Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 4
4 JaJSSSUÍtOiaJ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubmut 3 Simi: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd.. Akranesi 862 Sigurður Már, Snæfellsn. 865 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 Prófarkalestur: Asthildur Magnúsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf 5040 4098 ritstjori@skessuhorn.is 1310 sigrun@skessuhorn.is 9589 smh@skessuhorn.is 3228 hjortur@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og f lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt meö greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Steinní Misjafnt hafast mennirnir að. A meðan allir, nema ég, gera hróp að gömlum gítarleik- ara úr Vestmannaeyjum fyrir að hafa fyrir algjöran mis- skilning gert mistök sem leiddu af sér missögn sem síðan leiddi í ljós misbrest á siðferði hans þá hef ég áhyggjur af allt öðrum hlutum. Eg hef ekki sérstakar áhyggjur af því þó einhverju hafi verið eytt af almannafé í spýtur og grjót. Eg hef þvert á móti áhyggjur af því að það farist fyrir að eyða almannafé. Ég tek að vísu fram, til að forðast misskilning, að ég tel í flestum tilfellum æskilegra að almannafé sé nýtt í þágu al- mennings og þá geng ég út frá þeirri kenningu að almenn- ingur sé fleirtala! A hinn bóginn ætla ég ekki að taka þátt í því að grýta gítarleikara, hversu hörmulegir tónlistarmenn sem þeir kunna að vera, enda er ég fyrir löngu orðinn alltof seinn að kasta fyrsta kantsteininum. I frétt í blaðinu í dag er fjallað um fyrirhugaðar vega- framkvæmdir á Uxahryggjavegi. Fyrsta fjárveiting í nýjan veg yfir Uxahryggi átti að vera til reiðu á þessu ári. F.kki veit ég annað en að það standi ef eftir því er leitað. Nú bregður hinsvegar þannig við að ekkert gerist. Þarna liggja peningar undir skemmdum sem hægt væri að sólunda á heiðarlegan hátt en þá skortir áhugann. I vegaáæltun er gert ráð fyrir að framkvæmdir við nýjan veg hefjist í kjör- dæmi Sunnlendinga. Þar á bæ virðast menn hinsvegar lít- inn áhuga hafa á málinu, nema verið sé að bíða eftir að fyrsti þingmaður kjördæmisins og formaður samgöngu- nefndar Alþingis helluleggi fyrsta spottann með títt nefhd- um tígulsteinum. Það helsta sem þeim Sunnlendingum mun hafa dottið í hug að gera við aurinn er að stinga hon- um á sig og fara með hann upp á Hellisheiði en þar stend- ur víst til að hengja einhverja grútarlampa á prik. Það ætti að vera sjálfsögð kurteisi Vestlendinga að leggja þeim sunnanmönnum lið ef þeir eru í vandræðum með að eyða peningum. Það liggur líka bemr við högginu að hefja þessar framkvæmdir hérna megin Uxahryggjar. Hérna megin yrði væntanlega að mestu notast við sama vegstæð- ið en að hinumegin frá yrði að fara ótroðnar slóðir. Það kallar á umhverfismat og allskyns vafstur og vesen. Því myndi það fjármagn sem ætlað er í Uxahryggjaleið fyrr skila sýnlegum árangri Borgarfjarðarmegin auk þess sem það myndi nýtast fólkinu sem býr á þessu svæði. Eg tek þessi síðustu orð að vísu aftur því það hefur sjaldnast verið til að flýta fyrir að þjónsta sé bætt á landsbyggðinni ef hætta er á að hún geti nýst heimamönnum. Þess í stað legg ég áherslu á að þessi vegur ætti að vera kærkomin sam- göngubót fyrir ferðamenn og þá ætti litlu að varða hvoru megin fyrsti malbiksspottinn verður lagður. Síðast en ekki síst er rétt að geta þess að akfær vegur myndi stytta leiðina fyrir Vírnetsþakrennurnar á hafnarbakkann í Þorlákshöfn um rúma sjötíu kílómetra. Gísli Einarsson, vegamálastjóri. Mannaskipti í Eyrarsveit Nýr skrifstoínstjóri og tæknifræðingur Ráðning skrifstofnstjóra og tæknifræðings Eyrarsveitar Friðbjörg Matthíasdóttir hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Eyrar- sveitar frá og með 1. ágúst n.k. Frið- björg er viðskiptafræðingur að mennt, fædd árið 1969 og vann hjá Eimskipafélagi Islands fram í júlí. Eyþór Björnsson hefur gegnt starf- inu undanfarin þrjú og hálft ár en mun næstu mánuðina leysa sveitar- stjórann, Björgu Agústsdóttur, af þegar hún fer í fæðingarorlof í byrj- un september. Þá hefur Jökull Helgason verið ráðinn tæknifræðingur Eyrarsveitar frá 1. ágúst n.k. Jökull er fæddur árið 1973 og er menntaður byggingar- fræðingur, en hann starfaði síð- ast hjá Is- lenskum að- alverktök- um hf. Eng- inn tækni- fræðingur hefur starf- að hjá Eyr- arsveit síðan um miðjan maí á þessu ári en sveitarstjóri hefur sinnt því starfi í millibilsástandinu. smh Björg Agiístsdóttir Leiguíbúðir of dýrar Nokkur skortur hefur verið á leiguhúsnæði á Akranesi undanfarið og bæjarráði barst nýverið bréf frá aðila sem hefur áhuga á að kaupa í- búðir á markaðnum sem ætlunin var að leigja út. A síðasta bæjarráðsfundi var hins vegar ákveðið að bæjarráð gæti ekki orðið við erindinu. