Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. JUNI 2001 ^Biasuiiuiw ] Vífill Búason, bóndi og skógræktarmaður með meiru. Afkastamiklir bændur Setja niður þús- undir plantna Skógarbændur á Vesturlandi öllu, sem eru nú orðnir yfir tvöhundruð talsins, hafa nú lokið við að setja niður plöntur sínar fyrir sumarið, en miðað er við að verkinu sé lokið fyr- ir 17. júní. Bændur í Hvalfjarðarstranda- hreppi og Melasveit hafa verið ein- staklega afkastamiklir í ár og hafa gróðursett yfir 100 þúsund plöntur. Vífill Búason, bóndi í Fersdklu, er einn þeirra. Hann einn hefur gróð- ursett um 30 þúsund plöntur og notað til þess svokallaðan Mark- úsarplóg. „Við fórum héðan nokkr- ir austur í land og sóttum námskeið hjá skógarbændafélaginu. Þar komumst við í kynni við plóginn,“ segir Vífill. ,Aíarkús Runólfsson á Hvolsvelli hefur unnið að því að hanna þennan plóg undanfarin fjög- ur ár. Plógurinn er festur aftan í traktor, maður situr á honum og leggur plöntumar í plógfarið. Ef vanir menn em að verki og ef land- ið er gott er hægt að setja niður um þúsund plöntur á klukkustund. Við höfðum skoðað ýmis verkfæri en plógurinn hefiir þann kost að hann plægir ekki bara strengi heldur Kristján Hreinsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Olafsvtkur, Þorbjörg Alexandersdóttir, Eygló Egilsdóttir, Anna Sifi'a Gœrdbo, Helgi Kristjánsson formaður stjói-nar Sparisjóðs Olafsvíkur, Kristinti Jónasson og Magrnís Eiríksson. Ljósm. PSJ Afhending styrkja í Olafsvík Afhending styrkja úr Menning- arsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur fór fram þriðjudagskvöldið 26. júní sl. Var af því tilefni haldið kaffisam- sæti að Hótel Höfða í Ólafsvík, en tilgangur Menningarsjóðsins er að veita styrki til hverskonar fram- fara- og menningarmála í Snæ- fellsbæ. Umsóknir um styrk úr sjóðnum námu að þessi sinni einni milljón þrjúhundrað og sjötíu þúsund, en alls var úthlutað sex hundruð þús- und krónum. Eftirtaldir átta aðilar hlutu styrk að þessu sinni: Ingjaldshólskirkja kr. 50.000,- til viðhalds og endurbóta á lóð og umhverfi kirkjunnar. Eygló Egils- dóttir kr. 100.000.- til uppsetning- ar á leikritinu Fróðárundrin. Guð- ríðar- og Laugarbrekkuhópurinn kr. 50.000.- vegna uppsetningar á styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur á fæðingarstað hennar á Laugar- brekku. Þorkell S. Símonarson kr. 50.000,- til kaupa á búnaði í hljóð- ver. Færeyskir dagar í Ólafsvík kr. 50.000.- vegna hátíðahalda dagana 29. júní til 1. júlí. Ahugafólk um sjávarsafn á Norðurgarði fékk kr. 100.000,- til uppsetningar fiska- safns í Ólafsvík og að lokum Snæ- fellsbær kr. 50.000.- vegna minnis- varða um Jóhann Jónsson skáld. Kom það fram í ræðu Helga Kristjánssonar, stjórnarformanns Sparisjóðs Ólafsvíkur, að þetta væri í fimmta skiptið sem styrkjum úr sjóðnum væri úthlutað. Var samþykkt á síðasta aðalfundi Sparisjóðsins að í tilefni 110 ára af- mælis hans á næsta ári mun fjár- hæð úthlutaðra styrkja þá nema tvöfaldri fjárhæð þess sem venju- legt er, eða alls kr. 1.200.000.- smh vinnur hann jörðina í leiðinni.