Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 1
^NÍslensk V 1 UPPLÝSINGAT- kKN I Tölvur riðgerðir ofuvörur Símtæki Hyrnutorgi ■ 430 2200 ■ verslun@i$len$k.i$ Stóriðiubraut í FVA? A síðasta ári var mikið rætt um það í Fjölbrautaskóla Vesturlands að koma af stað svokallaðri stór- iðjubraut. Málið datt hins vegar upp fyrir í nokkurn tíma en nú hef- ur þráðurinn verið tekinn upp að nýju. Hörður O. Helgason, skóla- meistari, segir að stjórnendur skól- ans hafi þegar haldið nokkra fundi með forsvarsmönnum Norðuráls og Islenska járnblendifélagsins á Grundartanga. „Við höfum verið að ræða hugmyndir um að koma hér upp stóriðjubraut fyrir nem- endur auk þess sem skólinn myndi sjá um endurmenntun fyrir þessi stóriðjuver.“ Hörður segir ástæðuna fyrir töf- um málsins vera verkfall fram- haldsskólakennara. „Eins og svo margt annað datt þetta niður þegar verkfallið stóð yfir og var í biðstöðu um tíma. Síðustu tvær annir voru mjðg skrítnar og lítið svigrúm var til þess að gera nteira en að halda hlutunum gangandi.“ Eins og fram kemur að framan er málið enn á umræðustigi en Hörð- ur segir að stefnan sé að fara að ein- hverju leyti af stað með brautina um næstu áramót. „Ef vel gengur verður farið af stað með hluta hennar þá. Við erum að vona að grundvöllur sé fyrir þessu enda verður brautin í nánum tengslum við málmiðnaðarbraut skólans eins og hún er í dag því þetta verður keyrt samhliða henni.“ SOK Dalabyggð Nýr sveitarstjóri kominn til starfa Stórmót smábæja Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Skessuhorns hefur Einar Mathiesen sagt starfi sínu lausu sem sveitarstjóri Dalabyggðar. Þá stóð til að hann gegndi starfinu til 1. september en nú er hann hættur og nýr sveitarstjóri tekinn til starfa. Nýráðinn sveitarstjóri Dala- byggðar heitir Haraldur L. Har- aldsson, einn af aðstandendum ráðgjafafyrirtækisins Nýsis. Að- spurður um ástæðuna fyrir skyndi- legum sveitarstjóraskiptum sagði Sigurður Rúnar Friðjónsson odd- viti Dalabyggðar að það hefði orð- ið að samkomulagi að hann hætti fyrr. „Við erum ánægðir með að hafa fengið mann með svona stutt- um fyrirvara sem þekkir okkar mál en við kunnum Einari bestu þakk- ir fyrir vel unnin störf fyrir sveitar- félagið og fyrirtæki á þess vegum,“ segir Sigurður Rúnar. Ráðning Haraldar er til bráða- birgða en á næsta fundi sveitar- stjórnar verður tekin ákvörðun um framhaldið. Haraldur var urn fimm ára skeið bæjarstjóri á Isafirði og hefur því mikla reynslu af störfum fyrir sveitarfélög en einnig Eefur hann unnið ýmis verkefni fyrir sveitarfélög sem ráðgjafi, þar á meðal fyrir Dalabyggð. Þá gegndi hann starfi sveitarstjóra Dala- byggðar um nokkurra mánaða skeið í byrjun þessa kjörtímabils. GE Níu hundruð knattspyrnumenn af yngri kynslóðinni spörkuðu í gríð og erg í Borgarnesi um síðustu helgi á Búnaðarbankamóti Skallagríms. Mótið er ætlað yngri flokkum félaga frá bæjarfélögum með 2000 íbúa eða færri. Samt sem áður er mótið orðið eitt af stærri yngri flokka mótum í knattspyrnu. Sjá bls. 14. Þjóðgarð- urinn Snæfells- jökull Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var formlega opnaður um síð- ustu helgi. Þjóðgarðurinn sem nær frá Dagverðará í suðri að Gufuskálum í norðri er fjórði þjóðgarður Islendinga og sá næst stærsti á eftir Skaftafelli. Með opnun þjóðgarðsins á ut- anverðu Snæfellsnesi er lang- þráður draumur að rætast hjá Snæfellingum en um þrjátíu ár eru síðan fyrst var farið að ræða um þjóðgarð á þessum slóðum. Sjá nánar á bls. 6 MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA FÖSTUDAGA j LAUGARDAGA lJ0>lj97 SUNNUDAGA ljZfyU^ mam

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.