Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. JULI 2001 11 Lönduv á Amarstapa. Dofri ST kotn með 7-800 kg af þorski að landi á mestsíðasta sóknardegi hans á fimmtudaginn sl. Mynd: snih Aflabrögð síðustu viku vikan 23. júní til 1. júlí Rifshöfn Rifsnes 67.952 1 Botnv. Sólfari 2.815 1 Botnv. Bára 10.315 3 Dragn. Esjar 13.997 3 Dragn. Rifsari 29.074 4 Dragn. Sandafell 18.699 2 Dragn. Andri 2.504 lGráslepp. Bjarni Sig. 3.755 3 Handf. Blöndi ÞFI 7.159 2 Handf. Boði 0 1 Handf. Diddi SH 1.694 2 Handf. Gorri Gamli 230 2 Handf. Hansi 6.740 2 Handf. Hrönn 5.164 2 Handf. Jónas Guðm. 516 1 Handf. Kári II 5.763 3 Handf. Kristbjörg 6.011 6 Handf. Leifúr 11.371 6 Handf. Ólöf Eva 3.449 2 Handf. Pémr 3.911 2 Handf. Pollux 3.229 2 Handf. Sigrún 1.141 1 Handf. Sleipnir 2.420 1 Handf. Stormur HF 4.052 2 Handf. Sæhamar 1.971 2 Handf. Særif 4.971 5 Handf. Þorna 4.896 4 Handf. Bliki 1.828 3 Lína Freyja 5.232 2 Lína Heiðrún 2.338 2 Lína Jóa 4.536 4 Lína Stakkavík 1.211 1 Lína Sæhamar 2.842 2 Lína Særif 1.735 5 Lína Þerna 1.040 4 Lína Ellen Sig 264 1 Net Faxaborg 21.165 4 Net Fúsi 2.996 3 Net Gulli Magg 2.299 3 Net Hafnartindur 7.128 5 Net Hrólfúr 6.553 5 Net Bíristinn ÞH 4.532 5 Net Óli Færey. 5.636 6 Net Grundarfj arðarhöfh Farsæll 74.268 2 Botnv. Helgi 39.128 1 Botnv. Hringur 112.000 1 Botnv. Ingimundur 64.000 1 Botnv. Ludvig And. 115.014 1 Botnv. Sóley 85.142 2 Botnv. Klaldcur 160.816 1 Flotv. Bára 2.652 3 Handf. Birta 3.138 3 Handf. Ritan 1.764 2 Handf. Sæfari 4.092 5 Handf. Sæstjarnan 1.301 2 Handf. Magnús í F. 6.350 5 Lína Már 7.704 5 Lína Milla 6.987 5 Lína Pétur Konn 7.367 4 Lína Ásgeir 2.494 2 Net Grundfirð. 37.289 2 Net Arnarstapahöfin Bjössi 5.529 4 Lína Dofri 5.513 6 Handf. Dritvík 1.271 2 Handf. Fanney 3.480 2 Lína Fúlvíkingur 6.064 5 Handf. Hafdís 1.104 2 Handf. Hrólíúr 2.926 2 Net Huld 2.790 2 Net Akraneshöfn Sturl. H. Bö. 141.176 1 Botnv. HelgaMaría 281.245 1 Bomv. Byr 3.738 4 Handf. Erla 1.588 3 Handf. Fagurey 1.948 2 Handf. Farsæll 203 1 Handf. Gári 377 1 Handf. Mundi 935 2 Handf. Óskar 682 3 Handf. Þura II 311 1 Handf. Öggur 1.189 2 Handf. Örnólfúr 919 1 Handf. Maron 192 1 Lína Þura II 741 2 Lína Aðalsteinn H.129 2 Lína Víkingur 698.493 1 Lína Stykkishólmshöfh Bryndís 3.323 3 Handf. Denni 1.988 2 Handf. Fákur 1.125 1 Handf. Fjarki 2.607 3 Handf. Fönix 1.656 2 Handf. Glitský 1.904 2 Handf. Guðrún 1.889 1 Handf. Heppinn 700 1 Handf. Hrísey 2.299 4 Handf. Jónsnes 770 1 Handf. Lára 3.725 3 Handf. Lilja 2.951 3 Handf. Litla vin 3.252 3 Handf. Margrét 588 1 Handf. Rán 2.924 2 Handf. Sif 1.312 1 Handf. Snót 5.127 4 Handf. Teista 1.858 3 Handf. Grettir 13.921 4 Net Röst 2.126 2 Net Kristinn Frið.38.756 2Rækjuvarpa Samtals 2.283.984 269 Músíkant til dauðadags Rætt viö Davíð Þór Jónsson, píanósnilling Tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur spilað með fjölmörgum landsþekktum hljómsveitum, lært djass í Noregi og útskrifaðist á dögunum frá Tónlist- arskóla FIH (Félag íslenskra hljóm- listarmanna) eftir tveggja ára nám í djasspíanóleik með hæstu einkunn sem útskriftarnemi hefur hlotið frá skólanum. Blaðamaður Skessuhorns gerði sig heimakominn á nýju heirn- ili Davíðs í höfuðborginni á 23 ára aífnælisdegi hans og spjallaði við hann um námið, djassinn og líf ís- lenskra tónlistarmanna. „Eg flutti til Reykjavíkur og byrj- aði í tónlistarskólanum haustið 1998 að læra á saxófón. Þá hafði ég verið að spila með hinu sívinsæla popp- bandi Stjórninni í hálft ár. Eg gerði það í eitt ár til viðbótar en það var bara peningahark eins og allur poppbransi á Islandi. Sú spila- mennska borgaði mitt uppihald, skólagjöld og annað svo að ég gat stundað mitt nám án þess að vinna átta tíma á dag eins og margir þurfa að gera. En þú hugsar bara um pen- inga og ert ekki að gera þína músík þannig að ég hætti í Stjóminni eftir að vera kominn með upp í kok. Mér fannst þetta svo mikill skurðmokstur og svo fölsk hugsun á bak við þetta allt saman.