Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 5 jAtsaunu... Mannbjörg út af Snæfellsnesi Það var aðfararnótt föstudagsins 13. júlí sl. að eldur kom upp í 5,9 tonna mótorbátnum Gógó SH 67 frá Olafsvík, út af Ondverðarnesi á Snæfellsnesi. Það var Grindvíking- ur GK sem kom að skipbrotsmann-- inum, Vigfúsi Vigfússyni, um borð í björgunarbáti sínum. Að sögn skipsverja á Grindvíkingi mátti ekki tæpara standa því lítið hafi verið eftir af gúmmíbátnum þegar þeir komu til bjargar. Þegar Grindvík- ingur kom á slysstaðinn var Gógó alelda og höfðu skipverjar ekki er- indi sem erfiði við að slökkva eld- inn, en björgun mun hafa verið um klukkan rúmlega fimm að morgni. Er talið að Vigfús hafi þá verið bú- inn að vera um klukkustund á floti í gúmmíbátnum. Samkvæmt heim- ildum Skessuhorns er líklegt að eldur hafi komið upp í olíumiðstöð. smh Brennandi flak Gógó SH67 fi'á Ólafsvík. Mynd: Róbert Hafliðason Bætt aðstaða við Hraunfossa Komið hefur verið upp salernis- Að sögn Þórunnar Gestsdóttur 40.000 og 60.000 ferðamenn heim- aðstöðu við Hraunfossa í Hvítár- sveitarstjóra í Borgarfjarðarsveit sæki þessa náttúruperlu árlega. Að síðu. Ferðamálaráð kostaði upp- var fyrir löngu orðið brýnt að koma sögn Þórunnar er einnig gert ráð setningu salernishúsanna en Borg- upp aðstöðu fyrir ferðmenn við fyrir þjónustumiðstöð á svæðinu. arfjarðarsveit sér um rekstur þeirra. Hraunfossa en talið er að milli GE Sumarhúsa- hverfi á Amarstapa Nýtt sumarhúsahverfi rís nú sem óðast á Arnarstapa. Er áætlað að þar verði um ellefu húsa hverfi, en byrjað var að byggja þar sl. vor. Nú þegar hafa tvö hús risið en reiknað er með að hverfið verði fullbyggt innan tveggja ára. smh Eyrarsveit fær nýjan slökkviliðsbíl Nýr slökkviliðsbíll var afhentur við formlega athöfn í Grundarfirði seinni partinn í gær. Upphaflega stóð til að bíllinn kæmi í nóvember en fljótt varð ljóst að Brimborg gat ekki afhent bílinn á tilskildum tíma til Almennu vörusölunnar í Olafs- firði, sem ætlaði að ganga endan- lega frá honum fyrir afhendingu. Síðar varð ljóst að ekki varð hægt að afhenda bílinn fyrr en um vorið 2001 í fyrsta lagi. Að sögn Bjargar Agústsdóttur, sveitarstjóra Eyrar- sveitar, hefur svo afhendingin tafist enn frekar vegna ýmissa hluta sem óskað hefur verið eftir aukalega á bílinn. Nýtt húsnæði slökkviliðsins í Grundarfirði verður vígt formlega á Grundarfjarðarhátíðinni, dagana 27.- 29. júlí. smh Metaflií • / jum Alls var 2.268 tonnum landað í Grundarfjarðarhöfh í júnímánuði síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra hafði 1.410 tonnum verið komið á land. Þann 1. júlí sl. hafði yfir allt árið verið landað 10.218 tonnum en allt árið í fyrra bárust 15.511 tonn að landi. Frá 1997 hefur orðið töluverð aukning á aflamagni í Grundarfjarðarhöfh ffá ári til árs. Árið 1997 komu 11.300 tonn að landi, árið 1998 voru tonn- in 11.981 og árið 1999 var landað 15.380 tonnum. I fyrra var met slegið og eins og útlitið er í dag gæti það met hæglega fallið. svih Varðveislugildi húss kannað Eins og Skessuhorn greindi frá fyrir skömmu lét bæjarráð Akraness nýlega fjarlægja húsið sem stóð við Kirkjubraut 25. Húsið var hins veg- ar ekki rifið eins og upphafleg áætl- un gerði ráð fyrir, heldur flutt og er það nú í geymslu á svæði Gámu. Húsið er um það bil 100 ára gamalt og bæjarráð ákvað á sínum tíma að kanna varðveislugildi hússins áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um örlög þess. Nú hefur húsasmiður nokkur á Akranesi óskað eftir að fá húsið til uppbyggingar en bæjarráð sam- þykkti á síðasta fundi sínum að fresta afgreiðslu málsins, og jafn- framt að fela stjórn Byggðasafhsins að Görðum að skoða varðveislugildi hússins. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, segir að jafnvel komi til greina að byggja húsið upp og geyma það á lóð Byggðasafhsins.“Akveðið hefur verið að skoða varðveislugildi húss- ins og hvort til greina komi að geyma það hjá Byggðasafninu eða koma því fyrir á einhverri lóð og byggja það upp. Menn vildu skoða þetta á fullnægjandi hátt áður en tekið væri tillit til einstakra erinda sem bærust hingað inn á borð til okkar.“ SÓK Erum meö tvar tveggja herbertfja íbúUr fem við leijjum út í einn (ólarhring eða lengur. Þœr eru fullbúnar húítfögnum og búnaði. Önnur er í miðborg Keykjavíkur en hin í fuðurhlíðum Hópavogf. Nánari upplýfingar gefa Anna og Björn t fímum 554- 2012, 898 0229 og 89+ Í016. Hugheilar þakkirfœri e'g öllum þeim er sýndu mér vinarþel á 85 ára afmœlinu mínu 6. jálí síðastliðinn, með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. Guð blessi ykkur Halldóra Árnadóttir Garðabraut 22 - Akranesi IBUÐTIUEIGU Til leigu einstaklingsíbúð á góðum stað í Borgarnesi. Upplýsingar í símum 695 9907 og 437 2328 BOROARBYOGS Starfsfólk á leikskóla Óskum eftir áhugasömu starfsfólki á leikskólann Hraunkot, Bifröst. Starfsemi leikskólans fer vaxandi og í vetur verðr 40 börn og 8 starfsmenn. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja menntun eða reynslu á þessu sviði, en þó ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. Upplýsingar veitir Brynja Jósefsdóttir, leikskólastjóri í s: 435 0077, heimasími: 435 0054. Sídsumarsýning kynbótahrossa á Vesturlandi haldin í Borgarnesi föstudaginn 10. ágúst 2001 • Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 7. ágúst. • Tekið er við skráningum á skrifstofu Búnadarsamtakanna ísíma 437-1215, eða á tölvupóst buvest@vesturland.is. • Aðeins hross sem greitt hefur verið fyrir fá tíma. • Sýningargjald er ákveðið kr. 5.000 m/vsk (vallargjald innifalið) og skal greiðast í síðasta lagi 7. ágúst, inná tékkar. nr. 104 í Sparisjóði Mýrasýslu (kt. 461288-1119). • Mikilvægt er að merkja greiðsluna með nafni og númeri hrossins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.