Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 19.07.2001, Side 2

Skessuhorn - 19.07.2001, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 unt33linu... Eldur í tjaldi Karlmaður slasaðist lítillega þegar eldur kviknaði í tjaldi við Grundaskóla á Akranesi síðstlið- inn sunnudag. Maðurinn sem var gestur á Lottómótinu í knattpsyrnu brenndist við slökkvistörf þegar hann reyndi að slökkva eldinn en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Að sögn lögreglunnar á Akranesi kviknaði í tjaldinu útfrá hitalampa. GE Brotist inn í Brekku- bæjarskóla Brotist var inn í Brekkubæjar- skóla á Akranesi aðfararnótt sunnudags. Þegar Skessuhorn hafði samband við lögregluna á Akranesi síðastliðinn mánudag var ekki komið í Ijós hvort ein- hvers var saknað en lítlisháttar skemmdir höfðu verið unnar á dyraumbúnaði við innbrotið. GE Steypt í Snæfellsbæ Steypuframkvæmdir í Snæ- fellsbæ eru nú í fullum gangi. A Rifi er verið að klára undirbún- ingsvinnu við Melnes og Smiðjuveg og þegar byrjað verður að steypa þar, líklegast í byrjun næstu viku, hefjast und- irbúningsaðgerðir í Olafsvík. Þar mun Stafnafell byrja á því við Grundarbraut að skipta um allar lagnir og jarðveg áður en Þorgeir Arnason hefst handa við steypuvinnuna. Enn óvíst með Staðarfell Starfsemi var hætt á meðferð- arheintilinu að Staðarfelli í Döl- um um síðustu mánaðamót eins og áætlað hafði verið. Gefið hef- ur verið út að lokunin sé ekki til frambúðar en samkvæmt heim- ildum Skessuhorns er ekki enn komið í ijós hvort eða hvenær starfsemin hefjist aftur. GE Slys á göngu- mönnum Kalla þurfti til bíla frá báðum Björgunarsveitunum í Mýrasýslu, Heiðari og Brák, síðasdiðinn sunnudag vegna óhappa sem urðu í gönguferðum. Ohöppin urðu á svipuðum tíma, um miðjan dag á sunnudag. Það fyrra varð við Hreðavatn þar sem maður hras- aði í grjóturð og hið síðara skammt ofan við Grábrók en þar var um samskonar atvik að ræða. GE Góð aðsókn að Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri: Ný námsbraut í umhverfissldpulagi fidlslápuð nemendum en skólinn býður einnig upp á tvo ljúka þar B.Sc.-120 í Umhverfis- möguleika á meira námi fyrir nem- skipulagi. endur sem náð hafa tilskildum ár- Aðsókn að öðrum brautum á há- Ný námsbraut í umhverfisskipu- lagi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri er nú fullsetin sam- kvæmt fréttatilkynningu frá skólan- um og nemendum í háskólanámi þar hefur fjölgað um 50% á milli ára. Sömu sögu er að segja af að- sókn að bændadeild. Námsbrautir við Landbúnaðar- háskólann eru nú alls fjórar, almenn námsbraut í bændadeild og þrjár brautir á háskólastigi, búfræði- braut, landnýtingarbraut og um- hverfisskipulagsbraut. Kennsla á landnýtingarbraut hófst í fýrra, en kennsla í umhverf- isskipulagi hefst í haust. Teknir verða inn 13 nemendur í nám í umhverfisskipulagi, en þar tekur grunnnám 3 ár og lýkur með B.Sc.- 90 prófi í faginu. Þeir, sem þess óska geta lokið námi á þessu stigi, angri. Annars vegar er hægt að ganga inn í meistaranám á Norður- löndunum á grundvelli sérstaks samstarfssamnings við landbúnað- arháskóla þar. Hins vegar er hægt að taka fjórða árið á Hvanneyri og skólastigi á Hvanneyri er einnig góð í ár og þá er á ný fjölgun í bændadeildinni en nemendur í hefðbundnu búfræðinámi voru með færra móti síðastliðinn vetur. GE Frekari sameining í orku- málum á döfinni? Vióræður hafnar milli Orkuveitu Reykjavíkur og Borgarbyggðar Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur og Borgarbyggðar hittust á fundi í síðustu viku þar sem meðal annars var rætt um hugsanlegt samstarf þessara aðila í orkuveitumálum. “Þessi fundur var ákveðinn efdr að upplýst var. um sameiningu Orku- veitu og Akranesveitu,“ segir Stefán Kalmansson bæjarstjóri Borgar- byggðar. „Það lá beint við í framhaldi af þeim fréttum að hitta stjórnendur Orkuveitunnar bæði vegna þess að þeir eru orðnir meðeigendur okkar í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og einnig vildum við opna á að skoða hugsanlegt samstarf, jaffivel með sama sniði og ákveðið hefur verið á Akranesi. Við höfum bæði á- huga á að tryggja lægra orkuverð og að fá aðila til að fjármagna hitaveitu og hugsanlega neysluvatnsleiðslu í sumarbústaðahverfi í sveitarfélag- inu. Það má segja að það liggi bein- ast við að leggja eignarhlut HAB þarna inn líka en það á eftir að koma í ljós“. Stefán tók skýrt fram að ekkert væri ákveðið og ítrekaði að fundur- inn hefði verið haldinn fyrst og fremst til að opna