“ Víf- ill hefur sett niður mest af fum en einnig töluvert af sitkagreni, lerki, björk, birki og ösp. Reynir Asgeirs- son á Svarfhóli hefur sett niður flestar plöntur í sveitinni eða 35 þúsund stykki en hann notaðist við áðurnefndan Markúsarplóg. Það gerði einnig Haraldur Magnússon í Belgsholti sem er að sögn Vífils að búa land sitt undir skógrækt og hef- ur því aðeins sett niður 2-3 þúsund plöntur. Þorvaldur Magnússon á BCalastöðum hefur einnig gróðursett töluvert, um 12 þúsund plöntur, en Vífill segir hann nota gömlu aðferð- ina og setja niður með höndum. Skógrækt er ekki fyrir menn sem hyggja á skyndigróða eins og gefur að skilja og Vífill segir að það taki um 30 ár að sjá afrakstur erfiðisins í peningum. „Plöntumar em borgað- ar á löngum tíma. Skógræktarbænd- ur fá framlag frá ríkinu og setja jörðina að veði. Þetta fylgir svo allt jörðinni verði eigenda- eða kyn- slóðaskipti.“ Vífill segir að ætlunin með skógræktinni sé landgræðsla, að ffamleiða efni í timbursölu og að gera þarna útivistarskóg. Hann seg- ir skilyrði til skógræktar í Hvalfirði vera ágæt eða líkt og gengur og ger- ist í Borgarfirði. Vífill er þó enginn nýgræðingur í faginu því hann hófst handa við að gróðursetja fyrir 30 árum, í smáum stíl. A síðasta ári hófust Vífill og félag- ar handa við að búa til skjólbelti og nú vinna þeir að því að gróðursetja þriggja kílómetra langa lengju. „Það skjólbelti er hér heima á túni. Plönt- urnar sjást reyndar ekki ennþá og það er eitthvað í að þær komi upp og fari að brosa á móti okkur.“ Verðlaun Sveitasælu á Hvanneyri Hér verður greint frá vinnings- höfum annarra viðburða en drag- keppni og sveitafitness á Sveitasæl- unni á Hvanneyri, sem var liður í Borgfirðingahátíðinni 15. - 17. júní. Öll verðlaun fást afhent á skrifstofu LBH á Hvanneyri nema annað sé tekið fram. Skrifstofan er opin kl. 8-12 og 13 -16 (lokað 9. - 23. júlí). 1. Spurt var hjá Ullarselsfólki hve margar lykkjur væru í ákveðinni peysu? Rétt svar: 3100 lykkjur. Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir Asgarði, komst næst réttu svari (3710 lykkjur). Verðlaun; úttekt í Ullarseli ogskal hún líta þar við semfyrst. 2. Sveitailmurinn „Fýlaðu bónd- ann“. Þar átti að þekkja hverskonar bændur áttu vinnugallana! Ur rétt- um svörum var dregin Guðhjörg lng- ólfsdóttir Böðvarsgötu 6 Borgamesi. Verðlaun, bókapakkifi-á Bændahlaðinu og Landbúnaðarháskólanum 'á Hvanneyri 3. Hvað heita sauðalitirnir? Rétt svar: hvítt, grátt, mórautt og svart Ur réttum svörum var dregin Sigur- rós Guðríðardótth; Böðvarsgötu 25 Borgamesi. Verðlaun. Gistingjyrir tvo ískólahús- inu á Hólum, morgunverður og sund innifalið. Gefandi, Ferðaþjónustan Hólum í Hjaltadal. 4. Hve margar kýr vora á beit í hólf- inu tnilli Andakílsskóla og Iþrótta- húss þennan dag? Rétt svar 26 kýr. Ur réttum svörum var dregin Þóra Geirlaug, Norðurreykjum. Verðlaun, bókapakki frá Bændablaðinu og Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri 5. Getraun um bændur með kinda- hópa. Rétt svar: Annar átti 7 kindur enhinn 5. Ur réttum svörum var dreg- innjóhann P. Jónsson, Hæl 311 Borg- ames. Verðlaun, bókapakki frá Bænda- blaðinu og Landbúnaðarháskólanum. á Hvanneyri 6. Hér var vísnagáta, þar sem lýst var konu að mjólka. Ur réttum svörum var dregin Unnur Jónsdóttir, Lundi. Verðlaun, ferðarafstóð 3V jýrir hesta- menn, gefandi Vélaver HF. 7. Spurt var hve margar dráttarvélar væm á hjólum, undir þaki Búvéla- safnsins, en þar munu hafa verið 15 dráttarvélar á hjólum. Ur réttum svörum var dreginn Ulfur Agúst, Drápuhlíð 21 Reykjavík ogfær hann á- samt jjölskyldu sinni í verðlaun kvöld- verð í hótel Reykholti Borgarjjarðar- sveit, gefandi Hótel Reykholt. 