Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 05.07.2001, Síða 5

Skessuhorn - 05.07.2001, Síða 5
FIMMTUDAGUR 5. JULI 2001 5 anCi99UtlV/k«. J Májþing Samfylkingarinnar á Snæfellsnesi Ymsir hitaveitu- möguleikar í stöðunni Niðurstöður úr jarðhitarannsóknum á Snæfellsnesi Síðastliðinn fimmtudag stóð Samfylkingin á Snæfellsnesi fyrir málþingi um orkumál Snæfellinga. Aðalframsögumenn þingsins voru þeir Kristján Sæmundsson frá Orkustofnun og Eiríkur Briem framkvæmdastjóri Rarik. Kynnti Eiríkur frumvarp um ný raforku- lög, en Kristján flutti fonitnilega tölu fyrir íbúa Snæfellsness um jarðhitarannsóknir á svæðinu síð- ustu ár. I framsögu Kristjáns kom fram að jarðhiti er á Snæfellsnesi á nokkrum stöðum. Þekktustu stað- irnir eru á Lýsuhóli og í sjó fram undan Berserkseyri þar sem upp kemur 50-60°C heitt vatn. Einnig mun vera jarðhiti víða í Hnappa- dalssýslu. Nærri þéttbýlisstöðun- um var ekki vitað um jarðhita. Rarik og sveitarfélögin, ýmist sam- an eða ein sér, hafa gengist fyrir jarðhitaleit á Nesinu sem hófst 1995. Megináhersla var lögð á ná- grenni þéttbýlisstaðanna. Leitar- aðferðin sem beitt var fólst í borun á leitarholum til að kanna hita í berginu. Holur þessar eru hafðar 50-60 m djúpar og mælt hversu ört hiti í þeim vex með dýpi. Með þessari leitaraðferð hafa fundist jarðhitasvæði á nokkrum stöðum þar sem ekki var áður vitað um jarðhita. Best svörun hefur fengist í Helgafellssveit þar sem þrjú jarð- hitakerfi hafa fundist. Hitaveita Stykkishólms nýtir eitt þeirra, en vatnið í því er um 87°C heitt. Stórt jarðhitakerfi hefur einnig fundist í Miklaholtshreppi skammt frá Vegamótum. Það er töluvert heit- ara eða allt að 120°C. Jarðhitaleit í næsta nágrenni við Grundarfjörð og kringum Olafsvík hefur ekki borið árangur þótt vís- bendingar væru lofandi í fyrstu. Öll von er þó ekki úti, a.m.k. ekki varðandi Grundarfjörð þar sem jarðhitinn er úti fyrir Berserkseyri. Jarðhitasvæðið sem þar er hefur töluvert verið rannsakað. Það virð- ist vera allstórt og tengjast sprungu sem liggur austur-vestur í átt að Hraunsfirði. Bora þyrfti ská- holu frá landi rúmlega 300 m út til að ná sprungunni. Tækni sem til þess þarf var reynd hér á landi s.l. sumar og gafst prýðisvel. Ef nægi- lega mikið og heitt vatn fmnst er nýting þess fyrir Grundarfjörð m.a. háð því að brú verði sett á Kolgrafafjörð sem myndi stytta aðveitulögn verulega. Kristján gat þess einnig að heita vatnið í þessum jarðhitakerfum öllum væri efnaríkt og ekki hæft til beinnar nýtingar. Þá er Snæfells- nes þekkt fyrir ölkeldur með kof- sýruríku vatni og.má sjá dæmi þess á Lýsuhóli, en svo kolsýruríkt vatn verður tæpast leitt langar leiðir. Kolsýran er hins vegar í minna mæli í Helgafellssveit, Mikla- holtshreppi og á Berserkseyri. Þar einkennist vatnið fremur af háu saltinnihaldi. Alkunna er að slíkt vatn hefur reynst heilsusamlegt til baða. Aður en boranir komu til höfðu rannsóknir leitt í ljós að eini staðurinn hérlendis sem sérfræð- ingar í heilsuböðum töldu standast kröfur um heilsuvatn var litilfjör- leg volgra nærri Brautarholti í Staðarsveit. Ahugi er á að halda leit áfram á Snæfellsnesi. Vísbending er um hitafrávik á a.m.k. tveimur stöðum sunnan megin á Nesinu vestan- verðu, þ.e. í Breiðuvík og í grennd við Staðastað. Aðstæður til frekari leitar eru hins vegar erfxðar þegar kemur vestur fyrir Arnarstapa og Hellissand því þar gagnast ekki að bora venjulegar leitarholur vegna þess hvað lek og hrungjörn jarðlög eru þykk á því svæði. Þetta kom í ljós þegar boruð var um 100 m djúp könnunarhola við Gufuskála- móðu. Orkustofnun mælir með því að gripið verði til nýrrar leitar- aðferðar sem felst í rafleiðni- eða viðnámsmælingum svokölluðum. Við góð skilyrði má með þeim kanna hvort líkur séu á jarðhita niður á allt að 800 m dýpi. Leitað er að svæði með sem lægstu við- námi, en fleira getur valdið því en