Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 3
cmusunv/..: FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 3 Óvíst um framkvæmdir við nýja Uxahryggj aleið á að byrja Vesturlandsmcgin Einnig rætt um að nýta fjárveitinguna í lýsingu d Hellisheiði Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri Smefellsbæjar, sést hér fremstur á mynd vii slökkvistörf mn borð í Dritvtk SH 412. Myndir: Alfotis Finsson. Fimm skipverjum af Dritvík SH 412, 60 tonna eikarbáti frá Olafs- vík, var bjargað um borð í Ingi- björgu SH 174 um klukkan átta á mánudagskvöldið sl. Um klukkan níu kom varðskipið Oðinn á vett- vang og kallaði þá þegar út slökkvilið Snæfellsbæjar á staðinn. Var Dritvík SH 412 að veiðum á Breiðafirði, um 16 til 17 sjómílur norður af Rifi og er talið að eldur- inn hafi komið upp í vélarrúmi um klukkan hálf átta á mánudags- kvöld. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðs- stjóri Snæfellsbæjar, segir að náðst hafi að slökkva mestmegnis í bátn- um á staðnum og hafi slökkviliðið brugðið á það ráð að draga bátinn til hafnar þar sem óhægt var orðið um vik að standa að slökkvistarfi um borð í Dritvík. Þegar komið var nálægt Olafsvíkurhöfn blossaði eldurinn upp aftur og slógust slökkviliðsmenn við eldinn í tvo tíma, en til að forðast það að bát- urinn sykki í höfninni var hann dreginn út fyrir höfnina og þar fór hann fljótlega niður. smh Þessir fallegu laxar voru nýkamnir á land við Hítará sttemma morguns þann ó.júlí. Veiiimaðurinn er Agúst Sigurðsson en á tœpum sólarhring voru komnir alls níu laxar á land og ein væn bleikja. I endurskoðaðri vegaáætlun sem samþykkt var á síðasta þingi er gert ráð fyrir 40 milljóna króna fjárveit- ingu á þessu ári í heilsársveg yfir Uxahryggi. Gert er ráð fyrir sömu upphæð í verkefnið á næstu tveimur árum en rætt hefur verið um að heildarkostnaður geti numið allt að 700 milljónum króna. Þess ber þó að geta að kostnaðaráæltun liggur ekki fyrir. Uxahryggjavegur tengir saman Suðurlands og Vesturlandsumdæmi en í vegaáædun eru fjárveitingarnar eyrnamerktar Suðurlandi og gert ráð fyrir að byrjað verði á verkinu við Þingvelli. Undirbúningur mun ekki vera hafinn og samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur jafn- vel verið rætt um að færa fjárveiting- una til og nýta í hugsanlega lýsingu á Hellisheiði. Vilja byrja á Vesturlandi Samkvæmt heimildum Skessu- homs er áhugi á endurbyggðum vegi á hinni fornu þjóðleið um Uxa- hrygg meiri á Vesmrlandi en á Suð- urlandi enda hagsmunirnir meiri ef litið er til þess að Vesturlandsmegin liggur vegurinn að stómm hluta í byggð, þ.e.a.s. eftir endilöngum Lundarreykjadal. Því hefur verið rætt um að fá fjárveitinguna flutta og að hefja framkvæmdir við Götuás, þar sem Uxahryggjaleið mætir Borgarfjarðarbraut. Framkvæmdir við Uxahryggjaveg hafa verið til umræðu hjá sam- göngunefnd SSV að undanförnu og málið er á dagskrá hreppsnefndar- fundar hjá Borgarfjarðarsveit í dag. Ríkharð Brynjólfsson oddviti Borg- arfjarðarsveitar kvaðst fastlega búast við að hreppsnefnd legði áherslu á að fá fjárveitinguna færða á milli kjördæma. ,úkf okkar hálfu er þessi leið næsta forgangsverkefni í vega- gerð á þessu svæði. Það er einboðið að það er eðlilegast að byrja hérna megin og þá frá Götuás til að þessar framkvæmdir nýtist byggðinni,“ segir Ríkharð. Peningamir í Hellis- heiðina? Davíð Pétursson formaður sam- göngunefndar SSV er sama sinnis og segir að nefndin hafi verið að kanna möguleika á að hefja fram- kvæmdir í Lundarreykjadal sem fyrst. „Við munum ýta á eftir því að framkvæmdum verði hraðað eins Komið til tals Jakob Falur Garðarsson, aðstoð- armaður samgönguráðherra, stað- festi í samtali við Skessuhorn að sú hugmynd hefði verið rædd í tengsl- um við hugsanlega lýsingu á Hellis- heiði að nýta fjárveitinguna sem Samgöngunefnd SSV og hreppstiefnd Borgarjjarðarsveitar vinna aðþvt að fá jjárveitningu í Uxahryggjaleið færða og vilja að framkvæmdir hejjist við Götuás, neðst í Lundarreykjadal. . Mynd: ghp og kostur er og fyrst það virðist ætla vera dráttur á að þær geti hafist sunnanmegin tel ég eðlilegt að byrjað verði hérna megin. Hér mun þessi fjárveiting líka nýtast fyrr þar sem minna þarf að leggja í undir- búning hérna megin og hér nýtist vegurinn ekki aðeins fyrir ferða- menn heldur einnig fyrir byggð- ina.“ Davíð kveðst hafa fengið þær upplýsingar að fjárveitingin í Uxa- hryggjaveg yrði hugsanlega notuð í lýsingu á Hellisheiði og er ósáttur við þær hugmyndir. „Ég tel það að sjálfsögðu ekki koma til greina. Þetta er sameiginlegt hagsmunamál beggja kjördæmanna og við erum búnir að berjast fyrir þessu í félagi við samgöngunefndina í Arnessýslu og ég trúi ekki öðru en að þeir haldi því til streitu að þessir peningar verði nýttir í það verkefni sem þeir voru ætlaðir í. Eg ætia rétt að vona að mönnum detti það ekki í hug að færa þessa fjárveitingu í algjörlega óskylt verkefni,“ segir Davíð. ætluð var í Uxahryggjaleið. Hann sagði hinsvegar að þar hefði ein- ungis verið um vangaveltur að ræða. Ákvörðun þingmanna Þegar Skesshorn hafði samband við umdæmisstjóra vegagerðarinn- ar á Suðurlandi, Steingrím Ingv- arsson, vísaði hann á umdæmis- stjórann í Reykjaneskjördæmi enda heyrði Uxahryggjaleið undir hann. Jónas Snæbjörnsson umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Suður- landi sagði að Uxahryggjaleið væri svolítið á gráu svæði að sunnan- verðu þar sem viðhald vegarins hefði heyrt undir Reykjanesum- dæmi en nýframkvæmdir ættu að heyra undir Surðurlandskjördæmi. Hann staðfesti að ekkert væri farið að vinna í málinu enn en búið væri að skipa vinnuhóp til að ákveða hvernig staðið yrði að undirbún- ingi framkvæmdanna. Hann sagð- ist ekki reikna með að framkvæmd- ir hæfust á þessu ári heldur yrði fjárveitingum væntanlega safnað saman fyrir tvö eða þrjú ár og boð- inn út stærri áfangi í einu. Jónas útilokaði ekki þann mögu- leika að fjárveitingin yrði færð til og byrjað á verkinu á Vesturlandi. „Það er ákvörðun sem viðkomandi þingmenn verða þá að taka í sam- vinnu við vegagerðina,“ sagði hann. Hann sagði það myndi væntanlega skýrast á næstu vikum hver framvinda málsins yrði. GE Fimm skipverjum bjargað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.