Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 19.07.2001, Blaðsíða 7
j&£ssunu>. FIMMTUDAGUR 19. JULI 2001 7 Eg er alveg að farast úr hamingju þessa dagana, ég er komin í sumar- frí. Ekki það að mér leiðist í vinn- tmni, en oft hefur það reynst þraut- in þyngri að púsla saman vinnudegi og heimili með þremur börnum sem þarf stöðugt að vera að sækja og senda. Síðustu vikuna fyrir frí gekk ég um húsið og tilkynnti börnunum mínum hvernig fyrstu dögum sum- arfrísins míns yrði háttað. Börnin andvörpuðu, þetta frí mitt var orðið á allra vitorði. Vinir, vandamenn og jafnvel nágrannar biðu í ofvæni eftir að þetta tímabil í mannkynssögunni rynni upp þ.e. að ég tæki sumarfrí. Off heyrðust setningar frá mér á borð við, Grím- ur minn ég geri við buxurnar þínar í ffíinu, láttu þær bara inn í herbergi, Agla ég kaupi sokka á þig um leið og ég er komin í frí. Eg tilkynnti ná- grannanum ánægð að við ætluðum að mála húsið í fríinu, slá garðinn og bóna bílinn. Já og ekki má gleyma ferðalagi þölskyldunnar. Eg var fyrir mín eigin orð og loforð orðin algjör „súperkona“. Líf fjölskyldunnar var sett á bið fram að sumarfríi. Innanhúss varð rykið allsráðandi og skyndifæði í boði upp á hvern einasta dag. En ég gerði mér miklar væntingar um batnandi tíð í komandi fríi. Þá skyldu nú börnin vel girt og þrifin og útbelgd af heimabökuðum snúð- um. Heimilið yrði aldrei hreinna og garðurinn aldrei eins vel hirtur. Svo rann upp þessi líka fíni dagur. Nú var ég komin í þetta langþráða frí og það liði vika þar til eiginmað- urinn kæmist í sitt. Þetta yrði sann- kallað húsmæðraorlof. Veðrið var eins og ég hefði pantað það erlendis ffá. Eg drattaðist út fyrir húsið og skellti mér þar á bekk með kaffibolla og Moggann og sleikti sólina. Börnin vöknuðu eitt af öðru og komu út. Eigum við ekki að fá okk- ur morgunmat mamma? I hvaða föt á ég að fara? Ætlum við ekki að gera eitthvað skemmtilegt í dag? Ætlarðu ekki að gera eitthvað mamma? Ætlarðu bara að liggja hérna? Eg reis upp forviða. Hvað gekk eiginlega að börnunum? Ég var ekki fyrr komin í ffí en börnin fóru að gera þessar líka rosalegu kröfur á mig sem móður. Höfðu þau ekki bara klætt sig þegjandi og hljóðalaust og fengið sér sjálf rnorg- unmat og farið út að leika meðan ég var í vinnunni. Ég stundi og ákvað að sólin yrði að bíða eftir betra tækifæri til að fá að brenna jökulhvítt hörund mitt enda væru sólböð hvort sem er stór- hættuleg og ekkert jafnaðist nú á við að leita á vit formæðra minna og skella sér í Hagkaupssloppinn, vopnast ryksugu og afþurrkunar- klúti. Nú yrði ég að sanna orð í verki og efna loforðin. Seinna um daginn kom eiginmað- urinn heim og spurði mig hvort ég væri farin að hugsa út í hvert og hvenær við ætluðum að leggja í ferðalag. Guð minn góður, átti ég að hafa áhyggjur af öllu. Hvers vegna var ég yfir höfuð að taka mér frí. Ég varð öskuvond og hreytti út úr mér hvort við ætluðum við ekki saman í þetta ferðalag? Eiginmað- urinn varð eins og hræddur hundur og tilkynnti mér hlýðinn að hann færi hvert á land sem er með mér, en yfirleitt væri nú bara svo að mér fær- ist betur úr hendi undirbúningur og skipulag slíkrar ferðar. Auðvitað átti ég núna, enn eina ferðina, að taka