Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 05.07.2001, Side 4

Skessuhorn - 05.07.2001, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JULI 2001 jntsaunu... W W W. S KESSUHORN I S Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Bloðamenn: Auglýsingor: Próforkalestur: Umbrot: Prentun: Tíðindamenn ehf 431 5040 Gísli Einarsson 892 4098 Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Sigurður Harðars., Snæfellsn. 865 9589 Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Sigrún Osk Kristjónsdóttir Guðrún Björk Friðriksdóttir ísafoldarprentsmiðja hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is smh@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Niðurstöður samræmdra prófa í skólumVesturlandi Arangur Nýverið voru gefnar út tölur yfir árangur nemenda í einstökum skólum í samræmdum prófum sem tekin voru í vor. Eins og greint hef- ur verið frá í Skessuhorni stóðu vestlenskir unglingar sig öllu betur nú en árið 2000 þótt þeir væru undir landsmeðaltali í öllum grein- um. Ekki eru gefnar upp meðalein- kunnir í skólum þar sem tíu eða færri nemendur þreyttu próf og því er ekki hægt að nálgast tölur um árangur nemenda í Heiðarskóla, Kleppjárnsreykjaskóla, Varma- landsskóla, Laugargerðisskóla, lakastur í Lýsuhólsskóla, Grunnskólanum á Hellissandi, Grunnskólanum í Búðardal og Grunnskólanum Tjarnarlundi. Um 220 nemendur tóku sam- ræmd próf á Vesturlandi; í íslensku (meðaleinkunn 4,6), stærðfræði (4,7), dönsku (4,4) og ensku (4,2). Það skal tekið fram að allar áður- og eftirtaldar einkunnir eru norm- aldreifðar og því yfirleitt lægri en svokallaðar hráeinkunnir. Grundaskóli á Akranesi, Grunn- skólinn í Borgarnesi og Grunnskóli Eyrarsveitar komu best út af þeim sex skólum á Vesturlandi sem fleiri Olafsvík en tíu nemendur tóku próf í, en meðaltal normaldreifðra meðalein- kunna í þessum skólum er 4,75. I Grunnskólanum í Stykkishólmi var meðaltalið 4,55 en í Brekkubæjar- skóla 4,05. Arangurinn var lakastur í Grunnskólanum í Olafsvík en þar var einkunnin aðeins 3,7. Nemendur í Grunnskóla Eyrar- sveitar náðu bestum árangri í ís- lensku og stærðfræði af skólunum sex en nemendur í Stykkishólmi í dönsku. Það voru svo nemendur í Borgarnesi sem skákuðu jafnöldr- um sínum á Vesturlandi í enskunni. SÓK Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Arúnt- inum Gísli Einarsson, ritstjóri. Þar sem ég er uppalinn í afdölum, þar sem fátt breyttist dag frá degi, öld fram af öld, og heldur lengur en það, þá varð yfirleitt eitt og annað til að fanga athygli mína í hinni árlegu kaupstaðarferð þegar von var á haustskipinu. Ferðir þessar voru farnar til að höndla með kornvöru, kandís, tvinna og tólg svo eitthvað sé nefht. Samt sem áður gafst yfirleitt tóm til að virða fyrir sér ys og þys þéttbýlisins og dást að raftnagnsljósunum og sjálfvirku símunum og ýmsu öðru nýnæmi sem aldrei höfðu borið fyrir augu saklauss sveita drengs. Það sem vakti hvað mesta athygli hjá mér var hegðunar- mynstur ungsveina á mölinni. Þeir léku sér ekki að legg og skel Iíkt og ég átti að venjast heldur óku þeir. Þeir óku ekki frá einum stað til annars, fjarri því. Þeir bara óku. Þeir óku hver á eftir öðrum í halarófu líkt og hjörð sem reikar stjórn- laus um slétturnar í árangurslausri leit að æti. Fyrst hélt ég að eitthvert merkilegt gagn hefði glatast og allir sem vettlingi gætu valdið hefðru verið sendir út að leyta. Einnig hvarflaði að mér þegar ég sá þetta úr fjarlægð að svona færu menn að því að slóðadraga í kaupstöðum. Síðar komst ég hinsvegar að því að þarna var verið að fram- kvæma aðgerð sem kölluð er á fagmáli rúnturinn! Þetta undarlega óútskýranlega fyrirbæri er enn stundað. Enn rúnta ungsveinar um götur borga og bæja af mikilli eljusemi. Fyrir þá sem ekki vita fer rúntun frarn með þeim hætti að drengir sem hlotið hafa ökuréttindi nýta hverja dauða stund til að aka sem leið liggur, fyrst hingað, síðan þangað, svo aftur hingað og þá aftur þangað. Þetta er síðan endurtekið svo oft sem þurfa þykir, þar til bensínið er búið eða mæður rúntaranna reka þá í háttinn. Staðalbúnaður íslenskra rúntara er stífbónuð bifreið með fægðum álfelgum, dökk sólgleraugu, stuttermabolur og upphandleggur í opnum glugga. Þá er talið betra að hafa í bifreiðinni hljómflumingskerfi sem sóma myndi sér vel í hvaða félagsheimili sem væri. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir hefur mér ekki tekist að benda á hvað það er sem hefur þessi rúnthvetjandi áhrif eins og það myndi líklega kallast á fagmáli. Einhverntíma var mér bent á að þetta væri aðferð ungsveina til að krækja sér í stelpur. Það þótti mér ekki óskynsamlegur tilgangur. Hinsvegar síndist mér að yfirleitt væru stúlkurnar fótgang- andi og því þótti mér lítilmannlegt að elta þær uppi á vél- knúnum ökutækjum enda ætti fullfrískum karlmanni ekki að vera nein vorkunn að hlaupa uppi einn kvenmann. Eg hef eiginlega komist næst því að rúntun sé einhvers- konar íþrótt, nokkurskonar maraþon. Rúntmeistarinn er þá sá sem síðastur gefst upp. Eg hef líka komist að því að það er keppt í þessu víða erlendis. Þar gætir sínilega íslenskra áhrifa því þessi keppni er kennd við íslenskan sveitabæ, For- Múla. Gísli Einarsson, á níntinum. í bensíngeymslu Kveikti Það þótti mikil mildi að ekki fór verr síðastliðinn föstudag þegar 16 ára drengur fiktaði með eld í gámi við Ægisbraut sem hýsir bensín- geymslu vinnuskólans á Akranesi. Unglingurinn var þar ásamt vinnu- félaga sínum en í geymslunni voru á milli 600 og 800 lítrar af bensíni. Drengurinn kveikti þar eld og á sömu stundu kviknaði í andrúms- lofti gámsins, sem var mettað af bensíngufum. Félagarnir áttu fót- um fjör að launa því gámurinn varð alelda á svipstundu. Drengurinn gerði yfirmanni sínum viðvart og hringdi sá samstundis á slökkvilið sem brást skjótt við og var komið á staðinn innan tíðar. Það tók slökkviliðið um stundarfjórðung að ráða niðurlögum eldsins og var þá gámurinn og allt sem í honum var, brunnið til kaldra kola. Jóhannes Karl Engilbertsson, slökkviliðsstjóri, segir málið auð- veldlega hafa getað orðið stóralvar- legt. „Þarna voru inni sex tunnur af bensíni og þar af sprungu einar fimm. Það vildi til happs að gámur- inn var opinn því hefði hann verið lokaður hefði hann líklega tekist á loft við sprengingarnar. Hefðu drengirnir verið innan um tunn- urnar og ekki átt greiða leið út úr gámnum væru þeir ekki heilir á húfi í dag.“ Samkvæmt upplýsingum ffá lög- reglu og slökkviliði ku drengurinn hafa ætlað að kveikja í löngutöng á vinnuhanska sem hann hafði hellt bensíni á og hafði það fýrrgreindar afleiðingar í för með sér. Ekki voru þó aðrir né annað í hættu en drengirnir tveir sem staddir voru í gámnum. SOK Grunnskólamir á Akranesi Deildarstjórar og námsráðgjafar ráðnir A síðasta fundi skólanefndar Akraness gerðu skólastjórar grunn- skólanna grein fyrir kennararáðn- ingum en nú hafa sjö manns verið ráðnir í að gegna stöðum deildar- stjóra og námsráðgjafa við skólana. I Brekkubæjarskóla var Svandís Sturludóttir ráðin í 50% starf námsráðgjafa og Erna Guðlaugs- dóttir mun gegna sama starfi í Grundaskóla. Þær Dóra Valsdóttir og Guðbjörg Arnadóttir koma til með að skipta með sér starfi deild- arstjóra í Brekkubæjarskóla og þau Asta Egilsdóttir, Borghildur Jósúa- Einbreiðum brúm á Snæfells- vegi mun fækka til muna á næst- unni. Framkvæmdum er að ljúka við breikkun brúar yfir Langá á Mýrum og framkvæmdir við Ur- riðaá hafa verið boðnar út. Þar verður brúin að vísu ekki breikkuð heldur verður hún fjarlægð en stálplöturæsi með steyptum undir- stöðum sett í staðinn. Sömu sögu er að segja um brú á Alftanes- hreppsvegi en sú aðgerð hefur dóttir og Sigurður Arnar Sigurðs- son í Grundaskóla. Það er orðið þónokkuð síðan að skólastjórarnir sendu bæjarráði bréf þar sem óskað var heimildar til að ráð deildarstjóra en þeir eru nú starfandi í nánast hverjum skóla á höfuðborgarsvæðinu. Einnig beindi skólanefnd Akraness þeim tilmælum til bæjarráðs síðasta haust að ráðnir yrðu námsráðgjafar í 50% stöðu við hvorn skóla ekki síðar en haustið 2001 og hefúr það nú gengið eftir. einnig verið boðin út. Þá stendur fyrir dyrum að bjóða út fram- kvæmdir við brýrnar yfir Kaldá í Kolbeinstaðahreppi og Núpá í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þær brýr víkja einnig fýrir einfaldari lausnum og verður stálrör sett í staðinn. Þegar fyrrgreindum framkvæmdum er lokið verður brúin yfir Hítará eina einbreiða brúin sem eftir er á Snæfellsvegi. GE Hitaveita Snorra- staða Á Snorrastöðum í Kolbeins- staðahreppi eru bændur nú að undirbúa það að hagnýta sér heita vatnið sem er í nágrenninu. í um tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá bænum, út í hrauni í nágrenni Eldborgar, var fýrir um 45-50 gráðu heitur vfirborðs- pollur og efrir að hafa fengið á- bendingar frá sérfræðingtun var ákveðið að bora þar. Hófust framkvæmdir þann 8. júní sl. og er holan um 600 metrar að dýpt. Stóðu vonir til að úr holunni fengist sjálfrennandi vatn en nú er kornið í Ijós að því verður að dæla. Að sögn Kristjáns Magnús- sonar, eins af ábúendum Snorra- staða, er vatnið um 55 gráðu heitt og mun líklega skila um 5 sekúndulítra rennsli. Segir Krist- ján að það muni duga vel til „heimilisnota“ á Snorrastöðum, en bærinn rekur bæði hestaleigu og ferðaþjónustu. Mun heita vatnið koma að góðum notum í framtíðinni því ætlunin er að setja heita potta við hvert sumar- hús, en þau eru fjögur talsins við Snorrastaði. s?nh SOK Brýr boðnar út

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.