“ Einkunnir eru afstæðar Davíð hélt burtfarartónleika sína í apríl síðasdiðnum. „Það er misjafnt hvernig fólk fer að því en ég ákvað að semja næstum alla tónlisuna sjálf- ur sem ég fhitti. Sumir spila bara gamla djassstandarda eftir aðra í einn og hálfan tíma og fá svo sína einkunn. Mig langaði að gera þetta miklu heilsteyptara og tónleikarnir heppnuðust ótrúlega vel. Eg fékk frábæra dóma og hæstu einkunn sem hefur verið gefin í þessum skóla.“ Davíð fékk 9,5 í einkunn en hann tekur það ekki mjög hátíðlega. „Það er afstætt hver er góður í tónlist og hver vinnur einhverja keppni. Ein- kunnir em í raun mjög umdeilanlegt fyrirbæri. I mínu tilviki var einn maður sem dæmdi og að mestu leyti er þetta því raunverulega hans álit á tónlistinni. Mitt markmið með tón- leikunum var að koma minni músik á framfæri og það heppnaðist vel. Eg held það fái enginn tíu í þessu. Að vísu veit ég um stelpu sem fékk tíu í einkunn frá Tónlistarskóla Reykja- víkur. Það er spurning hvernig skila- boð nemandinn fær. „Þetta er bara komið hjá þér. Þú getur ekki gert betur.“ Hversu mikilvægt er að horfa á einkunnir? Auðvitað skipta þær einhverju máli, en þær geta líka virkað öfugt og dregið mann niður í því sem á eftir kemur. Aðalatriðið er að standa undir sínum eigin kröf- um.“ Músíkant á að kunna á öll hljóðfæri Eins og áður segir hóf Davíð að læra á saxófón í tónlistarskólanum en píanónám bættist fljótiega við. „Þegar maður er músíkant á maður að kunna á öll hljóðfæri. Eg æfi mig á gítar, bassa, trommur og fleira.“ Hann spilar þó fyrst og fremst á pí- anó. „Þessi hljóðfæri eru ólík að mörgu leyti, píanó og saxófónn. Annað er blásturshljóðfæri og þú getur öskrað meira og fengið útrás þegar þú ert að spila á það. Píanóið heillar mig samt meira og á svo marga vegu.“ Haustið 1999 fór Davíð sem skiptinemi til Þrándheims í Noregi og lærði í eitt ár við tónlistarháskól- ann þar. „I Noregi stoffiaði ég bæði píanótríó og kvintett og ég er einrnitt að fara bráðum til Noregs og Danmerkur að spila með þessum kvintett. Meðspilarar mínir þar eru framlínumenn í djassi í Noregi. Það er nóg að gera því á laugardag er ég að fara til Svíþjóðar með Stórsveit Reykjavíkur og fer þaðan í beinu framhaldi til Noregs til þess að æfa og undirbúa tónleika sem fyrirhug- aðir eru á hinni árlegu djasshátíð í Kaupmannahöfn.“ Leysti Milljónamæring af Auk þess að spila með Stjóminni hefur Davíð spilað með þekktum hljómsveitum eins og Jagúar, Fönkmaster og Milljónamæringun- um. „Eg á stóran vinahóp og úr þeim hópi hafa komið bönd eins og Jagúar og Fönkmaster. Þótt ég hafi aldrei verið fastur meðlimur í Jagúar spilaði ég oftar með þeim en ég get talið. Svo hef ég unnið sem „fi-eelance“ músíkant og spilaði m.a. á saxófón með Milljónamæringun- um í staðinn fyrir Jóel Pálsson sem var kennarinn minn. Eg hef líka ver- ið að spila á píanó.“ Þrátt fyrir annir á píanótríóið Flís hug Davíðs allan þessa dagana. „Það skemmtilegasta af öllu er að vera með sitt eigið pía- nótríó því möguleikarnir eru enda- lausir. Tríóið skipa auk mín þeir Helgi Svavar Helgason á trommur og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa. Við höfum spilað mikið saman, síðast á opnun lista- sýningar Errós. Aður höíúm við far- ið til t.d. Færeyja þar sem við spiluð- um í ungliðakeppni í djassi fyrir Is- lands hönd.