Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 05.07.2001, Side 8

Skessuhorn - 05.07.2001, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 5. JULI 2001 wm Leifshátíó á Eiríksstöðum - fjölskylduskemmtun á söguslóðum 14. -15. júlí DALABYGGÐ Fjölbreytt dagskrá íyrir alla fjölskylduna Innlendir og erlendir víkingar Frœðsla um tilgátuhús og rústir Eiríksstaða Vtkingabúðir Glíma, axlartök, hryggspenna, laus grip Skipulagðar gönguferðir um Haukadal Vopnfimi Ókeypis veiði í Haukadalsvatni Víkinga- og íþróttaleikir sögur af víkingaleikjum Spákona les í spil og rúnir Dalakútur sprellar með börnunum Halli Reynis trúbador Hópreið hestamannafélags Dalamanna Veitingar að fornu og nýju Fjölskylduratleikur Myntsláttur Söngur og músík Fornir leikir Leikþœttir Leifsdagar, fjölskylduhátíð Dalamannsins Leifs Eiríkssonar verður haldin að Eiríksstöðum í Haukadal 14.- 15.júlí. Dagskráin hefst kl. 13:00 á laugardag og lýkur á sunnudag. Verið velkomin í Dalina Sjöþúsund á Færeyskum dögum í Olafsvík Margt var um manninn á markaSnum Færeyskir dagar voru haldnir með glæsibrag um sl. helgi í Olafs- vík, en þetta er í fjórða skiptið sem þeir eru haldnir. Dagskráin hófst á föstudaginn með fótboltaleik á milli barna frá Færeyjum og Olafs- vík. Urslitin urðu að hætti góðra vina en hvort lið skoraði eitt mark. Um kvöldið var menningarkvöld á Hótel Höfða þar sem Hjálmar Arnason alþingismaður flutti ýms- an fróðleik um Færeyjar. Þá sungu tveir færeyskir söngvarar, þau Nikkolína Jakobsen og Erling Berg, nokkur lög við undirleik Regin. Kynnir var Magnús Stef- ánsson alþingismaður. Föstudagurinn endaði með bryggjuballi en þar léku hljómsveit- irnar Hans Jakob og vinfólk og TónÓl frá Ólafsvík fyrir dansi. Mikill mannfjöldi sótti dansleikinn og lauk kvöldinu síðan með flug- eldasýningu. A laugardaginn hófst hátíðin klukkan tvö með ávörpum bæjar- stjóranna Gunn Joensen í Vest- manna í Færeyjum og Kristins Jón- assonar, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, en á milli þessara bæjarfélaga er vinabæjarsamband. Færði Kristinn framkvæmdaraðilum hinna Fær- eysku daga gjafir og þakkaði þeim fýrir þetta frábæra framtak, en það eru þrjár færeyskar fjölskyldur sem búsettar eru í Ölafsvík sem standa fýrir hátíðinni. Asbjörn Óttarsson forseti bæjarstjórnar flutti þeim og þakkir. Þar á eftir hófst söngur kirkjukórs Vestmanna sem sam- anstendur af 60 stúlkum. Margþætt dagskrá hófst svo á stórum palli og stóð í 3 klukkustundir. Um kvöldið var stórdansleikur í Félagsheimil- inu Klifi þar sem færeyska hljóm- sveitin Twilight lék fyrir dansi. A sunnudeginum hófst dagskráin klukkan eitt eftir hádegi með fjöl- mennri útimessu þar sem sr. Óskar H. Óskarsson sóknarprestur í Ó- lafsvík og sr. Inga Poulsen Dam sóknarprestur í Vestmanna predik- uðu. Færeyskum dögum lauk svo með skemmtisiglingu út á Ölafsvík. Auk þess sem á undan er getið var sýning á færeyskum munum í Pakkhúsinu, dorgkeppni fyrir börn, golf, boðið upp á færeyskan mat og útimarkaður í gangi. Þá fór fram Is- landsmót í mótokrossi þar um helgina og voru þátttakendur fjöl- margir. Talið er að 7000 manns hafi verið í Ólafsvík þegar mest var og stemmningin eins og best getur orðið, enda ffábært veður alla helg- ina, sól og hiti. Inga Poulsen Dam, sóknarprestur í Vestmanna, predikar undir berum himni á sunnudeginum. Agiist Guðnnmdssov, múrari og tnenn hans vinna við múrviógerðir á Hvítárbrú. Netið sem sjá má undir brúnni er ekki ætlað til laxveiða heldur til að veiða viógeróarmenn efóhöpp henda en Hvítáin er straumhöró og ekkert lamb ai leika sér vió. Mynd: GE Hvítárbrú fær andlitslyftingu Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á hinni öldnu Hvítárbrú hjá Hvítárvöll- um. Verið er að styrkja brúna og fegra í leiðinni. Hvítárbrú var byggð 1928 og þótti mjög merki- legt mannvirki á sínum tíma, ekki síður en Borgarfjarðarbrúin þegar hún var byggð. Hvítárbrú var í þjóðbraut allt þar til Borgarfjarð- arbrúin var byggð en við það minnkaði umferð um hana til mikilla muna. Lagfæringarnar sem nú er unn- ið að við Hvítárbrú miða annars vegar að því að tryggja notagildi hennar um ófyrirséða framtíð og einnig að varðveita hana sem merkilegar minjar í samgöngu- sögu Islendinga. GE

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.