Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 15
^atsaunu... FIMMTUDAGUR 5. JULI 2001 15 Það er spuming??? Veist þú hver Hjörtur Hjanarson er? (Svar: Knattspymumaður með 1A og markahasti leiktnaður deildarinnar) Davíð Anton Björgólfsson, starfsm. hjá Akraneskaupst. - Einhver fótboltastrákm: jil Ami Jóhannsson, starfsm. hjá Akraneskaupstað - Nei, ekki bugmynd. Sigurður Tómasson, yfirverkstj. í vinnuskólanum - Egþekki engan Hjört Hjaitar en égþekki Trölla. Geir Guðjónsson, flokkstjóri - Já, Skagamaður og markaskorari. Sigurður Sverrisson, verslunarmaður - Hjörtur? Er það ekki þessi sem þeirgátu ekki notað í Borgamesi? Málfríður Sandra Guðmundsdóttir, starfsm. í vinnuskóla - Já, hann er fótboltakarl. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR < ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Héraðsmót HSH í sundi Fra sundmóti HSH á fimmtudaginn, sem fór fram í blíðviðri við góðar aðstæður f Stykkishóimi. Mjög fjölmennt héraðsmót á vegum HSH fór fram í Stykkishólmi fimmtudaginn 28. júní. Fór þátttaka langt fram úr vonum en keppnin fór fram í rjómablíðu við mjög góðar aðstæður. Úrslit félaga urðu þau að Víkingur bar sigur úr býtum með 188 stig, Snæfell lenti í öðru sæti með 126 stig og UMFG hlaut 65 stig og hafnaði í því þriðja. smh Góður sigur á Grindvíkingum Skagamenn léku við hvurn sinn fingur þegar þeir fengu Grindvík- inga í heimsókn á miðvikudaginn í síðustu viku. Aðstæður voru nokkuð aðrar en í síðasta heima- leik, gegn Blikum, sem fór fram í slagviðri en leikurinn gegn Grindavík fór fram við bestu hugsanlegu aðstæður í rakinni rjómablíðu. Grindvíkingar mættu grimmir til leiks, fullir sjálfstrausts eftir gott gengi í síðustu leikjum. Þeir léku vel sín á milli og eru greinilega með öflugt lið. Það dugði þeim hinsvegar ekki því Skagamenn voru enn betur spilandi og enn öflugri en gestirnir. Þetta var tví- mælalaust besti leikur Skaga- manna það sem af er tímabilinu og allt small saman, góð mark- varsla, skotheld vörn, öflug miðja og hárbeittur sóknarleikur. Áhorfendur voru ekki sestir þegar Hjörtur Hjartarson tók for- ystuna með góðu marki eftir tæpa mínútu. Grétar Rafn Steinsson brunaði upp kantinn og sendi fyrir þar sem Hjörtur kom á mikilli sigl- ingu og skaut viðstöðulausu skoti sem hafnaði í hægra markhorn- inu. Grindvíkingar náðu að jafna á 28. mínútu þegar Óli Stefán Fló- ventsson skallaði í netið eftir hornspyrnu. í síðari hálfleik byrjuðu Grind- víkingar af krafti en komust ekkert áleiðis gegn fyrnasterkri vörn heimamanna. Skagamenn komust aftur yfir um miðjan hálf- leikinn og þá var Hjörtur aftur á ferðinni og skoraði, enn með við- stöðulausu skoti, eftir horn- spyrnu. Það var síðan varamað- urinn Hálfdán Gíslason sem rak Grindvíkingum náðarhöggið með glæsilegu langskoti frá vítateig sem hafnaði efst í vinstra horninu. Þeir Hjörtur og Gunnlaugur Jónsson voru fremstir meðal jafn- ingja í þessum leik en hinsvegar voru allir að leggja sig fram og liðsheildin var sterk. Landsbankinn styrktaraðili GL Nýlega undirrituðu fulltrúar Landsbankans og Golfklúbbsins Leynis (GL) á Akranesi sam- starfssamning þess efnis að Landsbankinn og Landsbréf gerðust aðalstyrktaraðilar golf- klúbbsins. Markmið Landsbankans með þessum nýja samningi er að stuðla að áframhaldandi upp- byggingu 18 holu golfvallarins að Görðum auk víðtæks stuðnings við barna- og unglingastarf klúbbsins. Viðskiptamönnum Landsbankans verða einnig boð- in ýmis vildarkjör hjá golfklúbbn- um. Brynjar Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri GL, var að vonum ánægður með samstarfssamn- inginn og sagði hann stuðning Landsbankans vera mikilvægan og renna styrkari stoðum undir Slæmt tap í Borgarnesi Skallagrímur - Haukar: 1 - 4 Skallagrímsmenn eru enn í hálfgerðu basli í neðri hluta ann- arar deildar. Það breyttist ekki þegar þeir fengu Haukana í heim- sókn en þeir eru nú í öðru sætinu. Haukarnir réðu lögum og lofum og löbbuðu hreinlega í gegnum götótta vörn Skallagríms. í hálf- leik var staðan orðin 3 - 0 gestun- um í vil. Skallarnir hresstust nokk- uð eftir hlé og reyndu að klóra í bakkann. Haukarnir voru þó á- fram sterkari aðilinn í leiknum og þeir bættu fjórða markinu við um miðjan hálfleikinn en á lokmínút- unum minnkaði Emil Sigurðsson muninn með marki úr vítaspyrnu. GE AMI á Akureyri Ágúst Júlíusson stigahæstur Aldursflokkameistaramót ís- lands í sundi fór fram á Akureyri um helgina. Þangað mættu til leiks tæplega 30 keppendur frá Akranesi og syntu þeir samanlagt 113 sinnum í veðurblíðunni fyrir norðan. Árangur Skagamanna var ágætur og bættu krakkarnir tíma sína í u.