“ Djassmúsík eins og góðar samræður I dag eru til óteljandi tónlistar- stefnur og möguleikar á tónlistar- námi eru nánast óendanlegir. Þrátt fyrir að djass hafi orðið fyrir valinu hjá Davíð segist hann vera alæta á tónlist. „Eg hlusta á allt og sumt finnst mér alveg ffábært. Eg set Sig- urrós og U2 á fóninn, Bítlarnir eru snillingar, Eminem á góð lög og Snoop Doggy Dog er svalur. En mitt áhugasvið, og það sem hreyfir við mér, er Djassmúsík. Þú spilar aldrei sama lagið eins. Poppgrúppur spila sömu lögin nákvæmlega eins í heilt sumar og moka inn seðlum. En það er bara eins og að grafa skurð. Það er fmt að grafa skurð, en ekki fyrir mig. Eg vil rannsaka nótur, hljóma og fólk. djassmúsík snýst miklu meira um persónuleg sam- skipti en fólk heldur. Ef þú ert að spila með góðum mönnum sem hafa innsýn í tónlistina er þetta eins og að tala sam- an. Eins og við núna, þú tekur orð af mér og spyrð út ffá því.“ Snemma beygist krókurinn Þrátt fyrir að blaðamaður hafi látið sig hafa það að mæta í tónlistarskóla stund- víslega í ein fjögur ár kvikn- aði aldrei þessi brennandi á- hugi á tónlist sem Davíð hefúr. Móðir Davíðs, Jenný Magnúsdóttir, sem stödd er hjá syni sínum þegar við- talið er tekið ypptir öxlum þegar hún er spurð að því hvers vegna Davíð varð músíkant. „Eg heyrði strax þegar hann var lítill að það var hellings músík í honum. Það skemmtilegasta sem hann gerði eins og hálfs árs gamall, var að fá pottana rnína og sleifarnar og tromma. Það tók mig samt tvö ár að fá hann til að fara í tónlistarskóla. Loks fékkst hann til að fara eftir að vinur hans byrjaði og Davíð var svo heppinn að fá góða konu sem kennara, hana Fanneyju Karlsdóttur. Eftir það var ekki aftur snúið og ég þurfti aldrei að biðja hann að æfa sig.“ Davíð á þrjá bræður sem allir hafa spilað eða spila á hljóðfæri. „Það var alltaf mikið um tónlist heima og mamma söng mikið fyrir okkur bræðurna þegar við vorum litlir. En ég ætlaði aldrei í tónlistarskóla. Mér fannst það svo hallærislegt. En ég fór þegar ég var níu ára og hef ekki hætt síðan. Þegar ég kom heim í há- deginu borðaði ég ekki heldur eyddi tímanum við orgel sem pabbi gaf mér. Aður en ég fékk orgelið fór ég alltaf til gamallar frænku, Olínu Þórðardóttur, í hádeginu og æfði mig í hálftíma fjórum sinnum í viku. Fór með grænu bókina mína, æfði mig og fékk ýsu, kartöflur og smjör.“ Kominn með útgáfusamning? Nú að útskrift lokinni stendur Davíð á krossgötum í hfi sínu en hann segist vera búinn að ákveða framhaldið. „Eg sá fram á að eiga aldrei neina peninga sem músíkant og íhugaði að fara í viðskiptahá- skóla, tölvufræði eða verkfræði. En ég vil að mín starfsgrein geti orðið að vera tónlistarmaður. Það er erfitt á Islandi því launin eru lág og sér- staklega sem kennari. Þú þarft að kenna á allt að fimm stöðum til að hafa í þig og á. Eg kenndi á saxófón og píanó í Reykjavík og Keflavík með skólanum því einhvern veginn verður maður að lifa. Hins vegar finnst mér mjög gaman að kenna þótt mig langi ekki að fara strax út í það. Eg ætla að vera heima í eitt ár því ég er sennilega kominn með út- gáfusamning við Eddu miðlun sem mér finnst frábært. Stefúan núna er að fúllvinna mína músík og taka hana upp í sumar. En ég er að skoða framhaldsnám og ætla að gera það næsta árið því það er margt í boði. Mastersnám í tónsmíðum og bachelorsnám í djassfræðum eru meðal möguleika. Margir fara til Bandaríkjanna og hafa alltaf gert í þessum geira en það er dýrt og ef maður fær ekki styrk er ævintýrinu lokið. En maður á ekki að hugsa um peninga ef maður veit hvað maður ætiar að gera. Eg er búinn að ákveða mig, ég ætia að vera músíkant til dauðadags.“ SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.