á frekari viðræðu. „Þetta var mjög góður fundur en það var ekkert ákveðið annað en að halda áffam með málið og væntan- lega munu menn hittast aftur í ágúst,“ segir Stefán. GE Fleiri flytja burt af Vesturlandi Skýrsla Hagstofunnar yfir búferlaflutninga fyrri hluta árs Hagstofan hefur birt tölur )dir bú- ferlaflutninga á Islandi fyrir fyrri hluta ársins. Samkvæmt upplýsing- um Hagstofunnar eru fleiri sem flytjast af Vesturlandi en til svæðisins en munurinn er 49. I öllum sveitar- félögum á Snæfellsnesi að Kolbeins- staðahreppi og Helgafellssveit und- anskildum eru brottfluttir fleiri en aðfluttir. A Akranesi, Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit eru aðfluttir hinsvegar áberandi fleiri en brott- fluttir. Þess ber þó að geta að þessar upplýsingar segja ekki allan sann- leikann um íbúaþróun í kjördæminu eða einstökum sveitarfélögum þar sem tölur vantar um fæðingar og andlát en þær eru ekki uppfærðar nema einu sinni á ári. Munurinn á brottfluttum og að- fluttum er mestur í Dalabyggð en þaðan flytja 27 einstaklingum fleiri en þeir sem koma að. í Stykkishólmi er munurinn neikvæður uni 24, í Eyrarsveit 10, 7 í Eyja- og Mikla- holtshreppi, 6 í Snæfellsbæ og Saur- bæjarhreppi, 4 í Skilmannahreppi, og 2 í Innri Akraneshreppi. Brott- fluttir umffam aðflutta eru flestir á Akranesi eða 18, 11 í Borgarfjarðar- sveit, 3 í Borgarbyggð, 4 í Hvalfjarð- arstrandarhreppi og 2 í Skorradals- hreppi og Hvítársíðuhreppi og 1 í Helgafellssveit. í Kolbeinsstaða- hreppi eru brottfluttir og aðfluttir hinsvegar jafnmargir. GE Snæfellsbær Auknine í löndun Töluverð aukning hefur orðið í lönduðum afla í Snæfellsbæ það sem af er árinu. Mesta aukningin er á Arnarstapa. Á öllu síðasta ári var 1.535 tonnum landað þar en á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa komið 2.210 tonn á land og met verið slegið, en fýrra met var frá efur orðið í árinu 1997 eða 1 árinu 1997 eða 1.822 tonn. A Rifi var um sl. mánaðarmót búið að landa 7.216 tonnum en á sama tíma í fýrra 6.392 tonnum, en það er um 13 % aukning. Má teljast ör- uggt að aukningin væri mun meiri ef ekki hefði komið til sjómanna- verkfalls en það hafði töluverð á- í því sambandi á þessu ári var hrif á Rifi. Má nefna að í apríl landað 623 tonnum en 917 tonn- um í sama rnánuði í fýrra. I Olafs- vík var aukningin fýrstu sex mán- uðina um 10% og fór úr 10.100 tonnum í 11.163 tonn. smh Grunnskólinn í Stykkishólmi Frumlegt lokaverkefiii 10. bekkjar Grunnskólinn í Stykkishólmi brá á það frumlega ráð að fá 10. bekkingum það í hendur sem lokaverkefni í vor að búa til bæk- linga um gönguleiðir í og við Stykkishólm. Var þetta kærkom- in tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi eftir samræmdupróf- in. Fóru krakkarnir á vettvang, tóku myndir, flettu í bókum og tóku viðtöl. Sex myndskreyttir bæklingar, fullir af fróðleik, varð afrakstur þessara vettvangsrann- sókna. Þótti verkefnið takast svo vel til að Stykkishólmsbær hefur ákveðið að gefa bæklingana út, enda lítið efni til um gönguleiðir á Vesmrlandi. Smtt mun vera í að bæklingarnir komi úr prentun en þeir bera eftirtalin heiti: Gömlu húsin í Stykkishólmi, Helgafell, Kerlingin, Gengið í eyjar, Þingvellir og Skógræktar- svæðin í nágrenni Stykkishólms. smh Dattaf hestbaki og slasaðist Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð að Leirulæk á Mýrum síð- astliðinn fösmdag en þar hafði stúlka dottið af hestbaki og misst meðvitund. Stúlkan var flutt á sjúkrahúsið í Fossvogi. GE Þrír tekn- ir ölvaðir Lögreglan í Borgarnesi hand- tók þrjá ökumenn vegna ölvunar við akstur um síðustu helgi. Að sögn lögreglu var mikil ölvun í héraðinu og hafði lögregla í nógu að snúast. GE Um 80% aukning á tjaldstæði Stykkishóbns I júnímánuði sl. vom gesta- komur (ekki gisting) 654 á tjald- stæði Stykkishólnts en 365 á sama tíma í fýrra. Er þetta 79,18% aukning, en að sögn Jóhönnu Guðmundsdóttur sem hefur um- sjón með rekstri tjaldstæðisins er líklegt að rútuverkfállið í fýrra hafi setti strik í reikninginn og einnig virðist fólk vera fýrr á ferð- inni í sumar en áður. íslendingar em sem fýrr töluvert fjölmennari og komu tæplega 500 íslendingar á tjaldstæðið í Stykkishólmi í júní. Aukningin er svipuð, eða 80,25%, þegar teknar em saman tölur gistinótta á tjaldstæðinu. Alls gism 701 íslendingur í júní á þessu ári á tjaldstæðinu en 193 út- lendingar. I fýrra gism 344 ís- lendingar en 152 útlendingar. smh

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.