á mig þá áhættu að velja stað og stund og ef við yrðum ekki heppin með veður gæti hann nuddað mér upp úr því allan næsta vetur, að hann hefði nú ffemur valið annan landshluta. Ég fengi að heyra að þessi frekja mín og stífni yrði alltaf til þess að ár eftir ár hírðumst við köld og hrakin í tjaldi maulandi blautar samlokur og kalt kaffi. Svo kæmum við hálf lasin heim og börnin með hor í nös. En nú hafði ég krók á móti bragði. Ég tilkynnti fjölskyldunni að nú yrði ekki lagt í hann fyrr en við værum komin með langtíma veðurspá frá Veðurstofu Islands sem yrði algjörlega á ábyrgð veðurstofu- stjóra. Svo myndi ég hafa sam- band við gamlingjana í Dalbæ fyrir norðan, þeir gætu áreiðanlega veitt okkur haldgóðar upplýsingar um hvar sumarið væri að finna á sker- inu og með þessar upplýsingar í farteskinu yrði stefnan tekin. Ég yrði rétt kona á réttum stað á rétt- um tíma. En þá spurði dóttir mín: En mamma hvað gerum við ef þeir segja að það verði besta veðrið hér heima? Það stóð ekki á svari hjá mér. Þá tjöldum við náttúrulega bara úti í garði. Stykkishólmsbær óskar eftir tilboðum í sorphreinsun, uppbyggingu og rekstur sorpflokkunarstöðvar í Stykkishólmi. Byrjað verður að afhenda gögn á skrifstofu Stykkishólmsbæjar fimmtudaginn 19. júlí næstkomandi. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 14. ágúst 2001 kl. 14.00 á skrifstofu Stykkishólmsbœjar í Ráðhúsinu, Hafnargötu 3 í Stykkishólmi. Bæjarstjórinn í Stykkishólmi Auglýsing um breytingu á svæðisskipulagi norðan Skarðsheiðar 1997-2017 Sveitarstjóm Borgarfjarðarsveitar auglýsir skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á svæðisskipulagi norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Gerð er tillaga um breytingu vegna frístundabyggðar í Birkihlíð (Reykholtsdal) en deiliskipulag af því svæði var birt til gildistöku í B-deild Stjómartíðinda í júlí 2000. Sveitarstjóm bætir það tjón sem einstakir aðilar verða fyrir við breytinguna. Tillagan verður send } Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til j umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. ! Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til sveitarstjórnarskrifstofu Borgarfjarðarsveitar, Litla Hvammi, Reykholtsdal. Sveitarstjóri Borgarjjarðarsveitar Þórunn Gestsdóttir Borgarbraut 61 310 Borgarnes INGI TRYGG VASON hdl. simi: Fax: 437-1017 lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Kveldúlfsgata 10, Borgarnesi. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi, 128 ferm. Forstofa flísalögð. Eldhús parketlagt, viðarinnr. Stofa, hol og gangur parketlagt. Fjögur svefnherb., þrjú parketlögð og skápar, eitt teppalagt. Baðherb. flísalagt, kerlaug/sturta, viðarinnr. Gestasnyrting flísalögð. Þvottahús og búr. Sameiginl. geymsla. Verð: kr. 10.200.000. 2 % 1 Brekkuhvammur 10, Búðardal. s Einbýlishús á 2 hæðum ásamt innb. bílgeymslu, 225 ferm. Á efri hæð eru 4 herbergi, þvottahús og búr. Eldhús parketlagt og eikarinnr. Stofa parketlögð og panelklædd, arinn. Forstofa flísalögð. Gestasnyrting og baðherb. flísalagt. Á neðri hæð eru 2 rúmgóð herb., geymsla og baðherb. Nýleg sólstofa. Sólpallur. Verð: kr. Tilboð. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.