Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. JUNI 2001 ^Penninn Oft kemur það fyrir að maður er ekki á réttum stað á réttum tíma og missir af atburðum sem endur- taka sig ekki. Þetta skeði á hátíð í Reykholti þann 15. júní síðastliðinn þar sem ég var kallaður til að veita viðtöku viðurkenningu sem heiðurslista- maður Borgarbyggðar. Ekki finnst mér ég hafa unnið nóg til þessarar viðurkenningar og kom hún mér mjög á óvart. Hinsvegar á ég mér dýrmætan förunaut sem hefur fylgt mér frá æsku og er það sköpunargleði í myndum og formum. Af henni hef ég haft ómælda hamingju og stundum rekur hún mig svo á- fram að ég gleymi jafnvel svefni eða mat. Hluti ánægjunnar er að geta glatt augu annara og finna til- gang í verkunum. Kannski hef ég sjaldan verið eins vel minntur á þennan tilgang eins og með viðurkenningunni sem mér var veitt þann 15. júní og er hún mér hvatning og uppörv- un til frekari vinnu á þessu sviði. Tilgangurinn með þessum skrifum var að koma á framfæri innilegu þakklæti mínu til Menn- ingarmálanefndar Borgarbyggðar og allra þeirra sem að þessu máli stóðu og ekki síst þeirra sem hafa gegnum tíðina sýnt verkum mín- um áhuga. Guðmundur Sigurðsson Þakkarbréf Dans aldanna, tréskúlptér eftir Guðmund Sigurðsson ^Penninn Hvalræði Ég hélt að það væru bara af- dankaðar ríkar kerlingar og ein- hverjir óvitar úr Bandaríkjahreppi sem að væru haldin þessari tilfinn- ingabrenglun að þykja vænt um mat, en svo kemur í ljós að upp- gjafa kaupsýsluauðvald úr stór- borginni er uppfullur af sama fá- ránleika. Einhvertíman í denn eignaðist ég hvítan rússkinnsjakka með gærukraga frá Karnabæ og co sem var af „myrtu“ jórturdýri og trú- lega hefur það ekki truflað gufu- baðsstemmninginuna hjá hvala- vininum þá enda fékk hann inn- komu í sparibókina fyrir hann. Annars höfum við Gulli sama húmorinn fyrir ritstjórnarpistlun- um og finnst mér að þessi aula- hæðnishúmor eigi að vera hafinn yfir alla móðursýki og múgæsingu því að þetta er alvöruspaug, en öllu gríni fylgir einhver alvara. Anægður var ég með Jöklaund- rið þegar að hann snupraði Uluga fyrir óvönduð skrif og er hann í sérstöku uppáhaldi hjá mér fýrir þann gjörning, en alveg missti hann niður um sig með hvalræð- inu í síðasta blaði. En af því að hann er úr Reykja- vík greyið, verð ég að fyrirgefa honum Reykjavíkurkjaftæðið sem að við dreifbýlisaumingjarnir erum orðnir fullsaddir af en hlakka til að lesa meira frá honum undan jökli. Símon þorskmorðingi firá Stykkishólmi Litaboltavöllur á Akranesi Bylgjulestn hefur nú lagt upp í hringferð sína um landið og er Akranes einn af fjölmörgum við- komustöðum hennar, en þangað kemur lestin þann 21. júlí næst- komandi. Margt verður um að vera í bænum í tilefni komu henn- ar og samþykkt hefur verið að hafa svokallaðan litabolta- eða „paint- ball“ völl í bænum yfir alla helg- ina. Staðsetning hans hefur þó ekki verið ákveðin. Einnig hafa verslunar- og þjónustuaðilar ýmis- legt á prjónunum og hefur bæjar- ráð samþykkt 175 þúsund króna styrkveitingu til þeirra. Auk þess er bæjarráð tilbúið til þess að styðja framtak þessara aðila með því að bjóða öllum frítt í sund. SÓK **%17ísnahornið______________________Vkki neitt að (raoiii gSTt Fáir lofa