þ.b. þremur sundum af hverjum fjórum. Svo fór að lokum að Sundfélag Akraness endaði í fjórða sæti með 528 stig í stigakeppni félaga á eftir SH, ÍR og Sundfélaginu Ægi. Það er mun betri árangur en árið 2000 því þá lenti liðið í 8. sæti með nær helmingi færri stig. Hópurinn fór ekki tómhentur heim því liðið vann til þriggja gullverð- launa, sjö silfurverðlauna og tíu bronsverðlauna. Lið Skaga- manna er mjög ungt og óreynt og verður árangurinn því að teljast frábær. Ágúst Júlíusson stóð sig einna best Akurnesinga á AMÍ en hann vann til verðlauna og bætti sína bestu tíma í öllum þeim einstak- lingsgreinum sem hann keppti í. Ágúst er aðeins 12 ára gamall en hann keppti í sjö greinum og vann þrjú gull-, tvö silfur- og ein brons- verðlaun auk þess sem hann synti með sveinasveit ÍA og vann brons í tveimur boðsundum. Á- gúst setti Akranesmet í 50 m skriðsundi á mótinu þegar hann bætti gamalt met Jóhanns Ragn- arssonar. Á lokahófi AMÍ fékk hann svo verðlaun fyrir að vera Vesturlandsslagur Bruni - HSH Snæfellingar höfðu betur í Vesturlandsslagnum í A riðli þriðju deildar síðastliðinn laug- ardag þegar HSH og Bruni mættust a' Akranesveiti. Gest- irnir voru fyrri til að skora og var þar á ferðinni Jónas Gestur Jónasson. Heimamenn jöfnuðu um miðjan fyrri hálfleikinn með marki frá Sigurjóni Jónssyni en Jónas var síðan aftur á ferðinni fyrir HSH um miðjan seinni hálf- leik og tryggði þeim þrjú stig úr leiknum. GE Skagastrákar á Shellmóti í Eyjum Hið árlega Shellmót fór fram í Vestmannaeyjum um helgina en þar keppa strákar í 6.flokki í knattspyrnu. Knattspyrnuveisl- an hófst á miðvikudag og voru um 1000 strákar og 200 farar- stjórar á svæðinu auk allra að- dáendanna sem flykktust á svæðið. Farið var í skrúðgöngu og gengu liðin fylktu liði að Týsvelli þar sem fram fór setn- ingarathöfn. Á fimmtudag voru fyrstu leikir mótsins og spilað var frá morgni til kvölds. Einnig voru skipulagðar skoðunarferð- ir um Heimaey og bátsferðir fyr- ir hvert félag. Á föstudag var enn spilaður fótbolti auk þess sem kvöldvaka var í íþróttahöll- inni. Á laugardagsmorgun voru síðustu leikirnir spilaðir í riðlun- um og eftir hádegi voru undan- úrslit þar sem spenningurinn var mikill. Spennan var þó í há- marki á sunnudag þegar úrslita- leikirnir fóru fram. Að loknum leikjum var matarveisla og síðar um kvöldið var verðlaunaaf- hending í íþróttahöllinni þar sem mótinu var slitið. Skagamenn unnu til ýmissa verðlauna og viðurkenninga á Shellmótinu í ár. Fyrst ber að geta þess að A-liðið hafnaði í öðru sæti á eftir liði Þórs sem varð Sheitmótsmeistari. A-liðið vann einnig til silfurverðlauna í innanhússkeppninni ásamt KA en Víkingur og HK unnu þar sigur. B-liðið stóð sig einnig vel og vann til bronsverðlauna og ÍA þótti vera besti hópurinn á- samt Njarðvík og Breiðablik. Gunnar Þór Þorsteinsson, ÍA, hlaut svo verðlaun fyrir að sigra í þrautabraut. SÓK Molar Skagamenn töpuðu sínum þriðja leik í röð gegn Fylki á mánudaginn. Síðasti sigurleik- ur Skagamanna gegn Fylki kom þegar liðin mættust í úr- slitum deildarbikarsins sumar- ið 1999. ÍA mætir Víkingum í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSI í kvöld. Síðasti leikur þessara liða i bikarnum var í 16 liða úr- slitum 1999. Þar höfðu leik- menn ÍA mikla yfirburði og sigruðu 5-0. Markaskorarar ÍA í leiknum voru þeir Stefán Þórðarson (2),Kenneth Matija- ne, Alexander Högnason og Ragnar Hauksson. Enginn þessara leikmanna spilar með ÍA í dag. Bruni hefur hlotið ágætan liðsstyrk að undanförnu. Stef- án Jónsson, yngri bróðir Gunnlaugs fyrirliða ÍA, og Ás- geir Ólafsson hafa tekið fram skóna að nýju eftir smá hvíld frá knattspyrnuiðkun. Golfmót í Stykkishólmi Þann 23. júní sl. fór fram golfmót á Víkurvelli í Stykkis- hólmi. Voru leiknar 9 holur með svokölluðu Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem vönum leikmönnum og ó- vönum er raðað saman í lið. Mótið tókst mjög vel og voru keppendur liðlega 40 en eftir mót snæddu þeir saman í nýj- um golfskála sínum. í fyrsta sæti urðu þau Ásgeir Guð- mundsson og Auður Bárðar- tíóttir, Eyþór Benedik-sson og Gestur Hólm í öðru sæti og í því þriðja Kristinn B. Heimis- son og afi hans Kristir í Gests- spn en þeir voru elsti c g yngsti 'keppandi mótsins. 'í' smh -Á4------------------ ía - íá V nnudaginn kl.u 10:00 á Akranesm Mætum öll dk Ftyðium okkar m 7 *

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.