarnesi sem kemur til með að sjá um framkvæmdina og á fyrirtækið að skila verkinu fullunnu í ágúst á næsta ári. Myndatexti: Grjótvömin ncerfrá Norðurtcmgafoygg/u að Olafsbraut og er 140 metra löng. Hafhar- fram- kvæmdir í Snæfellsbæ Töluverðar hafnarframkvæmdir hafa átt sér stað að undanförnu á vegum hafnarsjóðs Snæfellsbæjar. A Rifi er lokið dýpkun innsiglingar og einnig innanhafriar að hluta til, en mun dýpkunin alls nema um 15 þúsund rúmmetrum. Þá er á Rifi einnig lokið styrkingu og lengingu Norðurgarðs um 290 metra. I O- lafsvík er verið að ganga frá grjót- vörn sem nær frá Norðurtanga- bryggju og að Ólafsbraut og er um 140 metra löng, en það er fyrirtæk- ið Stafnafell sem er framkvæmdar- aðili verksins. I Ólafvík er einnig fyrirhuguð lenging fingurflotbryggjunnar svo- kallaðrar um 20 metra og bætast þá við átta flotbryggjupláss. Að auki er síðan áætlað að taka tvær elstu flot- bryggjurnar burt og byggja nýja 20 metra flotbryggju í staðinn. smh Húmæði nýja Bókasafiisins í Grundarfirði Grundarfj örður Bókasaftiið flutt Myndarleg bygging er nú risin að Borgarbraut 16 í Grundarfirði ofan á húsnæði sem áður hýsti Vél- smiðjuna Berg. Þann 28. maí flutti bókasafriið starfsemi sína úr þröng- um húsakosti sínum rétt ofan við nýbygginguna og kom sér vel fyrir í glæsilegum húsakynnum á annarri hæð. Einnig hefur fjarnámi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi verið sköpuð aðstaða á sömu hæð. A jarðhæðinni hefur á- haldahús bæjarins komið sér fyrir og innan skamms mun svo slökkvi- lið bæjarins flytja inn í tómt hús- næðið við hliðina. Aætlað er að lóðaframkvæmdum verði lokið í júlímánuði. Þá er smíði nýs slökkviliðsbíls á lokastigi og því ríkulegt tilefni til fagnaðar innan slökkviliðs Grundarfjarðar, sem og meðal bæjarbúa. smh Swma Njálsdóttir, bókavörður, ogjúlíanna Friðjónsdóttir (við tölvuna) eru alsœlarmeð nýja hiísmeði bókasafnsins í Grundarfirði. Borgarbraut 61 310 Borgarnes Simi: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Bakkahvammur 6, Búðardal. 2ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi, 70 ferm. íbúðin skiptist í þvottahús, dúklagt hol, dúklagt baðherb., dúklagða stofu og eldhús samliggjandi og dúklagt svefnherb./skápar. Verð: kr. 3.000.000 OSlO D & Óskum að ráða bifreiðastjóra til sumarafleysinga. XJpplýsingar í síma 437 2030 VÖRUFLUTNINGAR tVESTURLANDS ehf

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.