góða heilsu nógsamlega nema þeir Húsavík var oft þjáður bæði í baki og maga og virðist þó undra afótmnjost sem hafa misst hana enda veit enginn hvað átt einhverntíma ritaði hann Daníel Daníelssyni ogfélagslynd eins og sveitabelja. hefur fyrr en misst hefur. Bensínafgreiðslu- lækni eftirfarandi kveinstafi. menn sem og aðrir þurfa á því að halda að vera Núfyrir átta árum var sæmilega röltfærir á vinnutíma enda fór hrollur Ekki neitt að gagni gert úr henni gallið burtu skorið, um samstarfsmenn bensínafgreiðslumeyjar get égfremur en klerkur. læknavísindin þreyttu þar einnar á Reykjavíkursvæðinu þegar hún hringdi Liggur mér um lendar þvert þraut se?n lítt hefiir ávöxt borið. einn morguninn og kvaðst vera að drepast lúa og gigtarverkur. Gallrásum ölum Gudda hélt, vegna smitandi meltingartruflana. Samstarfs- glögglega sést þær leystu ei vandann maður hennar, Stefán Jóhannesson frá Kleifum Syngur ekki sálin glöð því síðan hefur hún ólar elt ákvað þá að yrkja erfiljóð sem væri þá tiltækt ef „sálma langa og margaíí við æðri máttarvöld fyrir handan. hann hefði sjálfur ekki færi á að vera viðstaddur meðan ryðguð búrhnífsblöð útförina vegna niðurgangs eða eigin andláts. beinin ungu sarga. Aður var Gudda ýmsum kær Stúlkan hresstist þó von bráðar og mætti til ástarleikjum með slögimi sinnti. vinnu sinnar og kenndi sér hvergi meins þegar Ligg ég eins og lús við saum, I seinni tíð ekki ferðafær síðast fréttist en þar sem kvæðið er ónotað er lítiðfinn afiráðum. þótt fagnaður hana á gatnan minnti. rétt að það birtist hér: Þannig verður ævin aum Hún er nú orðin hálfgei~t skar, okkur hjónum báðum. heldur sigþví á dyggðavegi Hér afi öðrum Hanna bar, etida að síðustu innra var húnfékk slíka dndlu Snúðug konan snýr sérfrá útskröpúð vegna bólgu í legi. að þvílíkt hetjans heilsufar snörpu bóndans gini. henni reið aðfiillu. Öðruvísi áður brá Ofaná þetta ellikröm Agli Jónassyni. aumingja Guddu hefiir bagað Aður var sii unga snót endafrúin við guð sinn gröm, algjör bensínstjama, Taugar ekki virðast vanta getur ei nokkur þetta lagað. hljóp um plan með fiman fót verki og stingiflytja þær Sannorðir prestar segja mér frískust allra bama. eftir mér á alla kanta, svo ég að þeirra kenning víki upp í herðar, niður í t<er. vafasamt mun um viðreisn hér Loksins hún á himnum má en varanleg bót í himnartki. hœtta öllu puði. Þetta er bölvað - þarna sérðu, Verst hvað stendur alltaf á á þrautum verður jaldan hlé. Óska ég svo lesendum mínum gæfu og góðr- englunum hjá guði. Finnst mérþó að framanverðu ar heilsu með vísu Ólafs á Brattavöllum: Atað tárum Essó lið furðu margt í lagi sé. Guð mér sanna sendir náð ávallt Hötinu minnist Verkir ekki vilja hopa, sem allt kann að bæta. enda verður á því bið verstir yftr lendamar. Það er hann sem hefur ráð að önnur þvíltk fiinnist. Bakstra - plástra - pillur - dropa að hugga mann og græta. Sigfus Jónsson í Skrúð kom í heimsókn til prófa mætti hér ogþar. í síðasta þætti auglýsti ég eftir hálfri vísu og kunningja síns sem er kúabóndi og hitti hann Englasöngur engan reisti fékk snöfurleg viðbrögð frá Ólafi Gunnarssyni í úti í mjólkurhúsi þar sem hann bar sig illa und- ekki bænir reynast vel. Borgarnesi sem benti mér á að vísan er í vísna- an