Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 12.07.2001, Síða 1

Skessuhorn - 12.07.2001, Síða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 28. tbl. 4. árg. 12. júlí 2001 Kr. 250 í lausasölu /^XÍslensk W 1 UPfiYSlNGAT Æ Þjónustuver Tölvur Tölvuviðgerðir Skrifstofuvörur Símtæki HIIIHr ' Hyrnutorgi - 430 2200 ■ verslun@islensk.is ✓ Sundmeistaramót Islands Glæsilegur árangur Kolbrúnar Sundmeistaramót íslands (SMÍ) í 50 m laug, endapunkturinn á sund- tímabilinu, fór fram í Laugardals- laug um helgina. Keppni hófst á laugardagsmorgun og stóð fram á sunnudag en þrettán keppendur frá Sundfélagi Akraness tóku þátt í mótinu. Hópurinn hélt til Reykja- víkur á föstudag þar sem sundæf- ingar voru í lauginni fyrir mótið. Heildarfjöldi keppenda var urn 160. Mótið var bæði einstaklings- og liðakeppni en það var í fyrsta skipti sém svo er. Þótt Sundfélag Akraness næði ekki að hreppa stigabikar félaga þetta árið var árangur krakkanna góður. Kolbrún Yr Kristjánsdóttir kom, sá og sigraði, en hún sigraði í öllum þeim fimm greinum sem hún keppti í.-og varð stigahæsti einstak- lingur mótsins með 780 stig. Þau fékk hún fyrir glæsilegan árangur sinn í 50 m baksundi sem hún svnti á tímanum 31,56. Að launum fékk Kolbrún Yr tvo bikara; Pálsbikarinn sem gefinn er af forseta Islands fyr- ir besta afrek mótsins og Kolbrún- arbikarinn sem gefinn er af ættingj- um Kolbrúnar Olafsdóttur sund- konu fyrir besta afrek meistara- mótsins unnið af konu. Þess má geta að Kolbrún hreppti Pálsbikar- inn einnig á síðasta ári. Hinn víð- ffægi Om Arnarson varð að sætta sig við annað sætið en hann náði 760 stigum. Kolbrún sigraði einnig í boð- sundi í 4x100 m skriðsundi og varð í þriðja sæti í 4x200 m skriðsundi og 4x100 m fjórsundi. Þær Karitas Jónsdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Elísa Guðrún Elísdóttdr og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir syntu með Kolbrúnu í sveitunum. Guðgeir Guðmundsson náði svo þeim góða árangri að verða annar í 200 m flugsundi á mótinu. Sátt við árangurinn „Eg er mjög sátt við árangurinn og fannst sérstaklega gaman að fá bikarana, ekki síst Koibrúnarbikar- inn,“ sagði Kolbrún Yr í samtali við Skessuhorn að móti loknu. Eins og áður sagði er. mötið endapunktur- inn á sundtímabilinu og Kolbrún segist því mjög fegin að vera komin í frí. „Loksins! Eg byrja aftur að æfa þann 20. ágúst svo fríið ér í rúmar fimm vikur. Bikarkeppnin er í lok nóvember og um miðjan desember fer ég til Belgíu að keppa á Evrópu- meistaramótinu í 25 in laug. Eg hef ekki fengið svona langt frí í næstum sex ár svo ég ætla að nýta það í að slappa af og vinna og gera eitthvað allt annað en að synda.“ Þótt Kolbrún sé fríinu fegin er hún ekki sátt við að hafa ekki náð lágmarkinu fyrir heimsmeistara- mótið íjapan. „Eg var aðeins 6/100 frá lágmarkinu í mars og það var mjög svekkjandi." SOK Um liðua helgi fór fram fjórðimgsmót á Kaldármelum i Víðidal en 48 ár eru liðin frá því slíkt mót varfyrst baldið. Sjó af níu áðildar- félögum áttufidltrúa á mótinu en Snæfellingur, Glaður og Kinnskær stóðu að framkvæmd þess. Itarleg umfjöllun er um mótið íblaði þessardr viku á blaðsíðum 8 og 9, en þar er meðal annars að fmna fjölda mynda auk úrslita fjórðungsmótsins. Vegaframkvæmdum í Bröttubrekku flýtt? Uppi eru hugmyndir frá verktak- anum Arnarfelli um að framkvæmd- um í Bröttubrekku norðanverðri verði flýtt og vegurinn opnaður fyr- ir vetrarumferð. Að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi, er einungis um hugmynd að ræða frá verktakanum en ákvörðun um hvort af flýtingu framkvæmdanna verður mun liggja fyrir í lok júlímánaðar. Segir Magnús að ef af flýtingunni verði muni það hafa mikil áhrif á umferð upp brekkuna að norðan- verðu og til hagræðis fyrir öku- menn. Þeir myndu þá sleppa við töluverðan halla og beygj- ur auk þess sem hin nýja leið sé mun snjólétt- ari. Ef af hug- myndunum verður, mun ekki vera talað um að lagt verði bundið slitlag á veginn heldur einungis að hann verði gerður akstursfær. Aætlað er að almennar fram- kvæmdir við Bröttubrekku, við hina nýju vegagerð, muni standa yfir í þrjú ár. Ef ekki kemur til flýtingar framkvæmdanna í brekkunni norð- anverðri er áætlað að sá áfangi verði opnaður að ári og þá fullbúinn með slitlagi. smh Svínslegt grín Svínshöfuð fannst í þvottaaðstöðunni á tjald- stæðinu í Borgarnesi á mánudaginn sl. Fengu starfsmenn áhaldahússins þar í bæ ábendingu um að svínshöfuð væri í vaskinum þar sem ætlast er til að ferðafólk þvoi sér. Að sögn starfsmanna áhaldahússins, sem fjarlægðu hausinn, er líklegt að það hafi verið hirt upp við sláturhúsið en það var algjörlega óverkað og greinilega af grís. Aðgengi að sláturhússlóðinni er þannig í dag að fólk á auð- velt með að komast þar inn. smh Eldur laus í Hólminum Grunur um íkveikju Það var aðfaranótt mánudagsins 2. júlí, ldukkan tvö eftir miðnætti, að Þorbergur Bæringsson slökkvi- liðsstjóri í Stykkishólmi fékk hring- ingu frá neyðarlínunni og tilkynn- ingu um lausan eld. Þegar Þor- bergur kom á Reitarveg, að geymsluhúsnæði Hraðfrystihúss Sigurðar Ágústssonar, glaðlogaði eldur í jeppa einum sem stóð við endagaflinn á húsinu og var farið að loga upp með bárujárni hússins. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en jeppinn var af- skráður og hafði verið notaður í varahluti. „Það mátti ekki tæpara standa því innan í þessu bárujárns- húsi er mikið af plasttunnum og það hefði getað valdið alveg hræði- legri mengun ef eldurinn hefði læst sér í þær“, sagði Þorbergur. Varar hann fólk við því að geyma eldfima hluti s.s. netaafganga og plastkör í nálægð iðnaðarhúsa og segir það hafa færst í vöxt að brennuvargar standist ekki þá freistingu að kveikja í slíkum hlutum. Hann bendir á að það sé nú sannað mál að kviknað hafi í frystihúsi á Akur- eyri einmitt þegar kveikt var í fiski- kössum sem stóðu við húsið. smh MANUDAGA - FIMMTUDAGA FÖSTUDAGA 9-21 LAUGARDAGA 10-19 SUNNUDAGA 12-19

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.