Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. JULI 2001 ■SSlSSUiiöJiEi Laugin full Aðsóknarmet var slegið í sund- lauginni í Borgarnesí síðastliðinn laugardag en um 1800 manns stungu sér til sunds þann daginn. Þetta er mesta aðsókn að lauginni á einum degi frá því hún var opn- uð 1997 og var aðsóknin um tíma það mikil að loka þurfti íyrir að- gengi vegna fólksfjölda. GE Umferðaróhapp við Langasand BiÍlinn vóg salt Skömmu íyrir miðnætti síðast- liðinn fimmtudag barst lögregl- unni á Akranesi tilkynning um bif- reið sem lent hafði í grjótinu við Faxabraut ofan við Langasand. Okumaðurinn var ung stúlka sem hafði misst stjórn á bílnum á Faxa- braut, rétt neðan við Jaðarsbraut með fyrrgreindum afleiðingum. Lögregla fór samstundis á staðinn ásamt sjúkraliði og var ökumanni og tveimur farþegum bjargað úr bílnum sem var mikið skemmdur. Enginn slasaðist alvarlega en allar voru stúlkurnar fluttar á sjúkrahús með minniháttar áverka á höfði og hálsi. Að sögn lögreglu voru þær allar í öryggisbeltum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bendir allt til þess að þarna hafi of hraður akstur orðið til þess að stúlkan missti stjórn á bílnum, en há- markshraði á þessum slóðum er 50 km/klst. Ekki mátti miklu muna að verr færi þar sem bíllinn vóg salt á brún grjóthnullungs og mátti litlu muna að hann færi fram af. Eftir að stúlkunum hafði verið bjargað úr bílnum komu ÞÞÞ menn á stað- inn og fjarlægðu bílinn úr grjótinu með krana. SÓK Hætt við hitaveitu frá Eiðhúsum I landi Eiðhúsa, nálægt veitinga- húsinu Vegamótum á sunnanverðu Snæfellsnesi, hafa verið gerðar nokkrar athuganir á því hvort nýt- anlegt heitt vatn sé þar að finna eins og fram hefur komið í Skessu- horni. Tilraunaboranir hafa sýnt að þar sé líklega mikinn hita að finna, en eins og er hefur ekki fundist heitara vatn en um 100 gráður af 7 sekúndulítra streymi. Að sögn Höllu Guðmundsdóttur í Dalsmynni, oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, er magnið ekki nægilegt né hitinn til að það borgi sig að leggja um sveitina. Þar að auki er vatnið sem þar hefur fund- ist ekki sjálfrennandi. Heita vatnið í Eiðhúsum er því eins og er aðeins nýtt af Sigurði Hreinssyni og Bryndísi Guðmundsdóttur á Mið- hrauni við fiskverkun þeirra. smh Nýtt safiiahús að Görðum Frá opnun nýja safnahússins Nýtt safnahús að Görðum á Akranesi hefur verið formlega tekið í notkun. Húsið er 630 fermetrar en hið eldra er um 500 fermetrar og því er um að ræða ríflega tvö- földun á sýningarrými safnsins. Nýja húsið mun hýsa þrjár fastar sýningar, þ.e. Steinaríki Islands, í- þróttasýningu íslands og sýningu Landmælinga Islands. Þá er einnig í húsinu veitingastofa sem tekur um 60 manns í sæti þar sem boðið er upp á m.a. kaffi og heimabakað meðlæti. Sýning Steinaríkisins er tilbúin í sinni endanlegu mynd en þar er að finna flestar ef ekki allar steinateg- undir sem viðurkennt er að fundist hafa á Islandi. Þar er einnig sérstök sýning um gerð Hvalfjarðargang- anna. Sýning Landmælinga Islands og íþróttasýningin verða opnaðar fullbúnar næsta vor en gestir safnsins geta fengið for- smekkinn á forsýn- ingu Landmælinga þar sem gestum er gefið færi á að gægj- ast í upplýsta kassa með mismunandi sýnishornum af til- vonandi safnsýn- ingu. Tilgangur sýn- ingarinnar verður að fræða alla sem áhuga hafa á íslenskri nátt- úru og sögu land- mælinga á Islandi. Þá hefur einnig verið komið fyrir í glerskápum nokkrum munum sem prýða munu veglegt íþróttasafn sem spanna mun allar íþróttagreinar sem stundaðar hafa verið á Islandi. Jón Allansson forstöðumaður byggðasafnsins á Görðum segir að hið nýja sýningarhús sé kærkomin viðbót við það sem fyrir er og skapi safhinu að Görðum enn meiri sér- stöðu. GE VegLirinn færður frá Bifröst Framkvæmdir eru hafnar við til- færslu á þjóðvegi 1 í Norðurárdal á um eins km kafla þar sem hann liggur fram hjá lóð Viðskiptahá- skólans á Bifröst. Vegurinn um Norðurárdal þykir með verstu köfl- um á hringveginum þar sem hann er mjög hlykkjóttur og víða mjór. Því hafa margir velt fyrir sér hvers- vegna ekki hafi verið tekinn fyrir stærri kafli til lagfæringar. Að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi var vegurinn um Norð- urárdal ekki inni á vegaáætlun fyrr en 2004 en þá á að byrja á kaflanum frá veitingaskálanum Baulunni að hrauninu