bakverk en sýndi þó Sigfusi ánægjulegur Þér að bæta böl ég treysti safni Sigurðar frá Haukagili 3. bindi og er eftir ofan í fullan mjólkurtankinn og sagði: „Hérna betur en guði - Daníel. Eirík Einarsson frá Hæli. sérðu nú gullið mitt“. Þetta varð Sigfúsi tilefhi til eftirfarandi hugleiðingar: Lúðvík Kemp gat komið flestu í stuðla sem Ekki má þeim bjargimar banna, fyrir bar og í Guddubrag segir svo um heilsufar bágt eiga þær sem máltækið sanna. Mjólkin er gull sem er mokað í bing, Guddu: Það er eins og kajfilaus kanna Mammon er helgaður þankinn. kveneðlið ípipruðum svanna. Þeir strjúka á sér bakið og staulast í kring Með henni innra meinsemd bjó um stiitfidlan peningatankinn. mörg, sem ofbýður líkamsþoli. Með þökkfyrir lesturinn Sýrulaus ?nagi, sálin sljó, Dagbjarttir Dagbjartsson Ekki eru bakverkir betri en annað sem kvelur samgróningar í kviðarholi. Refsstöðum 320 Reykholt mannfólkið og hefur margur fengið að reyna Gallið forpestað, gigtarköst S435 1367 þau óþægindi sem þeim fylgja. Egill Jónasson á ganglimi hennar einkum kvelja, ,Á ■' ' gBeYgarðshornið Bjartsýnn Maður einn kom móður og másandi inn á bensínstöð og spurði: „Hvað geta mörgæsir orðið stórar?“ „Svona tveir metrar,“ svaraði afgreiðslu- maðurinn. „Almáttugur, þá hef ég keyrt yfir nunnu!“ Misskilinn Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. 1 xigubílst jórinn reyndi að halda uppi vitrænum samræðum á leiðinni og spurði: „Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt ' bárn foreldra minna?“ Hafn- firðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði loks neitandi. „Nú, auðvitað ég sjálfur!“ skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér. Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar: „Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn for- eldra minna?“ „Nei, Siddi. Það veit ég ekki, hver er það?“ svar- aði eiginkonan áhugasöm. „Það er einhver leigubílstjóri í Reykjavík,“ sagði þá Hafnfirð- ingurinn hróðugur. Gleyminn Iri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af bar- stólnum datt hann beint á and- litið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og á- kvað að skríða þá sexhundruð metra sem hann átti eftir af heimleiðinni. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp en það var sama sagan, hann datt. Hann skreið upp stigana og upp í svefnherbergi þar sem hann datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði. Morg- uninn eftir vaknaði hann við að konan hans spurði þreytulega: „Omar varstu á fylliríi eina ferðina enn.“ Já,“ svaraði hann. „Þeir voru nefnilega að hringja frá barnum,“ kallaði konan til hans. „Þú gleymdir hjólastóln- um affur." Speld „Klukkustundir eru eins og peningar. Eftir því sem þú eyð- ir fleirum áttu færri eítir.“ -Höfi. óþekktur „Fullkomnun er fyrir guðina og þá geðveiku.“ ; -Gregory P. Ohs Gerðu það alltaf allsgáður sem þú sagðir að þu myndir gera þegar þú varst drukkinn- það mun kenna þér að halda kjafti. -Emest Hemingmay Ég er of upptekinn til að deyja. -Höfi óþekktur Mannvera hefur tvo enda, einn til að hugsa með og annan til að sitja á. Velgengni veltur á því hvorn þú notar meira. -Höfi. óþekktur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.