8. Niðurstöður úr plöntugreininga- keppni. Alls voru 15 íslenskar plöntur í pott- Margir tóku þdtt íplöntugreiningu á Sveitasælu á Hvanneyri um, þær voru (númer potta framan við nafnið) 3. Alaskalúpína 4. Brennisóley 5. Geldingahnappur 6. Lambagras I. Háliðagras 8. Hófsóley 9. Hrafnaklukka 10. Maríustakkur II. Gleym-mér-ei 12. Ilmreyr 13. Túnsúra 14. Gidmura 15. Túnfífill 16. Varpasveifgi’as 11. Ktijáliðagras í bamaflokknum (12 ára og yngri) áttu keppendur að greina rétt 5 af þessum plöntum, þátttökuseðlar vom ógildir ef fleiri plöntunöfh var þar að finna. Allnokkrir vora með rétt svör í þessum hópi. Við útdrátt kom nafn Svans Grétarssonar, Höll í Þverárhlíð upp. Verðlaun, bakki af skógarplöntum. Gefandi Vesturlands- skógar. I unglingaflokki (13 til 16 ára), áttu keppendur að greina rétt 10 plöntur. Ekki skiluðu margir í þessum flokki og aðeins einn reyndist með nöfn 10 plantna á hreinu. Það var Hrönn Jónsdótth; Lundi. Verðlaun; Delaval fjósagalli, gefandi Vélaver HF. I fullorðinsflokki þurftu keppendur að greina allar 15 plönturnar rétt, enginn skilaði þar réttu svari. 9. Urslit í gröfuleikni (Jöivagleði). I jyrsta sæti var Jón Kr. Guðmundsson frá Hvanneyri, sem leysti þrautina á 2,20 mín. Verðlaun, gjafabréfkr. 5000 í MR búðinni Lynghálsi 3 Reykjavík, gefandi MR búðin. Annar varð Arnar Bergþórsson Húsafelli á 2,26 mín og í þriðja sæti var Heimir Orn Haraldsson Belgsholti 2 á 3,09 mín, og hljóta þeir aukaverðlaun eins og þeirsem eru tald- ir upp hér á eftir. I aukaverðlaun eru sveitasælu húfa, gefin af Aburðarverksmiðjunni HF og drykkjarmál með kveðju úr sveit- inni, gefin af Bændasamtökum ís- lands. Eftirtaldir hljóta þau, fyrir að vera í öðra eða þriðja sæti í gátum og getraunum: Amór Tumi, Böðvarsgötu 2, Borgamesi, Bjarki Rúnar Skarpkéðinssom Bollagörðum 5, Seltjamamesi, Elín Elísabet Klettavík 11, Borgamesi, Harpa Reynisdóttir Hæl, 311 Borgames, Heiðar Om Jónsson, Miklatúni Hvanneyri, Hrönn Jónsdóttir, Lundi, 311 Borgames, Ingumi Grétarsdóttir, Höll, 311 Borgames, Jón Ami Marargnmd 4 Garðabæ, Lárus Ivar Lárussm, Miðhúsum 12, 112 Reykjavík, Nanna Einarsdóttir Klettavík 11, Borgamesi, Orri Jónsson Lundi, 311 Borganies, Sigriín Kristjánsdóttir Sólvöllum 1, Egilsstöðum. Steingrímur ogfiii Kirkjubraut 59, Akranesi, Svanur Grétarsson, Höll, 311 Borgames. Trausti Eiríksson, Kveldúlfsgötu 11 Borgamesi, Ulfitr Agiíst Atlason Drápuhlíð 21 Reykjavík. Vilhálmur Vilhjálmsson, Fannafold 49, 112 Reykjavík. Aukaverðlaunin sem Borgfirðingar fá, fást afhent á skrifstofu LBH á Hvanneyri en öðrum verða þau send í pósti. Þá bauð hótelstjóri Hótels Borg- amess og Hvanneyrar, ásamt LBH, drag-keppendum í kaffi að loknum átökunum. Með bestu kveðjum ogþókk til allra sem lögðu hönd áplóg, styrktu viðburð- inn með einum eðd öðrum hætti, eða heimsóttu Hvanneyri á Sveitasælu þann ló.júnís.l. Sverrir Heiðar og Emma H. Birgisdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.