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, segir að aðilinn hefði haft áhuga á að gera samning til langs tíma við Akranesbæ þess efnis að bærinn myndi leigja íbúðirnar og endur- leigja þær til skjólstæðinga sinna. „Hann hafði áhuga á að kaupa hvort sem er notaðar eða nýjar íbúðir og voru íbúðirnar fyrst og fremst hugs- aðar til leigu fyrir þá einstaklinga sem eru inni í félagslega kerfinu hjá okkur. Sú leiguupphæð sem var til umræðu var því miður of há til þess að bærinn treysti sér til að leigja í- búðirnar og talið var að skjólstæð- ingar okkar heíðu ekki efni á að borga svo háa leigu.“ Jón Pálmi seg- ir þó að málinu hafi aðeins verið hafnað að svo komnu máli og að vel megi athuga málið ef lægra verð komi til sögunnar. SÓK Göngunum lokað vegna bensínleka Loka þurfti Hvalfjarðargöngun- um um tíma síðastliðinn föstudag vegna bensínleka úr olíuflutninga- bíl. Ekki var um mikið magn að ræða en nauðsynlegt þótti að loka göngunum í öryggisskyni á meðan hreinsun stóð yfir. Samkvæmt upp- lýsingum frá Speli kom í ljós við þetta atvik að boðunarkerfi lög- reglu, slökkviliðs og sjúkraflutn- ingamanna virkar vel. Hinsvegar má fastlega búast við að þetta atvik þrýsti enn frekar á að eldsneytis- flutningar um göngin verði bundn- ir við ákveðinn tíma sólarhrings þegar umferðin er minnst eða þeir bannaðir með öllu. Mikil umræða varð um þetta mál í vetur og eftir atvikið á föstudag hefur sú umræða blossað upp að nýju. GE Hafiiarfr'anikvæmdir í Grundarfirði Kirkjufell og Grundarjjörður. Mynd: Ragnar Th. Nú hafa samningar tekist milli sveitarstjórnar Eyrarsveitar og verktakafyrirtækisins ísar um vinnu við stækkun stóru bryggjunnar í Grundarfirði. Munu ffamkvæmdir fara mjög fljótlega af stað og munu þá enn aukast þrengslin við höfn- ina. Bárust 11 tilboð í verkið á bilinu frá 66,5 milljónum króna upp í 136 milljónir, en tilboð Isar var þeirra lægst. Verkið var boðið út í júní sl. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á 81,4 milljónir, en verkið felst í rekstri stálþils, útkeyrslu kjarnafyll- ingar og byggingu grjótvarnar utan um hana, steyptum kantbitum á þilið með pollum, þybbum og stig- um og byggingu ljósamasturs og vatnshúss. Mun lokaáfangi vera fyrirhugaður á næsta ári og felst í frágangi lagna og lýsingar og að steypt verði þekja. smh --y------------------ Arekstur við Dalsmyimi Árekstur varð við Dalsmynni í Norðurárdal síðastliðið föstu- dagskvöld. Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri bifreiðar sem var á norðurleið taldi að bílstjóri bifreiðarinnar sem var á undan ætlaði að beygja inn á veginn um Bröttubrekku og reyndi framúr- akstur öfugumegin. Fremri bif- reiðinni var hinsvegar beygt til hægri, inn í útskot frá veginum og afleiðingin varð harður á- rekstur. Þrír menn voru í hvor- um bíl og voru fimm þeirra flutt- ir með sjúkrabifreiðum á sjúkra- húsið á Akranesi. GE Vatnsveitu- framkvæmd- ir í Reykholti Miklar vamsveituframkvæmdir eru fyrirhugaðar í Reykholti seinni part sumars en þar á að reisa nýjan vamstank fyrir Reyk- holtsstað. Að sögn Þórunnar Gestsdótmr sveitarstjóra er ffarn- kvæmdin fyrst og fremst hugsuð til að tryggja nægjanlegt vam fyr- ir brunakerfi og þá ekki síst fyrir varaeintakasafh Landsbókasafns- ins sem verið er að koma upp í gamla skólahúsinu. GE Bensíni stolið Brotist var inn í geymslu við Garðavöll á Akranesi aðfaranótt sunnudags og stolið um 40 lítrum af bensíni. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Akranesi. GE Sjálfstæðis- menn vilja byggja slöldfristöð Á síðasta bæjarráðsfundi var tekin fyrir tillaga sjálfstæðis- manna um byggingu nýrrar slökkvistöðvar og athugun um stofhun hlutafélags um slökkvi- liðið, en tillögunni var vísað frá bæjarstjórn til umtjöllunar í bæj- arráði í lok maí síðastliðins. Á fundinum á fimmmdag var eftír- farandi bókun samþykkt: ,Á undanförnum mánuðum hafa húsnæðismál slökkváliðsins verið til umfjöllunar hjá bæjaryf- irvöldum. Hafa verið kannaðir möguleikar á breytingum á nú- verandi húsnæði og einnig kaup á nýju húsnæði. Þar sem þessar at- huganir hafa ekki leitt til viðun- andi niðurstöðu er inálinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2002. Jafnffamt er bæjarstjóra falið að kanna hvort skynsamlegt geti ver- ið að stofna byggðasamlag eða einkahlutafélag um reksmr og eignir slökkviliðsins í samvinnu við nágrannasveitarfélögin. Þeim fjármunum sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 gerði ráð fyrir í viðhald á eldra húsnæði slökkvi- liðsins verði varið í fraintíðarhús- næði fyrir starfsemina." SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.