neðan við Bifröst. Hann segir að það sé ennþá stefnan og vonandi verði haldið áfram upp að Hraunsnefi í beinu framhaldi. A- stæðan fyrir því að umræddum vegakafla við Bifröst var flýtt var sú að byggðin var farin að teygja sig full nærri veginum en samkvæmt aðalskipulagi átti vegurinn að víkja. GE Hitaveita í Kolviðameslandi í Kolviðarneslandi, rétt vestur af Laugagerðisskóla í Eyja- og Mikla- holtshreppi, er í undirbúningi stofnun hitaveitu fyrir nokkra bæi þar í sveitinni. Félagsskapurinn heitir Kolviðarnes sf. og sam- anstendur af bæjunum Hausthúsi, Hömluholti, Rauðkollsstöðum, Hrútsholti, Söðulsholti, Dals- mynni og Kolviðarnesi. A meðan tilraunaboranir stóðu yfir á Eiðhúsum voru Kolviðarnes- menn í biðstöðu, en þegar í ljós kom að ekki yrði ráðist í meirihátt- ar hitaveituframkvæmdir þar á- kváðu þeir að halda áfram fram- kvæmdum í landi Kolviðarness og hafa ákveðið að vígja formlega hita- veitu þann 14. september. Hafa Kolviðarnesmenn fullvissu um að þarna sé 70 gráðu heitt vatn og ætla sér að leggja hitaveituleiðslur á of- angreinda sjö bæi. Dæla mun að einhverju leyti hjálpa til við að koma vatninu út á kerfið, en hita- vatnsþörf bæjanna er um 4-5 sek- úndulítrar. Tekist hefur þó að keyra dælur í borholunni í Kolviðarnesi með helmingi meira rennsli. smh Minkurinn vandamál Minkurinn er vaxandi vanda- mál í Dölunum að sögn Trausta Bjarnasonar bónda á A og hreppsnefndarmanns í Dala- byggð en hann gerði minkaveiðar að umtalsefni á síðasta hrepps- nefndarfundi. Trausti segir að brýn þörf sé á að halda minknum í skefjum enda sé hann stórtækur í laxveiðinni. Hann segir að vanda- málið sé hinsvegar að fá menn til að veiða mink en menn setji fyrir sig að kaupið sé lágt. GE Slys á Amarstapa Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Amarstapa snemma á sunnudagsmorgun til að sækja þangað slasaðan mann sem hrapað hafði úr hömrurn og lent í sjón- um. Maðurinn hafði revnt að bjarga barni sem komið var í sjálf- heldu. Hann var hætt kominn og hætti á tímabili að anda en er nú á batavegi. Baminu var bjargað af fólki á staðnum. GE Snæfellsnes vinsæll kostur ferðamanna I nýlegri úttekt tímarits Frjálsrar verslunar yfir 20 vinsæl- ustu kostina í íslenskri ferðaþjón- ustu kemur í ljós að í 1. og 2. sæti eru sigling um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi og snjósleða- ferð á Snæfellsjökul. Eyjasigling með Sæferðum ehf. í Stykkis- hólmi var í 6. sæti á topp 20 lista þeirra. Var úttektin gerð með til- liti til ferða sem hentuðu allri fjölskyldunni. smh Fjölmennt en rólegt Húsafelli Mikill fjöldi fólks var í Húsafelli um síðustu helgi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi er talið að þar hafi ver- ið um fimm þúsund manns. Mörgum er eflaust í fersku minni að sömu helgi í fýrra var hálfgert ófremdar ástand í Húsafelli, um slagsmál og líkamsmeiðingar og í- kveikja svo eitthvað sé neíht. Að sögn lögreglu voru gestir í Húsa- felli að þessu sinni aðallega ijöl- skyldufólk og gekk allt vandræða- laust fyrir sig. GE Plastfilmumáfið Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í síðustu viku mann á Akranesi í máli sem höfðað var gegn honum fyrir að hafa ekið bif- reið sinni með fremri hliðarrúður þaktar plastfilmu. Var hann kærð- ur fyrir brot á umferðarlögum á þeirri forsendu að óheimilt sé að hafa hverskyns aukahluti innan á eða innan við framrúðu og ffemstu hliðarrúðu sem takmark- að geta útsýn. Dómari skoðaði bifreiðina áður en málið var tekið til aðalmeðferðar og komst að þeírri niðurstöðu að fyrrnefnd plastfilma hindraði ekki útsýn bíl- stjóra. I niðurstöðum dómsins segir m.a.: „Ekki liggur fyrir mat eða fagleg skoðun á því hvort filmumar sem ákærði setd eða lét setja innan á fremstu hliðarrúður bifreiðar sinnar takmarka útsýn eða geta gert það. Athugun dóm- ara benti að hans dómi ekki til að svo væri. Ohjákvæmilegt er að á- kæruvaldið beri hallann af því að mat eða fagleg skoðun hefur ekki farið fram.“ Dómari benti hinsvegar á að í 5. tl. liðar 09.10 í 9. gr. reglugerðar nr. 411/1993 væri svohljóðandi á- kvæði: „Óheimilt er að þekja framrúðu og fremstu hliðarrúður að hluta til eða alveg með litarefh- um eða með litaðri plasthimnu.“ Þar sem ekki var ákært fyrir brot á þessu ákvæði var maðurinn talinn sýkn saka. QE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.