jarðhiti. Þess vegna þarf borholu til staðfestingar ef vísbending kemur fram í mælingunum. Þá talaði Kristján um möguleik- ann á sameiginlegri hitaveitu fyrir Kristján Sœmundsson frá Orkustofnun flytur erindi sitt um jarðhita á Snæfellsnesi i Félagsheimilinu Klifi, Olafsvík Grundarfjörð frá Berserkseyri og innan úr Helgafellssveit, því ólík- legt sé að Berserkseyrarsvæðið eitt dugi fyrir slíka veitu. Telur Orku- stofnun fulla ástæðu til að kanna þann möguleika vel því eins og mál standa nú sýnist hann sá raun- hæfasti hvað snertir vatnsöflunina. Hún verður þó að vera alveg trygg, en töluverðar forrannsóknir liggja þegar fyrir til undirbúnings fyrstu vinnsluborunum á þeim svæðum sem litið er til. Að loknum framsögum þeirra Kristjáns og Eiríks töluðu bæjar- stjórarnir Oli Jón Gunnarsson, í Stykkishólmi, og Kristinn Jónas- son, í Snæfellsbæ. Oli Jón hvatti Grundfirðinga og Snæfellinga til dáða varðandi bollaleggingar þeirra um stofnun hitaveitu. Sagði hann hitaveituframkvæmdir Stykkishólmsbæjar hafa haft ó- mæld áhrif, bæði á mannlífið þar almennt svo og varðandi íþrótta- miðstöðina og uppbyggingu ferða- mennsku. Kristinn reifaði hug- myndir um sameiginlegar hitaveit- ur Snæfellsbæjar og Grundarfjarð- ar annars vegar, og samstarf Snæ- fellsbæjar og Eyja- og Miklaholts- hrepps hins vegar. Bar mönnum almennt saman um að samstarfs- möguleikar væri eitthvað sem vel væri athugandi. smh Fjorðungsmot Vesturiands Fjórbungsmót Vesturlands verbur haldið á Kaldármelum dagana 5.-8. júlí. Dagskráin hefst kl. 8:30 fimmtudaginn 5. júlí með b-flokki gæðinga. Opin tölt og stóöhestakeppni, góðar kvöldvökur föstudag og laugardag þar sem Paparnir spila. Fjörureið með Hauki á Snorrastöðum. Nánari upplýsingar gefur framkvœmdastjóri ísíma 894 9758 Akraneskaupstaður ||jjj|| Bygginga- og skipulagsdeild mgmm Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi stofhanareits Með vísan í 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi stofnanareits d Akranesi. Akraneskaupstaður Húsverndunarsjóbur Akraneskaupstabar Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar auglýsir eftir umsóknum til Húsverndunarsjóðs, sbr. dkvæði í 1. gr. 2. mgr. reglna fyrir Húsverndunarsjóð Akraneskaupstaðar en þar segir: „Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða ú húsnæði eða öðrum mannvirkjum d Akranesi sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningarsögulegum dstæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstil húss og í samræmi við sjónarmið minjavörslu." Breytingin nær til lóðarinnar nr. 2 við Stillholt og felst í að lóðin verði skilgreind fyrir breytta landnotkun þ.e. íbúðalóð í stað verslunar- og þjónustulóðar. Teikningar, dsamt frekari upplýsingum, liggja frammi d skrifstofu tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8, 1. hæð, frd og með 6. júlí nk. til 3. ágúst 2001. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, dætlanagerðar og tæknilegrar rdðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalda og endurbota. 3. Byggingarsögulegra rannsókna og útgdfu þeirra. 4. Húsakannana. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent d að leita eftir dliti Húsverndunarsjóðs Akraneskaupstaðar og sækja um styrk dður en framkvæmdir hefjast. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast bygginga- og skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaðar eigi síðar en 17. ágúst 2001, þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast samþykkja hana. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 20. júlí 2001 til byggingar- og skipulagsfúlltrúa, Dalbraut 8, 300 Akranesi, frekari upplýsingar veittar á sama stað. Akranesi, 4. júlí 2001 Magnús Þórðarson, bygginga- og skipulagsfúlltrúi A Akranesi, 3. júlí 2001. Magnús Þórðarson, byggingar- og skipulagsfulltrúi. A

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.