Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 21. JUNI 2001 9 SaEáSÍÍHöEM Um þessar mundir eni bændur á Vesturlandi og víðar að hefja heyskap. Haraldur Magmísson, bóndi í Belgsholti var snemma í því og hóf slátt síðastliðinn fóstudag. Ljósmyndari Skessuhoms leit við á laugardag og þá stóð til að rúlla daginn eftir. A myndinni se'st Magn- ús, sonur Haraldar, að störfum, Mynd: SOK Skólahljómsveitin sigraði á landsmóti Borgarfjörður Listamenn heiðraðir Páll Guðmundsson tekur við viðurkenningu sevi heiðurslistamaður Borgarfjarðar úr hendi Bjargar Karítasar Jónsdóttur, formanns menningarmálanefndar Borgarbyggðar. Mynd: GE Landsmót skólalúðrasveita fór ffarn um síðasdiðna hvítasunnuhelgi í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í í- þróttahúsinu í Keflavík, og var þá í fyrsta skipti haldin lúðrasveita- keppni á Islandi. Skólahljómsveit Akraness var meðal þeirra sem kepptu á mótinu, en stjórnandi hennar er Heiðrún Hámundardótt- ir. Sveitunum var skipt í fyrsta og annan flokk, eítir stærð, aldri og getu og svo fór að Skólahljómsveit Akraness sigraði í öðrum flokki á- samt sveit frá Seltjarnarnesi. I fyrsta flokki voru aðeins tvær hljómsveitir og þar sigraði hljómsveit Reykja- nesbæjar. „I sveitinni sem tók þátt í keppninni blandast B og C sveit skólahljómsveitarinnar. Það hafa verið þrjár sveitir starfandi í vetur en í þessari sameinuðu sveit voru um 35 manns,“ segir Heiðrún. „Þetta voru krakkar frá 3. bekk og upp úr. Það eru örfáir fullorðnir sem spila með en mestmegnis eru í hljómsveitinni krakkar á grunn- skólaaldri.“ Dómarinn á landsmótinu var norskur hljómsveitarstjórnandi og gaf hann sveitinni frá Akranesi mjög góða umsögn að móti loknu. „Hann sagði að allt sem mögulega hefði verið hægt að gera með þenn- an hóp hefði verið gert. Að árang- urinn hefði ekki getað verið betri því að sumir krakkarnir eru bara búnir að spila í eitt ár.“ SÓK Síðastliðinn föstudag, við setn- ingu Borgfirðingahátíðar í Reyk- holtskirkju var tilkynnt um útnefh- ingu héraðslistamanns Borgarfjarð- ar og einnig heiðurslistamanns Borgarbyggðar. Það var myndlista- maðurinn Páll Guðmundsson frá Húsafelli sem varð fyrstur borg- firskra listamanna til að hljóta nafnbótina heiðurslistamaður Borgarfjarðar. Páll er fyrir löngu orðinn landsþekktur listamaður og hefur hróður hans einnig borist út fyrir landsteinana því eins og kom fram f Skessuhorni fyrir stutm var verk hans valið til að prýða högg- myndagarð skammt frá Chicago. Guðmundur Sigurðsson, fyrr- verandi skólastjóri í Borgarnesi, sem útnefndur var heiðurslista- maður Borgarbyggðjir hefur getið sér* gott erð-se» myndlistamaður meðfram öðrum störfum. Hann hefur m.a. teiknað flestar kirkjur héraðsins, og myndskreytt sögu- skilti Borgarbyggðar. GE Guðmundur Sigurðsson heiðurslistamað- ur Borgarbyggðar ... •• ***** . ; IX MK »»* r Samfylkingin Snœfellsnesi www.samfylking.is 'M.v Nútíð og framtíðarsýn 28. júní kl. 20:00 í Félagsheimilinu Klifi Ólafsvík Jarðhitamál á Snæfellsnesi Erindi flytja: Dr. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, Orkustofnun Dr. Grímur Björnsson jarðeölisfræðingur, Orkustofnun Samkeppni á raforkumarkaði / Ný rafveitulög. Hugsanleg vandamál vegna orkuafhendingar á landsbyggðinni. Verður rafmagnið dýrara þar? Erindi: Eiríkur Briem hagfræðingur, framkvæmdastjóri RARIK Öllum þingmönnum kjördœmisins verður boðið á málþingið Málþingsstjórar Skúli Alexandersson f.v. þingmaSur Björn Sverrisson umdæmisstjóri RARIK Erling GarSar Jónasson f.v. umdæmisstjóri RARIK Staða byggða og orkumála á Snæfellsnesi Framsögumenn: Björg Agústsdóttir sveitarstjóri Grundarfiröi Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæ Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Stykkishólmi ir /

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.